Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Davíð Oddson varar við hættu og fer í forsetaframboð

Fer í sum­ar­leyfi frá Morg­un­blað­inu til að sinna fram­boð­inu. Var­ar við hættu framund­an og veiku þingi um leið og hann seg­ist vera mað­ur sem geti brugð­ist við.

Davíð Oddson varar við hættu og fer í forsetaframboð

Davíð Oddsson ætlar í forsetaframboð. Þetta kom fram í Sprengisandi í morgun þar sem Davíð ræddi við við Pál Magnússon.

Þar sagði Davíð að Ólafur Ragnar Grímsson hefði reynt á þanþol þjóðarinnar sem vildi ekki sjá hann tapa kosningum og hefði því stutt hann í síðustu kosningum. Ólafur Ragnar hefði að mestu staðið sig vel í embætti en nú hefði hann setið nógu lengi. Þá hafi hann gert mistök með því að ákveða að fjölmiðlalögunum yrði vísað til þjóðarinar. Það hafi verið hluti af þessari útrásartíð, sem hafi ekki verið besta tímabil Ólafs í embætti.  

Sjálfur var Davíð Seðlabankastjóri þegar bankarnir féllu og kom, líkt og Ólafur Ragnar, víða við sögu í rannsóknarskýrslu Alþingis, þar sem aðdragandi og orsakir falls íslensku bankanna 2008 voru krufnar. Áður hafði hann starfað í stjórnmálum um árabil, verið forsætisráðherra, borgarstjóri og formaður Sjálfstæðisflokksins. 

Sagðist hann ekki ganga að því vísu að hann fengi stuðning hægri manna sem hefðu fram að þessu stutt Ólaf Ragnar, ekki væri hægt að ganga að neinum hópi kjósenda vísum. Í forsetakosningum væri svo margt skrýtið að það væri ekki hægt að ganga að neinu vísu. Vel gæti farið svo að þjóðin myndi á endanum velja annan, en þá myndi hann una þeirri niðurstöðu. „Ég held að ég myndi tapa vel,“ sagði Davíð sem mun þá halda sinni stöðu á Morgunblaðinu.

Hann væri sækjast eftir embætti til að hann gæti verið á vaktinni til að bregðast við. „Það verða að vera þarna menn sem geta brugðist við,“ sagði Davíð, menn sem létu engan hafa áhrif á sig. Það væru eiginleikar sem hann teldi sig hafa. Þá væri hann þekktur til að stilla til friðar með mönnum þótt hann sé ákveðinn. Þá varaði hann við hættum sem væru framundan og veikt þing, við þær aðstæður væri fráleitt ef þjóðin myndi veika sér veikan forseta. Ef svo færi væri þjóðin alveg úti að aka, en hann teldi að svo væri ekki. Um leið gaf hann til kynna að aðrir frambjóðendur hefðu ekki sömu reynslu og festu og þeir Ólafur Ragnar. 

„Ef þú lítur á mig eins og fasteign þá er ég ekki með neina falda galla.“

Davíð sagði jafnframt að það hafi ekki endilega verið rétt niðurstaða að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson léti af störfum sem forsætisráðherra vegna fréttaflutnings af Wintris-málinu og Panama-skjölunum. Forsetinn og aðrir hefðu átt að stuðla að umræðu um málið, í stað þess að láta það þróast svona hratt vegna mótmæla á Austurvelli. Hér ætti að ríkja lýðræði en ekki þess konar ræði sem yrði ekki nefnt í þættinum. Það væri ekki vinsælt að taka upp hanskann fyrir Sigmund Davíð en hann myndi engu að síður að gera það, þar sem Sigmundur Davíð hefði gert margt gott í sínum störfum. Aðspurður sagðist hann hvorki hafa verið svo fjáður né búa yfir slíkri hugmyndaauðgi að geyma fé í aflandsfélögum.

Nú er hann á leið í sumarfrí frá Morgunblaðinu, til að sinna kosningabaráttunni. Muni hann tapa kosningabaráttunni segist hann vel geta haldið þar áfram að skrifa. 

Samkvæmt könnun sem Frjáls verslun gerði dagana 26. apríl og 1. maí er Davíð með tveggja prósenta fylgi, en þátttakendur voru spurðir hvern þeir vildu sem forseta ef þeir mættu nefna hvaða Íslending sem er.

Í könnun Stundarinnar, sem framkvæmd var dagana 23. febrúar til 1. mars, mældist Davíð með 7-8% fylgi þegar spurt hvaða einn aðila aðspurðir myndu líklegast kjósa sem forseta. Þá mældst Davíð með 23% fylgi á meðal stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
4
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár