Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Brú milli fangelsis og frelsis

Vernd er eina áfanga­heim­il­ið sem er í boði fyr­ir fanga. Hús­næð­ið er löngu sprung­ið. Rík­is­end­ur­skoð­un hef­ur ít­rek­að bent á að fjölga þurfi úr­ræð­um ut­an fang­elsa. Fang­els­is­mála­stjóri ber við fjár­skorti. Stjórn­völd sögðu ósatt í svari til Pynd­inga­nefnd­ar Evr­ópu­ráðs­ins.

Stundin kíkti í heimsókn á Vernd og fékk að fræðast um starfsemina. Þráinn Farestveit, framkvæmdastjóri Verndar, tekur á móti blaðamanni ásamt ljósmyndara og gengur með okkur um húsið. Klukkan er rúmlega sex og föngum því skylt að vera í húsi. Á slaginu sjö mega þeir fara út aftur, en verða að vera komnir inn aftur klukkan ellefu. Þrír sitja að snæðingi þegar blaðamann ber að garði, en flestir eru inni í herbergjum sínum. Nokkrir sitja í sófanum og horfa á sjónvarpið. Vistarverurnar eru ekki merkilegar og minna um margt á heimavist. „Það fyrsta sem ég segi við menn þegar þeir koma hingað er að Vernd er ekki stofnum, ekki hluti af Fangelsismálastofnun og þetta er ekki fangelsi. Við erum hér til þess að hjálpa mönnum. Þá breytist oft fas manna því í fangelsum eru menn mjög oft í svo miklum mótþróa. Við höfum verið með fanga hérna sem hafa verið erfiðustu fangarnir á Litla-Hrauni; stanslaust í einangrun, slagsmálum við fangaverði og í gæslu. En um leið og þeir eru komnir hingað þá er eins og þeir losni við þennan múr,“ segir Þráinn.

Áfangaheimilið sprungið
Áfangaheimilið sprungið Þráinn Farestveit, framkvæmdastjóri Verndar, segir stutt í að hann þurfi að neita fanga um vist vegna plássleysis.

Kona með hugsjón

Forsprakki fangahjálparinnar Verndar var Þóra Einarsdóttir. Hún hafði fengið þá hugmynd í námi í Danmörku að stofna félagasamtök hér á landi, í líkingu við þau sem hún komst í kynni við ytra, sem hefðu það að markmiði að aðstoða veglausa; útigangsfólk og fanga. Íslensk fangahjálp, að danskri fyrir­mynd, var síðan stofnuð árið 1959 og tók formlega til starfa ári síðar. „Hér áður fyrr, áður en Vernd tók til starfa, fóru menn með rútu frá Litla-Hrauni niður í bæ og beint á barinn. Nú er í boði þetta þrep þar sem mönnum er fylgt eftir. Nú eiga þeir miklu meiri séns,“ segir Þráinn. Vernd virkar þannig eins og brú út í samfélagið á ný, brú milli fangelsis og frelsis.
Áfangaheimili Verndar hefur alls verið rekið á sex stöðum frá upphafi. Fyrst að Stýrimannastíg 9, síðan í Grjótagötu 14a og b, þá Ránargötu 10, Skólavörðustíg 13a, Skipholti 37 og árið 1985 eignuðust samtökin húsið að Laugateigi 19.

Húsnæði Verndar sprungið

Upphaflega var gert ráð fyrir að það væru aðeins 17 til 18 fangar vistaðir í húsinu en á síðustu árum hafa þeir verið töluvert fleiri. Á Vernd eru 18 herbergi, þar af sex sem aðeins er hægt að vista einn fanga í, þannig að í tólf herbergjum er hægt að vista tvo í einu. Á síðasta ári voru að meðaltali 24,9 fangar vistaðir á áfangaheimilinu á degi hverjum og hafa þeir aldrei verið fleiri. Hingað til hefur föngum aldrei verið neitað um vist á Vernd vegna plássleysis en að sögn Þráins styttist í að þess þurfi. „Þetta er löngu sprungið,“ viðurkennir hann.

„Hér áður fyrr, áður en Vernd tók til starfa, fóru menn með rútu frá Litla-Hrauni niður í bæ og beint á barinn.“

Fyrrverandi fangi sem Stundin ræðir við segir það hafa verið mikil viðbrigði að þurfa allt í einu að deila herbergi með öðrum, eftir að hafa verið árum saman einn í klefa. Honum þykir einnig óeðlilegt að þeir sem deili herbergi greiði jafn háa leigu og þeir sem fái að vera einir, eða 60 þúsund krónur á 

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 3.390 krónum á mánuði.
Leiðbeiningar má nálgast á heimildin.is/leidbeiningar.
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Loftslagsráðherra og raunveruleikinn
Tryggvi Felixson
Aðsent

Tryggvi Felixson

Lofts­lags­ráð­herra og raun­veru­leik­inn

Formað­ur Land­vernd­ar seg­ir að til að leysa lofts­lags­vand­ann sé nauð­syn­legt að beita meng­un­ar­bóta­regl­unni á alla geira at­vinnu­lífs­ins. Bæði OECD og Al­þjóða­gjald­eyr­is­sjóð­ur­inn hafi ít­rek­að bent á að skatt­ar og gjöld á meng­un séu skil­virk­asta leið­in til að ná mark­mið­um í um­hverf­is­mál­um. „Það er löngu tíma­bært að rík­is­stjórn­in og lofts­lags­ráð­herra við­ur­kenni hið aug­ljósa í þess­um mál­um.“
Hefði stutt útlendingafrumvarpið hefði hún verið á landinu
Fréttir

Hefði stutt út­lend­inga­frum­varp­ið hefði hún ver­ið á land­inu

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra skil­ur vel að út­lend­inga­mál séu um­deild en hún seg­ir að á lands­fundi Vinstri grænna hafi eigi að síð­ur kom­ið fram yf­ir­gnæf­andi stuðn­ing­ur við þing­menn hreyf­ing­ar­inn­ar og ráð­herra. Sex þing­menn VG sam­þykktu út­lend­inga­frum­varp dóms­mála­ráð­herra í síð­ustu viku.
Lygar, járnsprengjur og heitt blý
Flækjusagan

Lyg­ar, járn­sprengj­ur og heitt blý

Tveir gaml­ir menn bú­ast til brott­ferð­ar í Banda­ríkj­un­um, Daniel Ells­berg og Jimmy Cart­er, fyrr­ver­andi for­seti. Báð­ir reyndu að bæta heim­inn, hvor á sinn hátt.
Listræn sýn að handan
Viðtal

List­ræn sýn að hand­an

Gjörn­inga­klúbb­inn þarf vart að kynna en hann stofn­uðu Eirún Sig­urð­ar­dótt­ir, Jóní Jóns­dótt­ir og Sigrún Hrólfs­dótt­ir ár­ið 1996 en síð­ast­nefnd hef­ur ekki starf­að með hópn­um síð­an 2016. Í Í gegn­um tíð­ina hef­ur Gjörn­inga­klúbbur­inn sýnt og kom­ið fram á fjölda einka- og sam­sýn­inga úti um all­an heim, já, og brall­að ýmsi­legt í merku sam­starfi við ann­að lista­fólk, eins og marg­ir vita.
Ausa sér yfir ríkisstjórnina vegna vaxtahækkana
Fréttir

Ausa sér yf­ir rík­is­stjórn­ina vegna vaxta­hækk­ana

Nokkr­ir þing­menn létu stór orð falla á Al­þingi í dag eft­ir stýri­vaxta­hækk­un Seðla­banka Ís­lands. Einn þing­mað­ur sagði að rík­is­stjórn­in væri „kjark­laus og verk­stola“ og ann­ar að hún styddi „að­för að al­menn­ingi“. Enn ann­ar sagði að nú þyrfti þing­ið að hefja sig yf­ir „hvers­dags­þras­ið“ og leita sam­eig­in­legra lausna til að rétta við bók­hald rík­is­ins.
Bókatíð
Friðgeir Einarsson
Pistill

Friðgeir Einarsson

Bóka­tíð

Frið­geir Ein­ars­son gerði heið­ar­lega til­raun til að lesa sig inn í sumar­ið. „Ég var bú­inn að upp­hugsa dá­góð­an lista, þeg­ar það fór snögg­lega aft­ur að kólna.“
Á bilinu tveir til 166 leikskólakennarar hafa útskrifast árlega frá 2005
Fréttir

Á bil­inu tveir til 166 leik­skóla­kenn­ar­ar hafa út­skrif­ast ár­lega frá 2005

Braut­skrán­ing­um úr leik­skóla­kenn­ara­fræði fækk­aði gríð­ar­lega eft­ir að nám­ið var lengt úr þrem­ur í fimm ár­ið 2008. Braut­skrán­ing­um fer nú aft­ur fjölg­andi eft­ir að meist­ara­nám til kennslu var inn­leitt ár­ið 2020 auk laga­breyt­ing­ar sem veit­ir kennslu­rétt­indi óháð skóla­stigi. Því er ekki víst að all­ir leik­skóla­kenn­ar­ar skili sér inn á leik­skóla­stig­ið.
Hin einbeitta og siðlausa heimska
Ólafur Páll Jónsson
AðsentLoftslagsbreytingar

Ólafur Páll Jónsson

Hin ein­beitta og sið­lausa heimska

– eða hvers vegna er eng­inn um­hverf­is­ráð­herra á Ís­landi?
Villa í kerfisbúnaði skrifstofu Alþingis – Innflutningsfyrirtæki ráðherra féll úr hagsmunaskráningu
Fréttir

Villa í kerf­is­bún­aði skrif­stofu Al­þing­is – Inn­flutn­ings­fyr­ir­tæki ráð­herra féll úr hags­muna­skrán­ingu

Óþekkt­ur galli veld­ur því að Jón Gunn­ars­son dóms­mála­ráð­herra hef­ur ekki getað lag­fært hags­muna­skrán­ingu sína en unn­ið er að því að finna lausn á því vanda­máli, sam­kvæmt skrif­stofu Al­þing­is.
Stýrivextir hækkaðir um eitt prósentustig og komnir í 7,5 prósent
Fréttir

Stýri­vext­ir hækk­að­ir um eitt pró­sentu­stig og komn­ir í 7,5 pró­sent

Pen­inga­stefnu­nefnd Seðla­banka Ís­lands hef­ur enn og aft­ur ákveð­ið að hækka stýri­vexti. Þetta er í tólfta sinn í röð sem vext­ir hafa ver­ið hækk­að­ir.
Við erum dómhörð að eðlisfari
Fólkið í borginni

Við er­um dóm­hörð að eðl­is­fari

Elísa­bet Rut Har­alds­dótt­ir Diego var í Vott­un­um til sex ára ald­urs og þeg­ar hún fór að skoða tengsl­in við fjöl­skyld­una sem er þar enn fann hún fyr­ir reiði.
Vinirnir og einræðisherrarnir Pútín og Xi boða breytt valdajafnvægi heimsins
Fréttir

Vin­irn­ir og ein­ræð­is­herr­arn­ir Pútín og Xi boða breytt valda­jafn­vægi heims­ins

Klofn­ing­ur heims­ins milli lýð­ræð­is­ríkja og ein­ræð­is­ríkja tók á sig skýr­ari mynd í dag eft­ir „vin­gjarn­leg­an“ fund Xi Jin­pings Kína­for­seta og Vla­dimirs Pútíns Rúss­lands­for­seta. Rík­in lýsa yf­ir auknu sam­starfi og sam­stöðu, vináttu sem ekk­ert geti breytt.

Mest lesið undanfarið ár

  • Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
    1
    Rannsókn

    Jón Bald­vin við nem­anda: „Viltu hitta mig eft­ir næsta tíma“

    Fimmtán ára stúlka í Haga­skóla hélt dag­bók vor­ið 1970 þar sem hún lýs­ir kyn­ferð­is­leg­um sam­skipt­um við Jón Bald­vin Hanni­bals­son sem þá var 31 árs gam­all kenn­ari henn­ar. Í bréfi sem hann sendi stúlk­unni seg­ist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu henn­ar.
  • Fylgdi móður sinni í einkaflugvél
    2
    Eigin Konur#75

    Fylgdi móð­ur sinni í einka­flug­vél

    Ragn­heið­ur er að­eins 15 ára göm­ul en hún fór með mömmu sinni til Nor­egs með einka­flug­vél að sækja bræð­ur sína. Sam­fé­lags­miðl­ar gera börn­um kleift að tjá sig op­in­ber­lega og hef­ur Ragn­heið­ur ver­ið að segja sína sögu á miðl­in­um TikT­ok. Hún tal­ar op­in­skátt um mál­ið sitt eft­ir að barna­vernd og sál­fræð­ing­ur brugð­ust henni. Hvenær leyf­um við rödd barna að heyr­ast? Í þessu við­tali seg­ir Ragn­heið­ur stutt­lega frá því sem hún er nú þeg­ar að tala um á TikT­ok og hver henn­ar upp­lif­un á ferða­lag­inu til Nor­egs var.
  • Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
    3
    Viðtal

    Þar sem ósýni­lega fólk­ið býr í borg­inni

    „Þetta var ör­ugg­asti stað­ur­inn minn,“ seg­ir Alma Lind Smára­dótt­ir þeg­ar hún opn­ar inn í ruslageymslu í bíla­kjall­ara í Reykja­vík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvæld­ist um göt­ur bæj­ar­ins. Borg­in sést í öðru ljósi þeg­ar hún er séð með aug­um heim­il­is­lausra, ósýni­lega fólks­ins, þeirra sem flest­ir líta fram hjá eða hrekja burt. Ít­ar­legt og einlgæt við­tal við Ölmu Lind birt­ist í 162. tölu­blaði Stund­ar­inn­ar og má lesa í heild á slóð­inni: htt­ps://stund­in.is/grein/16051/
  • Fjölskyldan flakkaði milli hjólhýsa og hótela: Gagnrýnir að barnavernd skyldi ekki grípa fyrr inn í
    4
    Eigin Konur#82

    Fjöl­skyld­an flakk­aði milli hjól­hýsa og hót­ela: Gagn­rýn­ir að barna­vernd skyldi ekki grípa fyrr inn í

    „Ég byrj­aði alla morgna á að spyrja hvert ég ætti að koma eft­ir skóla, því mað­ur vissi aldrei hvar mað­ur myndi vera næstu nótt,“ seg­ir Guð­rún Dís sem er 19 ára. Í við­tali við Eig­in Kon­ur seg­ir hún frá upp­lif­un sinni af því að al­ast upp hjá móð­ur með áfeng­is­vanda. Hún seg­ir að líf­ið hafa breyst mjög til hins verra þeg­ar hún var 12 ára því þá hafi mamma henn­ar byrj­að að drekka. Þá hafi fjöl­skyld­an misst heim­il­ið og eft­ir það flakk­að milli hjól­hýsa og hót­ela. Guð­rún Dís vildi segja frá sinni hlið mála eft­ir að móð­ir henn­ar op­in­ber­aði sögu sína á YouTu­be. Guð­rún Dís hef­ur lok­að á öll sam­skipti við hana. Guð­rún seg­ir að þó mamma henn­ar glími við veik­indi eigi hún ekki að bera ábyrgð á henni. Hún gagn­rýn­ir starfs­fólk barna­vernd­ar fyr­ir að hafa ekki grip­ið inn í miklu fyrr. Ábyrgð­ar­mað­ur og rit­stjóri Eig­in kvenna er Edda Falak.
  • „Ég get ekki lifað við þessa lygi“
    5
    Viðtal

    „Ég get ekki lif­að við þessa lygi“

    Sig­ur­laug Hreins­dótt­ir seg­ir lög­regl­una hafa brugð­ist þeg­ar dótt­ir henn­ar hvarf fyr­ir fimm ár­um síð­an. Nefnd um eft­ir­lit með störf­um lög­reglu ger­ir fjöl­marg­ar at­huga­semd­ir við fram­göngu lög­reglu í mál­inu og bein­ir til­mæl­um um úr­bæt­ur til rík­is­lög­reglu­stjóra. „Ég biðst ein­lægr­ar af­sök­un­ar,“ skrif­ar Grím­ur Gríms­son, sem var hamp­að sem hetju og tók á móti við­ur­kenn­ingu sem mað­ur árs­ins. „Það var ótrú­lega sárt,“ seg­ir Sig­ur­laug. Sér hafi ver­ið fórn­að fyr­ir ímynd lög­regl­unn­ar.
  • „Hann hefur ekki beðist afsökunar“
    6
    Fréttir

    „Hann hef­ur ekki beðist af­sök­un­ar“

    Tón­list­ar­mað­ur­inn Auð­unn Lúth­ers­son, sem kall­ar sig Auð­ur, hef­ur við­ur­kennt að hafa far­ið „yf­ir mörk“ í sam­skipt­um við kon­ur. Kon­ur lýsa ágengni og meið­andi fram­komu sem hann hafi aldrei axl­að ábyrgð á.
  • Helga Sif og Gabríela Bryndís
    7
    Eigin Konur#80

    Helga Sif og Gabrí­ela Bryn­dís

    Helga Sif stíg­ur nú fram í við­tali við Eig­in kon­ur eft­ir að barns­fað­ir henn­ar birti gerð­ar­dóm í for­sjár­deilu þeirra og nafn­greindi hana og börn­in á Face­book. Helga Sif og börn­in hafa lýst and­legu og kyn­ferð­is­legu of­beldi föð­ur­ins og börn­in segj­ast hrædd við hann. Sál­fræð­ing­ar telja hann engu að síð­ur hæf­an fyr­ir dómi. Nú stend­ur til að færa 10 ára gam­alt lang­veikt barn þeirra til föð­ur­ins með lög­reglu­valdi. Gabrí­ela Bryn­dís er sál­fræð­ing­ur og einn af stofn­end­um Lífs án of­beld­is og hef­ur ver­ið Helgu til að­stoð­ar í mál­inu. Ábyrgð­ar­mað­ur og rit­stjóri Eig­in kvenna er Edda Falak.
  • Lifði af þrjú ár á götunni
    8
    Viðtal

    Lifði af þrjú ár á göt­unni

    Alma Lind Smára­dótt­ir end­aði á göt­unni eft­ir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvæld­ist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þeg­ar hún varð barns­haf­andi á ný mætti barna­vernd á fæð­ing­ar­deild­ina og fór fram á að hún myndi af­sala sér barn­inu.
  • „Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
    9
    Afhjúpun

    „Hann var ekki að kaupa að­gengi að mér þeg­ar hann lán­aði mér pen­ing“

    Katrín Lóa Kristrún­ar­dótt­ir þótt­ist hepp­in þeg­ar henni var tjáð af vinnu­veit­anda sín­um, Helga Vil­hjálms­syni í Góu, að hann gæti lán­að henni fyr­ir út­borg­un í íbúð. Hún hefði þó aldrei þeg­ið slíkt lán ef hún hefði vit­að hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýs­ir því að eft­ir lán­veit­ing­una hafi hún þurft að sitja und­ir kyn­ferð­is­legri áreitni Helga svo mán­uð­um skipti. Helgi bið­ur Katrínu Lóu af­sök­un­ar á fram­ferði sínu.
  • Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
    10
    Úttekt

    Mata-veld­ið: Skattaund­an­skot og sam­keppn­is­brot í skjóli rík­is­ins

    Mata-systkin­in og fyr­ir­tæki þeirra hafa ít­rek­að ver­ið gerð aft­ur­reka með við­skiptaflétt­ur sem fólu í sér að koma mörg hundruð millj­óna hagn­aði und­an skatti. Á sama tíma og fyr­ir­tæki fjöl­skyld­unn­ar byggja hagn­að sinn á sölu mat­væla und­ir toll­vernd, hafa þau greitt há­ar sekt­ir fyr­ir sam­keppn­is­brot og lagst í ómælda vinnu við að kom­ast und­an því að greiða skatta hér á landi, með við­skiptaflétt­um í gegn­um þekkt skatta­skjól.