Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Einkafyrirtæki tekur við námsbókalagernum af hinu opinbera

„Um er að ræða dreif­ingu og lag­er­hald á öll­um náms­bók­um. Þetta á við þær bæk­ur sem þeg­ar hafa ver­ið gefn­ar út sem og nýj­ar bæk­ur sem gefn­ar verða út á samn­ings­tíma,“ seg­ir á vef Rík­is­kaupa en spurt var um mál­ið á Al­þingi í dag.

Einkafyrirtæki tekur við námsbókalagernum af hinu opinbera

Verslunin A4 mun taka við námsbókalager Menntamálastofnunar. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef stofnunarinnar en Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, lagði fram fyrirspurn um málið á Alþingi í dag.

Svandís spyr hvers vegna verkefnið hafi ekki verið boðið út, en samkvæmt vef Ríkiskaupa fór fram útboð í upphafi árs og niðurstaðan var sú að samið yrði við A4 Skrifstofu og skóla ehf. „Um er að ræða dreifingu og lagerhald á öllum námsbókum. Þetta á við þær bækur sem þegar hafa verið gefnar út sem og nýjar bækur sem gefnar verða út á samningstíma,“ segir á vef Ríkiskaupa.

Menntamálastofnun er stjórnsýslustofnun á sviði menntamála sem hefur það lögbundna meginhlutverk að sjá öllum grunnskólanemum fyrir fjölbreyttum og vönduðum námsgögnum sem samræmast aðalnámskrá. 

Samkvæmt upplýsingum á Credit Info er A4 ehf nær alfarið í eigu félags Egils Þórs Sigurðssonar, Andvara ehf en Egill hefur lengi verið áberandi í rekstri ritgfangaverslana á Íslandi undanfarin ár. Hann var meðal annars eigandi Tékklistans sem átti Office 1. Tékklistinn fór í þrot eftir hrun en félag Egils, Egilsson ehf, keypti Office 1 út úr þrotabúinu og árið 2012 gengu Office 1 og A4 í eina sæng. 

Í fyrirspurn Svandísar Svavarsdóttur er spurt hver aðdragandinn var að því að bjóða A4 að taka við námsbókalager Menntamálastofnunar. Jafnframt spyr hún eftirfarandi spurninga: „Hvaða stefnumörkun liggur að baki þeirri ákvörðun? Hverju sætir að verkefnið var ekki boðið út? Telur ráðherra að ákvörðunin samræmist lögum um opinber innkaup? Hvernig telur ráðherra nýtt fyrirkomulag samræmast því lögbundna hlutverki Menntamálastofnunar að leggja grunnskólum til námsgögn?“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár