Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Auglýsing Joe & the Juice tekin úr umferð á Keflavíkurflugvelli

„Framund­an: 40 kíló­metr­ar af engu nema hrauni og mosa. Það er eins gott að þú fyll­ir á,“ stóð í aug­lýs­ingu veit­inga­stað­ar­ins sem birt var á aug­lýs­inga­skjám í komu­sal flug­vall­ar­ins. Fjöl­marg­ir gagn­rýndu aug­lýs­ing­una, með­al þeirra var bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Auglýsing Joe & the Juice tekin úr umferð á Keflavíkurflugvelli
40 kílómetrar af engu nema hrauni og mosa Auglýsingin var tekin úr birtingu í kvöld.

Ekki voru allir sáttir við auglýsingu veitingastaðarins Joe & the Juice sem birtist á sérstökum auglýsingatölvuskjá í komusal Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar um helgina. Þar auglýsti veitingastaðurinn að ekkert væri framundan fyrir ferðamenn nema 40 kílómetrar af hrauni og mosa.

„Við hljótum að gera athugasemdir við þetta strax á morgun

Meðal þeirra sem gagnrýndu auglýsinguna var bæjarstjóri Reykjanesbæjar, Kjartan Már Kjartansson, en hann sagði í kvöld á samfélagsmiðlum að bæjarfélagið myndi gera athugasemdir við hana.

„Við hljótum að gera athugasemdir við þetta strax á morgun,“ sagði bæjarstjóri Reykjanesbæjar, Kjartan Már Kjartansson, í dag.

Reiði á samfélagsmiðlum

Upplýsingafulltrúi ISAVIA
Upplýsingafulltrúi ISAVIA Guðni Sigurðsson segir að auglýsingin hafi verið tekin úr birtingu í kvöld.

Í auglýsingunni stóð orðrétt: „Welcome! Ahead: 40 KM of nothing but lava and moss. You better stock up.“ Það þýðir einfaldlega á íslensku að ekkert sé framundan fyrir ferðamenn nema hraun og mosi þar til komið er til Reykjavíkur.

Líkt og gefur að skilja þótti þjónustufyrirtækjum á svæðinu á sig hallað og braust út reiði í hópum á Facebook, meðal annars í hópi íbúa í Reykjanesbæ.

Svo virðist sem að þessar gagnrýnisraddir hafi heyrst í flugstöðinni því samkvæmt heimildum Stundarinnar var ákveðið að taka auglýsinguna úr birtingu í dag.

Auðsótt að taka úr birtingu strax

Haft var samband við Guðna Sigurðsson, upplýsingafulltrúa ISAVIA, en hann sagði ekki um auglýsingaskilti að ræða heldur auglýsingu á skjá í komusal og því hafi verið hægt að taka hana úr birtingu með skömmum fyrirvara.

„Eftir að gagnrýni á auglýsinguna kom upp var það sameiginleg ákvörðun rekstraraðila Joe & the Juice og Isavia að best væri að skipta auglýsingunni út. Þar sem þetta var rafræn auglýsing í skjá var auðsótt mál að taka auglýsinguna úr birtingu strax.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
5
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár