Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Fangar á Vernd geta flogið á milli landa án þess að brjóta lög

Eng­ar regl­ur eða lög eru í gildi um ferða­lög fanga sem fá að afplána á Vernd. Um helg­ar gætu því fjáð­ir fang­ar flog­ið með einka­þotu til London að morgni laug­ar­dags og flog­ið aft­ur heim til Ís­lands að kvöldi til, svo lengi sem þeir séu komn­ir inn á Vernd fyr­ir 21:00.

Fangar á Vernd geta flogið á milli landa án þess að brjóta lög
París Fjáðir fangar gætu flogið landa á milli án þess að brjóta lög og reglur er varðar útivistartíma á Vernd. Slíkt frelsi býðst þó ekki öllum enda fæstir fangar sem hafa efni á slíku. Mynd: Shutterstock

Ólafur Ólafsson, aðaleigandi Samskipa sem afplánar nú dóm á Vernd, var um borð í þyrlunni sem brotlenti í gærkvöldi suður af Nesjavallavirkjun rétt fyrir átta í gærkvöldi. Samkvæmt heimildum Stundarinnar er Ólafur fyrsti fanginn á Íslandi sem ferðast hefur með eigin loftfari yfir landinu á meðan hann afplánar dóm á Vernd.

Páll Winkel
Páll Winkel Fangelsismálastjóri segir reglur um útivistartíma skýrar en viðurkennir að engin lög eða reglur séu í gildi um ferðalög fanga út fyrir landsteinanna.

Páll Winkel, fangelsismálastjóri, segir í samtali við Stundina að reglurnar séu mjög einfaldar. Fangar þurfi að skila sér á tilsettum tíma á áfangaheimili Verndar.

„Um helgar og á helgidögum sjá menn alfarið um sig sjálfir og ekki er gerð krafa um að menn séu í vinnu eða námi þannig að þeir hafa frjálsan tíma um helgar. Flestir nýta þann tíma til að vera með fjölskyldu og vinum en þetta er gert svo fangar geti aðlagast samfélaginu á ný, hægt og rólega,“ sagði Páll.

„Um helgar og á helgidögum sjá menn alfarið um sig sjálfir og ekki er gerð krafa um að menn séu í vinnu eða námi þannig að þeir hafa frjálsan tíma um helgar.“

Samkvæmt reglum um afplánun á Vernd þá eru fangar frjálsir ferða sinna frá 07:00 til 21:00 hverja einustu helgi.

Nýr raunveruleiki blasir við

Samkvæmt heimildum Stundarinnar er það nú rætt hjá hinu opinbera og fangelsismálayfirvöldum hér á landi að bæta við lögum og reglum um þennan frítíma sem föngum gefst um helgar. Það hafi ekki komið fyrir áður að fangar hafi átt eða haft aðgang að loftförum og því sé þetta nýr raunveruleiki sem blasi við hér á landi. Samkvæmt sömu heimildum er í raun ekkert í lögum eða reglum um vistun á Vernd sem bannar föngum að fljúga landa á milli svo lengi sem þeir virða útivistartíma.

Þyrluferðir Ólafs vöktu athygli yfirvalda

Þannig gætu fjáðir fangar flogið að morgni laugardags til London, Parísar, Róm eða í raun hvert í heiminum sem er svo lengi sem þeir séu komnir aftur á áfangaheimilið fyrir klukkan 21:00. Samkvæmt sömu heimildum Stundarinnar voru það fréttir af ferðalögum Ólafs Ólafssonar og þyrlu hans sem vöktu áhuga manna á þessum reglum eða réttara sagt regluleysi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
4
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
5
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár