Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Endaði barnshafandi á geðdeild

Mál­fríð­ur Hrund Ein­ars­dótt­ir, formað­ur Hug­arafls, seg­ir frá því hvernig hvert áfall­ið á fæt­ur öðru varð til þess að hún missti geð­heils­una og metn­að­inn og fest­ist í hlut­verki sjúk­lings, sem átti ekki að rugga bátn­um, ekki ögra sjálf­um sér eða um­hverf­inu, eða gera neitt sem gæti orð­ið til þess að hann fengi kast eða yrði leið­ur. Hún seg­ir frá því hvernig henni tókst að rjúfa þenn­an víta­hring, finna sína styrk­leika og fara að lifa á ný.

„Mig langar til þess að biðja ykkur um að hlusta af því að við erum að fara að tala um geðveiki. Það er erfitt að segja frá sjálfum sér og þetta er viðkvæm saga. En mig langar til að segja ykkur hana.„

Svona nær Málfríður Hrund Einarsdóttir athygli framhaldsskólanema þegar hún segir söguna af því hvernig hún, sem ólst upp í öruggu umhverfi í Hafnarfirði, augasteinn foreldra sinna og langyngst sex systkina, sem öll héldu verndarhendi yfir henni, brotnaði niður. Hefði allt farið eins og móðir hennar óskaði sér hefði hún aldrei lent í neinum áföllum á lífsleiðinni. Raunin varð þó önnur og hvert áfallið hefur rekið öðru. Strax í æsku lenti hún í hremmingum í vináttusambandi sem einkenndist af ráðríki og ofbeldi og mótaði allt sem á eftir kom. Hér segir hún svo frá því hvernig tilraunir hennar til þess að byrgja sársaukann inni og harka af sér varð á endanum til þess að hún missti heilsuna og endaði á geðdeild, verðandi móðir, örmagna á líkama og sál.

NIÐURBROTIÐ

Alin upp í bómull

„Ég var alin upp í bómull. Það mátti ekkert koma fyrir mig. Ekki bara það, ég mátti ekki heldur gera mistök. Þannig að ég fór ekki út að prófa allskonar hluti eins og krakkar gera. Það var frekar dregið úr mér en að ég væri hvött áfram, en það lá falleg hugsun að baki. Mamma hafði misst barn og ég var tekin með keisara því hún var svo hrædd um kæmi eitthvað fyrir í fæðingu, þannig að þetta byrjaði strax. En það eru ofsalega sterk tengsl á milli okkar og hún sýndi mér alltaf mikla umhyggju, enda erum við bestu vinkonur.

Í þessari vináttu varð ég fyrir andlegu og líkamlegu ofbeldi, frá því að ég var átta ára gömul og þar til ég varð fimmtán ára.

Hún lýsir því hvað henni leið vel í þessu umhverfi, hún átti vini í götunni og það var gaman að vera til. En hún fór aldrei langt, ekki til dagmömmu eða á leikskóla og daginn sem hún byrjaði í skóla vissi hún að hún þyrfti að passa sig. „Ég varð mjög passív því þetta var svo stórt og það var svo margt sem ég varð að varast. Ég fann aldrei fyrir tilhlökkun fyrir því að byrja í skóla en allt gekk vel þar til ég varð átta ára.“

Ný stelpa byrjaði í skólanum og með þeim tókst vinátta, sem Fríða lýsir sem „fangelsisvist,“ þegar hún hugsar til baka. „Í þessari vináttu varð ég fyrir andlegu og líkamlegu ofbeldi, frá því að ég var átta ára gömul og þar til ég varð fimmtán ára.“

Skaðleg vinátta

Í fyrstu skemmtu þær sér vel saman, en fljótlega fór Fríða að missa sambandið við aðrar vinkonur sínar. „Hún gat verið skemmtileg en hún var ógnandi og ég vissi það ekki fyrr en seinna að aðrar vinkonur mínar þorðu ekki að nálgast okkur, svo þær hurfu úr mínu lífi.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár