Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Einkafyrirtæki tekur við námsbókalagernum af hinu opinbera

„Um er að ræða dreif­ingu og lag­er­hald á öll­um náms­bók­um. Þetta á við þær bæk­ur sem þeg­ar hafa ver­ið gefn­ar út sem og nýj­ar bæk­ur sem gefn­ar verða út á samn­ings­tíma,“ seg­ir á vef Rík­is­kaupa en spurt var um mál­ið á Al­þingi í dag.

Einkafyrirtæki tekur við námsbókalagernum af hinu opinbera

Verslunin A4 mun taka við námsbókalager Menntamálastofnunar. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef stofnunarinnar en Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, lagði fram fyrirspurn um málið á Alþingi í dag.

Svandís spyr hvers vegna verkefnið hafi ekki verið boðið út, en samkvæmt vef Ríkiskaupa fór fram útboð í upphafi árs og niðurstaðan var sú að samið yrði við A4 Skrifstofu og skóla ehf. „Um er að ræða dreifingu og lagerhald á öllum námsbókum. Þetta á við þær bækur sem þegar hafa verið gefnar út sem og nýjar bækur sem gefnar verða út á samningstíma,“ segir á vef Ríkiskaupa.

Menntamálastofnun er stjórnsýslustofnun á sviði menntamála sem hefur það lögbundna meginhlutverk að sjá öllum grunnskólanemum fyrir fjölbreyttum og vönduðum námsgögnum sem samræmast aðalnámskrá. 

Samkvæmt upplýsingum á Credit Info er A4 ehf nær alfarið í eigu félags Egils Þórs Sigurðssonar, Andvara ehf en Egill hefur lengi verið áberandi í rekstri ritgfangaverslana á Íslandi undanfarin ár. Hann var meðal annars eigandi Tékklistans sem átti Office 1. Tékklistinn fór í þrot eftir hrun en félag Egils, Egilsson ehf, keypti Office 1 út úr þrotabúinu og árið 2012 gengu Office 1 og A4 í eina sæng. 

Í fyrirspurn Svandísar Svavarsdóttur er spurt hver aðdragandinn var að því að bjóða A4 að taka við námsbókalager Menntamálastofnunar. Jafnframt spyr hún eftirfarandi spurninga: „Hvaða stefnumörkun liggur að baki þeirri ákvörðun? Hverju sætir að verkefnið var ekki boðið út? Telur ráðherra að ákvörðunin samræmist lögum um opinber innkaup? Hvernig telur ráðherra nýtt fyrirkomulag samræmast því lögbundna hlutverki Menntamálastofnunar að leggja grunnskólum til námsgögn?“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár