Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Fangar á Vernd geta flogið á milli landa án þess að brjóta lög

Eng­ar regl­ur eða lög eru í gildi um ferða­lög fanga sem fá að afplána á Vernd. Um helg­ar gætu því fjáð­ir fang­ar flog­ið með einka­þotu til London að morgni laug­ar­dags og flog­ið aft­ur heim til Ís­lands að kvöldi til, svo lengi sem þeir séu komn­ir inn á Vernd fyr­ir 21:00.

Fangar á Vernd geta flogið á milli landa án þess að brjóta lög
París Fjáðir fangar gætu flogið landa á milli án þess að brjóta lög og reglur er varðar útivistartíma á Vernd. Slíkt frelsi býðst þó ekki öllum enda fæstir fangar sem hafa efni á slíku. Mynd: Shutterstock

Ólafur Ólafsson, aðaleigandi Samskipa sem afplánar nú dóm á Vernd, var um borð í þyrlunni sem brotlenti í gærkvöldi suður af Nesjavallavirkjun rétt fyrir átta í gærkvöldi. Samkvæmt heimildum Stundarinnar er Ólafur fyrsti fanginn á Íslandi sem ferðast hefur með eigin loftfari yfir landinu á meðan hann afplánar dóm á Vernd.

Páll Winkel
Páll Winkel Fangelsismálastjóri segir reglur um útivistartíma skýrar en viðurkennir að engin lög eða reglur séu í gildi um ferðalög fanga út fyrir landsteinanna.

Páll Winkel, fangelsismálastjóri, segir í samtali við Stundina að reglurnar séu mjög einfaldar. Fangar þurfi að skila sér á tilsettum tíma á áfangaheimili Verndar.

„Um helgar og á helgidögum sjá menn alfarið um sig sjálfir og ekki er gerð krafa um að menn séu í vinnu eða námi þannig að þeir hafa frjálsan tíma um helgar. Flestir nýta þann tíma til að vera með fjölskyldu og vinum en þetta er gert svo fangar geti aðlagast samfélaginu á ný, hægt og rólega,“ sagði Páll.

„Um helgar og á helgidögum sjá menn alfarið um sig sjálfir og ekki er gerð krafa um að menn séu í vinnu eða námi þannig að þeir hafa frjálsan tíma um helgar.“

Samkvæmt reglum um afplánun á Vernd þá eru fangar frjálsir ferða sinna frá 07:00 til 21:00 hverja einustu helgi.

Nýr raunveruleiki blasir við

Samkvæmt heimildum Stundarinnar er það nú rætt hjá hinu opinbera og fangelsismálayfirvöldum hér á landi að bæta við lögum og reglum um þennan frítíma sem föngum gefst um helgar. Það hafi ekki komið fyrir áður að fangar hafi átt eða haft aðgang að loftförum og því sé þetta nýr raunveruleiki sem blasi við hér á landi. Samkvæmt sömu heimildum er í raun ekkert í lögum eða reglum um vistun á Vernd sem bannar föngum að fljúga landa á milli svo lengi sem þeir virða útivistartíma.

Þyrluferðir Ólafs vöktu athygli yfirvalda

Þannig gætu fjáðir fangar flogið að morgni laugardags til London, Parísar, Róm eða í raun hvert í heiminum sem er svo lengi sem þeir séu komnir aftur á áfangaheimilið fyrir klukkan 21:00. Samkvæmt sömu heimildum Stundarinnar voru það fréttir af ferðalögum Ólafs Ólafssonar og þyrlu hans sem vöktu áhuga manna á þessum reglum eða réttara sagt regluleysi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Guðfaðir plokksins: „Þú brennir meira með því að plokka en skokka“
6
Fréttir

Guð­fað­ir plokks­ins: „Þú brenn­ir meira með því að plokka en skokka“

„Þetta er ekki rusl­ið þitt en þetta er plán­et­an okk­ar,“ seg­ir Erik Ahlström, guð­fað­ir plokks­ins. Ekki bara felst heilsu­bót í plokk­inu held­ur seg­ir Erik það líka gott fyr­ir um­hverf­ið og kom­andi kyn­slóð­ir. Hann tel­ur mik­il­vægt fyr­ir sjáv­ar­þjóð eins og Ís­land að koma í veg fyr­ir að rusl fari í sjó­inn en 85 pró­sent þess kem­ur frá landi. Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar fylgdi Erik út að plokka.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár