Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Bréf til nauðgara

Fyr­ir hátt í 20 ár­um átti sér stað at­burð­ur á þjóð­há­tíð sem breytti öllu sem á eft­ir kom. En það var ekki fyrr en núna sem Bryn­hild­ur Yrsa Guð­munds­dótt­ir fékk loks kjarkinn til þess að gera þenn­an at­burð upp og senda bréf á þá sem hún tel­ur að hafi nauðg­að sér, kær­ast­ann sem hvarf í kjöl­far­ið og mann­inn sem sagði henni hvað gerð­ist í raun og veru. Við birt­um sam­skipti henn­ar við þessa menn, sem upp­lifðu at­burð­inn með öðr­um hætti.

Sjálf vissi hún ekki hvað gerðist, því hún var dregin áfengisdauð inn í tjald og rankaði við sér þar sem vinur hennar var að hafa kynmök við hana. Vinurinn var ekki bara hennar, heldur einnig kærastans og í sambandi við vinkonu hennar. Þegar hann hafði lokið sér af tók sá næsti við, en sá var í slagtogi við tvíburasystur hennar. Þeir skildu Brynhildi svo eftir í fangi þriðja mannsins, manns sem hún þekkti ekki en var úr sama bæjarfélagi hinir og hélt ofbeldinu áfram, án þess að hún gæti komið nokkrum vörnum við. Í svörum þeirra kemur fram að þeir upplifðu atvikið ekki sem nauðgun. 

Hafði hlakkað lengi til

Brynhildur ákvað að deila reynslu sinni í lokuðum hópi kvenna á Facebook, Beauty tips, þegar #þöggun #konurtala byltingin fór af stað. Viðbrögðin voru mikil og sterk. Léttirinn sem fylgdi í kjölfarið var svo mikill að hún ákvað að senda þeim sem áttu hlut að máli bréf sem hún hefur lengi gengið með í maganum. Hér á eftir birtum við brot úr bréfinu og svörin sem hún fékk: Fyrst tilgreindi hún dagsetningu og nákvæma tímasetningu og tók það fram að hún væri ekki í hefndarhug en henni þætti hún eiga inni afsökunarbeiðni. „Ég get ekki ætlast til þess og gæti mín að gera ekki ráð fyrir neinu. En mér finnst ég svo sannarlega eiga það skilið. Ég var búin að hlakka lengi til að fara á þessa þjóðhátíð, taldi dagana og var spenningurinn óbærilegur þegar kom að stóra deginum.“

Líkaminn sveik mig

Í bréfinu rakti hún svo sína hlið mála og segist hafa mætt mjög drukkin á svæðið, svo drukkin að hún gat ekki einu sinni tekið þátt í því að tjalda. Hún hefur það svo eftir vinkonu sinni og systur að hún hafi lagst í grasið og svo gott sem sofnað. Þaðan hafi henni verið dröslað inn í tjald þar sem hún dó áfengisdauða. Hópurinn hafi síðan ákveðið að skella sér að sviðinu, en tveir úr hópnum hafi skyndilega þurft að snúa við og ná í meira vín. Þeir hafi tekið fyrir það að stelpurnar kæmu með þeim, sagst vilja fara einir og vera fljótir. „Ég get ekki sagt hvernig þetta byrjaði en ég get sagt hvernig ég upplifði þetta,“ skrifaði Brynhildur og sagði að hún hefði rankað við sér við hristing og hamagang, að það væri einhver ofan á henni og inni í henni. Þegar hún sá hver það var hafi hún orðið ringluð og ekki vitað hvernig þetta gerðist. Hún hafi reynt að rifja upp hvernig hún hefði endað með honum inni í tjaldi, fyrst hún átti kærasta og skildi ekkert. „Ég var svo ölvuð að ég gat lítið sagt eða gert, ég fraus algjörlega. Inni í mér öskraði ég á hann að stoppa en það kom ekkert út úr mér. Þegar hann var loksins búinn að ljúka sér af fór hann ofan af mér og þá kom annar skyndilega ofan á mig og tróð honum inn. Þarna var mér ljóst að það var eitthvað í gangi sem ég hafði engan áhuga á og efaðist strax um að hafa samþykkt þetta. Ég man að 

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kynbundið ofbeldi

Þórhildur Sunna: „Í hvaða veruleika búa þau eiginlega?“
Fréttir

Þór­hild­ur Sunna: „Í hvaða veru­leika búa þau eig­in­lega?“

Lög­regla taldi ekki til­efni til að hefja rann­sókn á meintri nauðg­un þeg­ar mað­ur sagð­ist hafa sett lim í enda­þarm sof­andi 17 ára stúlku sem vildi ekki enda­þarms­mök. Þing­kona Pírata og formað­ur Laga- og mann­rétt­inda­nefnd­ar Evr­ópu­ráðs­þings­ins seg­ir að af­staða ákæru­valds­ins og mál­ið allt valdi henni veru­leg­um áhyggj­um af stöðu kyn­ferð­is­brota­mála í ís­lensku rétt­ar­vörslu­kerfi.
Hafði „enda­þarms­mök“ við sofandi stúlku – Ekki nauðgun, segir lögregla
Fréttir

Hafði „enda­þarms­mök“ við sof­andi stúlku – Ekki nauðg­un, seg­ir lög­regla

Lög­regla og rík­is­sak­sókn­ari töldu ekki til­efni til að rann­saka hvort nauðg­un hefði átt sér stað þeg­ar mað­ur þröngv­aði lim sín­um í enda­þarm 17 ára stúlku með­an hún svaf. Mað­ur­inn, fað­ir­inn í Hafn­ar­fjarð­ar­mál­inu svo­kall­aða, við­ur­kenndi verkn­að­inn í yf­ir­heyrslu vegna ann­ars máls og sagð­ist hafa vit­að að stúlk­an væri mót­fall­in enda­þarms­mök­um.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár