Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Einkafyrirtæki tekur við námsbókalagernum af hinu opinbera

„Um er að ræða dreif­ingu og lag­er­hald á öll­um náms­bók­um. Þetta á við þær bæk­ur sem þeg­ar hafa ver­ið gefn­ar út sem og nýj­ar bæk­ur sem gefn­ar verða út á samn­ings­tíma,“ seg­ir á vef Rík­is­kaupa en spurt var um mál­ið á Al­þingi í dag.

Einkafyrirtæki tekur við námsbókalagernum af hinu opinbera

Verslunin A4 mun taka við námsbókalager Menntamálastofnunar. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef stofnunarinnar en Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, lagði fram fyrirspurn um málið á Alþingi í dag.

Svandís spyr hvers vegna verkefnið hafi ekki verið boðið út, en samkvæmt vef Ríkiskaupa fór fram útboð í upphafi árs og niðurstaðan var sú að samið yrði við A4 Skrifstofu og skóla ehf. „Um er að ræða dreifingu og lagerhald á öllum námsbókum. Þetta á við þær bækur sem þegar hafa verið gefnar út sem og nýjar bækur sem gefnar verða út á samningstíma,“ segir á vef Ríkiskaupa.

Menntamálastofnun er stjórnsýslustofnun á sviði menntamála sem hefur það lögbundna meginhlutverk að sjá öllum grunnskólanemum fyrir fjölbreyttum og vönduðum námsgögnum sem samræmast aðalnámskrá. 

Samkvæmt upplýsingum á Credit Info er A4 ehf nær alfarið í eigu félags Egils Þórs Sigurðssonar, Andvara ehf en Egill hefur lengi verið áberandi í rekstri ritgfangaverslana á Íslandi undanfarin ár. Hann var meðal annars eigandi Tékklistans sem átti Office 1. Tékklistinn fór í þrot eftir hrun en félag Egils, Egilsson ehf, keypti Office 1 út úr þrotabúinu og árið 2012 gengu Office 1 og A4 í eina sæng. 

Í fyrirspurn Svandísar Svavarsdóttur er spurt hver aðdragandinn var að því að bjóða A4 að taka við námsbókalager Menntamálastofnunar. Jafnframt spyr hún eftirfarandi spurninga: „Hvaða stefnumörkun liggur að baki þeirri ákvörðun? Hverju sætir að verkefnið var ekki boðið út? Telur ráðherra að ákvörðunin samræmist lögum um opinber innkaup? Hvernig telur ráðherra nýtt fyrirkomulag samræmast því lögbundna hlutverki Menntamálastofnunar að leggja grunnskólum til námsgögn?“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Segist notuð sem leppur í Vorstjörnunni, sem lúti sjóræningjastjórn
2
Fréttir

Seg­ist not­uð sem lepp­ur í Vor­stjörn­unni, sem lúti sjó­ræn­ingja­stjórn

Sigrún E. Unn­steins­dótt­ir, stjórn­ar­mað­ur í Vor­stjörn­unni, seg­ir fram­kvæmda­stjórn Sósí­al­ista­flokks­ins fara með raun­veru­lega stjórn fé­lags­ins. Sjálf viti hún ekk­ert hvað fari fram inn­an þess. „Þetta er sjó­ræn­ingja­stjórn,“ seg­ir hún. Vara­formað­ur fram­kvæmda­stjórn­ar flokks­ins seg­ir ekk­ert ann­ar­legt í gangi.
Flytjum fjöll
4
Aðsent

Sigrún Guðmundsdóttir

Flytj­um fjöll

Sterk­ar lík­ur eru á því að heilu fjöll­in verði flutt úr landi í ná­inni fram­tíð, skrif­ar Sigrún Guð­munds­dótt­ir um­hverf­is- og auð­linda­fræð­ing­ur. Hvernig það er gert hef­ur áhrif á þjóð­ar­bú­ið til góðs eða vansa. Mik­il­vægt er að draga veru­lega úr kol­díoxí­ð­los­un. Góð leið til þess í bygg­ingar­iðn­aði, er að þróa, og síð­an nota nýja teg­und sements.
Konur til valda: „Allar hömlur eru að bresta“
6
ÚttektKonur til valda

Kon­ur til valda: „All­ar höml­ur eru að bresta“

For­seti, for­sæt­is­ráð­herra, ut­an­rík­is­ráð­herra, dóms­mála­ráð­herra, fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra, at­vinnu­vega­ráð­herra, heil­brigð­is­ráð­herra, for­seti Al­þing­is, um­boðs­mað­ur Al­þing­is, borg­ar­stjóri, bisk­up, rektor, rík­is­lög­mað­ur, rík­is­sak­sókn­ari, rík­is­lög­reglu­stjóri, lög­reglu­stjór­inn á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, land­lækn­ir og um­boðs­mað­ur barna: Kvenna­ár­ið 2025 urðu þau sögu­legu tíð­indi að all­ar þess­ar stöð­ur eru skip­að­ar kon­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár