Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

„Fjármálaráðherra sagði Alþingi ósatt“

Kol­beinn Ótt­ars­son Proppé, þing­mað­ur Vinstri grænna, seg­ir mál Bene­dikts Jó­hann­es­son­ar grafal­var­legt og enn eitt dæmi van­virð­ing­ar gagn­vart Al­þingi. Bene­dikt gaf Al­þingi röng svör þeg­ar hann var spurð­ur um áhuga fjár­festa á Kefla­vík­ur­flug­velli en baðst af­sök­un­ar á því op­in­ber­lega þeg­ar Stund­in leit­aði við­bragða hjá hon­um við frétt um mál­ið.

„Fjármálaráðherra sagði Alþingi ósatt“
Segir málið grafalvarlegt Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, segir mál Benedikts grafalvarlegt og enn eitt dæmið um það sem mér finnst vera lenska hjá núverandi ríkisstjórn; sumsé vanvirðing gagnvart Alþingi. Mynd: Pressphotos

Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, er afar harðorður í garð Benedikts Jóhannessonar, fjármála- og efnahagsráðherra, eftir að Benedikt játaði að hafa gefið Alþingi röng svör um áhuga fjárfesta á Keflavíkurflugvelli og samskipti ráðuneytisins við þá.

Líkt og Stundin greindi frá í morgun hefur Benedikt viðurkennt að hafa gefið ónákvæm, jafnvel röng, svör þegar hann var spurður út í áhuga fjárfesta á Keflavíkurflugvelli á Alþingi í síðasta mánuði. Benedikt átti sjálfur fund með fjárfestum tæpum tveimur mánuðum áður en fyrirspurnin var borin upp og í framhaldinu átti aðstoðarmaður hans annan fund með þeim, sama dag og fyrirspurn var borin upp á Alþingi. Benedikt segist ekki hafa vitað af fundinum.

Benedikt greindi sjálfur frá málinu á Facebook í morgun eftir að Stundin hefði spurt hann um málið. 

„Málið er grafalvarlegt og enn eitt dæmið um það sem mér finnst vera lenska hjá núverandi ríkisstjórn; sumsé vanvirðing gagnvart Alþingi,“ skrifar Kolbeinn meðal annars í pistli sem hann birti á Facebook síðu sinni rétt í þessu. Þá rifjar hann einnig upp þegar Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra fór með rangt mál á Alþingi um að hún hefði gefið nefnd um veitingu ívilnana ákveðin tilmæli, og Stundin fjallaði um. „Og líkt og Benedikt nú, taldi Björt enga ástæðu til að leiðrétta orð sín þar sem þau féllu; nefnilega í þingsal,“ segir Kolbeinn.

Þá gefur hann lítið fyrir útskýringar Benedikts um að honum hafi ekki verið kunnugt um fund Gylfa Ólafssonar, aðstoðarmanns ráðherra, með fjárfestunum, enda hafi miklar annir á síðustu dögum þingsins. 

„En hvernig bregst ráðherra síðan við þegar hann gerir sér grein fyrir því að hann hefur sagt þinginu ósatt? Verðum við ekki að vænta þess að aðstoðarmaðurinn hafi stokkið til og látið ráðherra vita að svar hans hafi ekki verið alveg sannleikanum samkvæmt og m.a.s. hafi átt sér stað fundur sama dag og fyrirspurnin kom fram?

„Hann þegir þunnu hljóði þar til Stundin hefur samband við hann og spyr hann út í málið.“

Einhver hefði nú haldið að fulltrúi nýrra stjórnmála mundi þá stíga strax fram, hringja jafnvel í fyrirspyrjandann, kveða sér síðan hljóðs á þingi sem utan til að leiðrétta sjálfan sig. En ekki Benedikt. Hann þegir þunnu hljóði þar til Stundin hefur samband við hann og spyr hann út í málið. Þá setur hann fram status á Feisbúkk og biðst forláts.

Afsökunarbeiðnir verða að vera einlægar til að hægt sé að taka mark á þeim. Það að klóra sig út úr vandræðum af því að fjölmiðill var að fara að koma upp um þig, er ekki einlægni. Það er yfirklór.“

Hér að neðan er pistill Kolbeins í heild:

Nú hefur komið í ljós að Benedikt Jóhanesson fjármálaráðherra sagði Alþingi ósatt þegar hann svaraði fyrirspurn varaþingmanns Vinstri grænna, Óla Halldórssonar, um áhuga erlendra fjárfesta á kaupum á alþjóðaflugstöðinni í Keflavík. Stundin greinir frá þessu og orðaskipti þingmannsins og ráðherrans má sjá hér.

Málið er grafalvarlegt og enn eitt dæmið um það sem mér finnst vera lenska hjá núverandi ríkisstjórn; sumsé vanvirðing gagnvart Alþingi. Skemmst er að minnast þess þegar Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra sagði Alþingi ósatt um að hún hefði gefið nefnd um veitingu ívilnana ákveðin tilmæli. Það reyndist rangt, eins og Stundin greindi frá. Og líkt og Benedikt nú, taldi Björt enga ástæðu til að leiðrétta orð sín þar sem þau féllu; nefnilega í þingsal.

Það verða nægir um að rekja málið og fara ofan í saumana á ósannindum Benedikts. Telji einhver að ég grípi of sterkt til orða með því að kalla þetta ósanndini, þá vitna ég bara í ráðherra sjálfan sem sagði á Feisbúkk: „Síðar hefur mér orðið ljóst að svar mitt var ónákvæmt og jafnvel rangt…“. Mig langar hins vegar að beina sjónum að viðbrögðum og skýringum ráðherra.

Benedikt heldur því fram að hann hafi einfaldlega ekki vitað af því að aðstoðarmaður hans hefði fundað með fjárfestum vegna Keflavíkurflugvallar. Ljótt er ef satt er, segi ég nú bara, og ráðherra hlýtur að velta því fyrir sér hvort hann eigi að hafa fólk í vinnu sem situr á fundum um jafn stór málefni og þetta án þess að láta hann vita. Í hvers umboði fundaði aðstoðarmaðurinn með fjárfestunum? Sem einstaklingurinn Gylfi Ólafsson, eða sem aðstoðarmaður fjármálaráðherra Íslands?

Möguleg sala á flugvellinum hefur verið mikið í umræðunni, um þetta hefur verið rætt innan sem utan þings, en það virðist hafa farið algjörlega framhjá fjármálaráðherra, sem ber hæfni hans til starfans reyndar ekki gott vitni.

Gefum ráðherra orðið:

Þess má svo geta að þann 31. maí, sama dag og fyrirspurnin var borin upp átti Gylfi Ólafsson aðstoðarmaður minn annan fund með þessum aðilum um sama efni. Um þetta vissi ég ekki þá, enda miklar annir á síðustu dögum þingsins.

Annir á síðustu dögum þingsins? Er það afsökunin fyrir því að ráðherra viti ekki um fundi með áhugasömum kaupendum á flugstöðinni? Kannski þarf bara nýjan ráðherra sem nær að halda betri yfirsýn yfir verkefni ráðuneytisins.

En hvernig bregst ráðherra síðan við þegar hann gerir sér grein fyrir því að hann hefur sagt þinginu ósatt? Verðum við ekki að vænta þess að aðstoðarmaðurinn hafi stokkið til og látið ráðherra vita að svar hans hafi ekki verið alveg sannleikanum samkvæmt og m.a.s. hafi átt sér stað fundur sama dag og fyrirspurnin kom fram?

Einhver hefði nú haldið að fulltrúi nýrra stjórnmála mundi þá stíga strax fram, hringja jafnvel í fyrirspyrjandann, kveða sér síðan hljóðs á þingi sem utan til að leiðrétta sjálfan sig. En ekki Benedikt. Hann þegir þunnu hljóði þar til Stundin hefur samband við hann og spyr hann út í málið. Þá setur hann fram status á Feisbúkk og biðst forláts.

Afsökunarbeiðnir verða að vera einlægar til að hægt sé að taka mark á þeim. Það að klóra sig út úr vandræðum af því að fjölmiðill var að fara að koma upp um þig, er ekki einlægni. Það er yfirklór.

Fjármálaráðherra sagði Alþingi ósatt og ákvað svo að þegja yfir því þar til upp um hann komst.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég hef að góðu að hverfa aftur“
7
Allt af létta

„Ég hef að góðu að hverfa aft­ur“

Guð­mund­ur Karl Brynj­ars­son, sókn­ar­prest­ur í Linda­kirkju, laut í lægra haldi í bisk­ups­kjöri sem fram fór síðaslið­inn þriðju­dag. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist Guð­mund­ur ganga sátt­ur frá borði. Bisk­ups­kjör­ið hafi ver­ið ánægju­leg og lær­dóms­rík reynsla sem hann sé þakk­lát­ur fyr­ir. Hann seg­ist nú snúa sér aft­ur að sókn­ar­starf­inu í Linda­kirkju. Þar bíði hans mörg verk­efni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
4
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Steinunn Ólína segist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna persónulegrar óvildar
7
Fréttir

Stein­unn Ólína seg­ist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna per­sónu­legr­ar óvild­ar

Stein­unn Ólína Þor­steins­dótt­ir sagð­ist í Pressu fara fram fyr­ir hönd þeirra sem upp­lifa valda­leysi gagn­vart stjórn­völd­um. Taldi hún for­seta­kosn­ing­arn­ar vera af­ar póli­tísk­ar að þessu sinni. Þrátt fyr­ir gagn­rýni sína á rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur, ít­rek­aði Stein­unn að fram­boð henn­ar væri ekki vegna per­sónu­legra óvild­ar henn­ar í garð Katrínu.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
6
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár