Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Einkafyrirtæki tekur við námsbókalagernum af hinu opinbera

„Um er að ræða dreif­ingu og lag­er­hald á öll­um náms­bók­um. Þetta á við þær bæk­ur sem þeg­ar hafa ver­ið gefn­ar út sem og nýj­ar bæk­ur sem gefn­ar verða út á samn­ings­tíma,“ seg­ir á vef Rík­is­kaupa en spurt var um mál­ið á Al­þingi í dag.

Einkafyrirtæki tekur við námsbókalagernum af hinu opinbera

Verslunin A4 mun taka við námsbókalager Menntamálastofnunar. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef stofnunarinnar en Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, lagði fram fyrirspurn um málið á Alþingi í dag.

Svandís spyr hvers vegna verkefnið hafi ekki verið boðið út, en samkvæmt vef Ríkiskaupa fór fram útboð í upphafi árs og niðurstaðan var sú að samið yrði við A4 Skrifstofu og skóla ehf. „Um er að ræða dreifingu og lagerhald á öllum námsbókum. Þetta á við þær bækur sem þegar hafa verið gefnar út sem og nýjar bækur sem gefnar verða út á samningstíma,“ segir á vef Ríkiskaupa.

Menntamálastofnun er stjórnsýslustofnun á sviði menntamála sem hefur það lögbundna meginhlutverk að sjá öllum grunnskólanemum fyrir fjölbreyttum og vönduðum námsgögnum sem samræmast aðalnámskrá. 

Samkvæmt upplýsingum á Credit Info er A4 ehf nær alfarið í eigu félags Egils Þórs Sigurðssonar, Andvara ehf en Egill hefur lengi verið áberandi í rekstri ritgfangaverslana á Íslandi undanfarin ár. Hann var meðal annars eigandi Tékklistans sem átti Office 1. Tékklistinn fór í þrot eftir hrun en félag Egils, Egilsson ehf, keypti Office 1 út úr þrotabúinu og árið 2012 gengu Office 1 og A4 í eina sæng. 

Í fyrirspurn Svandísar Svavarsdóttur er spurt hver aðdragandinn var að því að bjóða A4 að taka við námsbókalager Menntamálastofnunar. Jafnframt spyr hún eftirfarandi spurninga: „Hvaða stefnumörkun liggur að baki þeirri ákvörðun? Hverju sætir að verkefnið var ekki boðið út? Telur ráðherra að ákvörðunin samræmist lögum um opinber innkaup? Hvernig telur ráðherra nýtt fyrirkomulag samræmast því lögbundna hlutverki Menntamálastofnunar að leggja grunnskólum til námsgögn?“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
6
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár