Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

„Fjármálaráðherra sagði Alþingi ósatt“

Kol­beinn Ótt­ars­son Proppé, þing­mað­ur Vinstri grænna, seg­ir mál Bene­dikts Jó­hann­es­son­ar grafal­var­legt og enn eitt dæmi van­virð­ing­ar gagn­vart Al­þingi. Bene­dikt gaf Al­þingi röng svör þeg­ar hann var spurð­ur um áhuga fjár­festa á Kefla­vík­ur­flug­velli en baðst af­sök­un­ar á því op­in­ber­lega þeg­ar Stund­in leit­aði við­bragða hjá hon­um við frétt um mál­ið.

„Fjármálaráðherra sagði Alþingi ósatt“
Segir málið grafalvarlegt Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, segir mál Benedikts grafalvarlegt og enn eitt dæmið um það sem mér finnst vera lenska hjá núverandi ríkisstjórn; sumsé vanvirðing gagnvart Alþingi. Mynd: Pressphotos

Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, er afar harðorður í garð Benedikts Jóhannessonar, fjármála- og efnahagsráðherra, eftir að Benedikt játaði að hafa gefið Alþingi röng svör um áhuga fjárfesta á Keflavíkurflugvelli og samskipti ráðuneytisins við þá.

Líkt og Stundin greindi frá í morgun hefur Benedikt viðurkennt að hafa gefið ónákvæm, jafnvel röng, svör þegar hann var spurður út í áhuga fjárfesta á Keflavíkurflugvelli á Alþingi í síðasta mánuði. Benedikt átti sjálfur fund með fjárfestum tæpum tveimur mánuðum áður en fyrirspurnin var borin upp og í framhaldinu átti aðstoðarmaður hans annan fund með þeim, sama dag og fyrirspurn var borin upp á Alþingi. Benedikt segist ekki hafa vitað af fundinum.

Benedikt greindi sjálfur frá málinu á Facebook í morgun eftir að Stundin hefði spurt hann um málið. 

„Málið er grafalvarlegt og enn eitt dæmið um það sem mér finnst vera lenska hjá núverandi ríkisstjórn; sumsé vanvirðing gagnvart Alþingi,“ skrifar Kolbeinn meðal annars í pistli sem hann birti á Facebook síðu sinni rétt í þessu. Þá rifjar hann einnig upp þegar Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra fór með rangt mál á Alþingi um að hún hefði gefið nefnd um veitingu ívilnana ákveðin tilmæli, og Stundin fjallaði um. „Og líkt og Benedikt nú, taldi Björt enga ástæðu til að leiðrétta orð sín þar sem þau féllu; nefnilega í þingsal,“ segir Kolbeinn.

Þá gefur hann lítið fyrir útskýringar Benedikts um að honum hafi ekki verið kunnugt um fund Gylfa Ólafssonar, aðstoðarmanns ráðherra, með fjárfestunum, enda hafi miklar annir á síðustu dögum þingsins. 

„En hvernig bregst ráðherra síðan við þegar hann gerir sér grein fyrir því að hann hefur sagt þinginu ósatt? Verðum við ekki að vænta þess að aðstoðarmaðurinn hafi stokkið til og látið ráðherra vita að svar hans hafi ekki verið alveg sannleikanum samkvæmt og m.a.s. hafi átt sér stað fundur sama dag og fyrirspurnin kom fram?

„Hann þegir þunnu hljóði þar til Stundin hefur samband við hann og spyr hann út í málið.“

Einhver hefði nú haldið að fulltrúi nýrra stjórnmála mundi þá stíga strax fram, hringja jafnvel í fyrirspyrjandann, kveða sér síðan hljóðs á þingi sem utan til að leiðrétta sjálfan sig. En ekki Benedikt. Hann þegir þunnu hljóði þar til Stundin hefur samband við hann og spyr hann út í málið. Þá setur hann fram status á Feisbúkk og biðst forláts.

Afsökunarbeiðnir verða að vera einlægar til að hægt sé að taka mark á þeim. Það að klóra sig út úr vandræðum af því að fjölmiðill var að fara að koma upp um þig, er ekki einlægni. Það er yfirklór.“

Hér að neðan er pistill Kolbeins í heild:

Nú hefur komið í ljós að Benedikt Jóhanesson fjármálaráðherra sagði Alþingi ósatt þegar hann svaraði fyrirspurn varaþingmanns Vinstri grænna, Óla Halldórssonar, um áhuga erlendra fjárfesta á kaupum á alþjóðaflugstöðinni í Keflavík. Stundin greinir frá þessu og orðaskipti þingmannsins og ráðherrans má sjá hér.

Málið er grafalvarlegt og enn eitt dæmið um það sem mér finnst vera lenska hjá núverandi ríkisstjórn; sumsé vanvirðing gagnvart Alþingi. Skemmst er að minnast þess þegar Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra sagði Alþingi ósatt um að hún hefði gefið nefnd um veitingu ívilnana ákveðin tilmæli. Það reyndist rangt, eins og Stundin greindi frá. Og líkt og Benedikt nú, taldi Björt enga ástæðu til að leiðrétta orð sín þar sem þau féllu; nefnilega í þingsal.

Það verða nægir um að rekja málið og fara ofan í saumana á ósannindum Benedikts. Telji einhver að ég grípi of sterkt til orða með því að kalla þetta ósanndini, þá vitna ég bara í ráðherra sjálfan sem sagði á Feisbúkk: „Síðar hefur mér orðið ljóst að svar mitt var ónákvæmt og jafnvel rangt…“. Mig langar hins vegar að beina sjónum að viðbrögðum og skýringum ráðherra.

Benedikt heldur því fram að hann hafi einfaldlega ekki vitað af því að aðstoðarmaður hans hefði fundað með fjárfestum vegna Keflavíkurflugvallar. Ljótt er ef satt er, segi ég nú bara, og ráðherra hlýtur að velta því fyrir sér hvort hann eigi að hafa fólk í vinnu sem situr á fundum um jafn stór málefni og þetta án þess að láta hann vita. Í hvers umboði fundaði aðstoðarmaðurinn með fjárfestunum? Sem einstaklingurinn Gylfi Ólafsson, eða sem aðstoðarmaður fjármálaráðherra Íslands?

Möguleg sala á flugvellinum hefur verið mikið í umræðunni, um þetta hefur verið rætt innan sem utan þings, en það virðist hafa farið algjörlega framhjá fjármálaráðherra, sem ber hæfni hans til starfans reyndar ekki gott vitni.

Gefum ráðherra orðið:

Þess má svo geta að þann 31. maí, sama dag og fyrirspurnin var borin upp átti Gylfi Ólafsson aðstoðarmaður minn annan fund með þessum aðilum um sama efni. Um þetta vissi ég ekki þá, enda miklar annir á síðustu dögum þingsins.

Annir á síðustu dögum þingsins? Er það afsökunin fyrir því að ráðherra viti ekki um fundi með áhugasömum kaupendum á flugstöðinni? Kannski þarf bara nýjan ráðherra sem nær að halda betri yfirsýn yfir verkefni ráðuneytisins.

En hvernig bregst ráðherra síðan við þegar hann gerir sér grein fyrir því að hann hefur sagt þinginu ósatt? Verðum við ekki að vænta þess að aðstoðarmaðurinn hafi stokkið til og látið ráðherra vita að svar hans hafi ekki verið alveg sannleikanum samkvæmt og m.a.s. hafi átt sér stað fundur sama dag og fyrirspurnin kom fram?

Einhver hefði nú haldið að fulltrúi nýrra stjórnmála mundi þá stíga strax fram, hringja jafnvel í fyrirspyrjandann, kveða sér síðan hljóðs á þingi sem utan til að leiðrétta sjálfan sig. En ekki Benedikt. Hann þegir þunnu hljóði þar til Stundin hefur samband við hann og spyr hann út í málið. Þá setur hann fram status á Feisbúkk og biðst forláts.

Afsökunarbeiðnir verða að vera einlægar til að hægt sé að taka mark á þeim. Það að klóra sig út úr vandræðum af því að fjölmiðill var að fara að koma upp um þig, er ekki einlægni. Það er yfirklór.

Fjármálaráðherra sagði Alþingi ósatt og ákvað svo að þegja yfir því þar til upp um hann komst.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Læknamistök og handleggsbrot hafa markað ævi Ingu
2
Nærmynd

Læknamis­tök og hand­leggs­brot hafa mark­að ævi Ingu

Ingu Sæ­land fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra var ekki hug­að líf vegna skæðr­ar heila­himnu­bólgu þeg­ar hún var smá­barn. Hún lifði en sjón henn­ar tap­að­ist að miklu leyti. Inga þekk­ir bæði fá­tækt og sár­an missi, gift­ist sama mann­in­um tvisvar með 44 ára milli­bili og komst í úr­slit í X-Factor í milli­tíð­inni. Hand­leggs­brot eig­in­manns­ins og ít­rek­uð læknamis­tök á tí­unda ára­tugn­um steyptu fjöl­skyld­unni í vand­ræði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
3
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
6
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu