Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Icelandair flytur inn 150 pólska verkamenn og rukkar þá um sjöfalda húsaleigu

„Eng­in frétt í þessu,“ seg­ir formað­ur Verka­lýðs- og sjó­manna­fé­lags Kefla­vík­ur sem gæta á rétt­inda meiri­hluta þeirra 150 Pól­verja sem hing­að komu til lands til starfa fyr­ir dótt­ur­fé­lag Icelanda­ir, IGS. Fram­kvæmda­stjóri IGS, Gunn­ar Ol­sen, seg­ir leig­una að­eins til að bera uppi fjár­fest­ing­ar.

Icelandair flytur inn 150 pólska verkamenn og rukkar þá um sjöfalda húsaleigu
Verkalýðsleiðtoginn í Reykjanesbæ segir málið ekkert óvanalegt Kristján Gunnarsson hjá Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur gaf lítið fyrir spurningar blaðamanns og sagði enga frétt felast í gríðarlega hárri leigu hjá umbjóðendum sínum.

Erlendir verkamenn frá Póllandi, flestir farandverkamenn sem hingað komu til lands í apríl til þess að starfa fyrir Icelandair Ground Services, dótturfélag Icelandair, greiða 69.000 krónur fyrir 8 fermetra herbergi á Ásbrú í Reykjanesbæ. Fyrir utan þessa átta fermetra er sameiginlegt baðherbergi og sameiginlegt eldhús auk þess sem fataskápur, rúmlega fermeter, fylgir hverju herbergi.

Leigan er tekin af launum verkamannanna enda eru eigendur fjölbýlishúsanna þeir sömu og veita þeim atvinnu.

Herbergin er að finna í tveimur fjölbýlishúsum sem IGS keypti nýverið af Kadeco, Þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar, sem bandarískir hermenn bjuggu í hér á árum áður en þá voru aðeins 37 herbergi í hverju fjölbýlishúsi.

Með breytingum IGS var herbergjunum fjölgað um helming eða í 74 herbergi og eru bæði fjölbýlishúsin orðin full en samkvæmt heimildum Stundarinnar eru menn nú að skoða hvort kaupa þurfi ekki þriðja fjölbýlishúsið.

„Þetta er engin frétt,“ sagði Kristján við blaðamann. Hann sagðist hafa farið sjálfur og skoðað húsakostinn og hafi vitað til þess að leigan væri í kring um sextíu þúsund krónur fyrir herbergið.

Íslendingar greiða miklu lægri leigu á sama svæði

Aðeins nokkrum metrum frá leigja Íslendingar svipuð herbergi, í öðru fjölbýlishúsi, en þau eru töluvert stærri og leigan töluvert lægri. Þannig greiða Íslendingar 72.000 krónur fyrir 55 fermetra þar sem þeir hafa sérbaðherbergi og séreldhús. Þannig er fermetraverð Íslendinganna rúmar 1300 krónur á meðan fermetraverð erlendu verkamannanna er rúmlega 8.000 krónur. Slíkt leiguverð á fermetra, um og yfir átta þúsund krónur á fermetra, er með því hæsta sem finnst á Íslandi, ef ekki það hæsta.

Þá býðst Íslendingunum að fá húsaleigubætur vegna leigu á Ásbrú en það býðst ekki verkamönnunum vegna þess, meðal annars, að þetta eru aðeins herbergi en ekki samþykktar íbúðir.

Formaður verkalýðsfélagsins skoðaði aðstæður

Samkvæmt heimildum Stundarinnar greiða langflestir þessara verkamanna til Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur en því stjórnar formaðurinn Kristján Gunnarsson. Blaðamaður Stundarinnar hafði samband við Kristján og bar undir hann háa húsaleigu en þá sagði hann málið blásið upp.

 „Við höfum eftirlit með því hvort ekki sé verið að fara eftir kjarasamningum. Hafðu bara samband við heilbrigðiseftirlitið eða Vinnueftirlitið. Þeir eru búnir að taka þetta allt út og samþykkja.“

„Þetta er engin frétt,“ sagði Kristján við blaðamann. Hann sagðist hafa farið sjálfur og skoðað húsakostinn og hafi vitað til þess að leigan væri í kring um sextíu þúsund krónur fyrir herbergið.

Sagði blaðamann vera að blása málið upp

„Þetta er ekkert að gerast í fyrsta sinn. Hingað til lands koma verkamenn sem dvelja í verbúðum og húsnæði eins og gengur og gerist. Þeir eru að vinna samkvæmt íslenskum kjarasamningum og greiða skatta hér á landi. Það sem er ekki vanalegt við þetta er að þeir eru uppi á Ásbrú,“ sagði Kristján.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
2
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
5
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár