Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Auglýsing Joe & the Juice tekin úr umferð á Keflavíkurflugvelli

„Framund­an: 40 kíló­metr­ar af engu nema hrauni og mosa. Það er eins gott að þú fyll­ir á,“ stóð í aug­lýs­ingu veit­inga­stað­ar­ins sem birt var á aug­lýs­inga­skjám í komu­sal flug­vall­ar­ins. Fjöl­marg­ir gagn­rýndu aug­lýs­ing­una, með­al þeirra var bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Auglýsing Joe & the Juice tekin úr umferð á Keflavíkurflugvelli
40 kílómetrar af engu nema hrauni og mosa Auglýsingin var tekin úr birtingu í kvöld.

Ekki voru allir sáttir við auglýsingu veitingastaðarins Joe & the Juice sem birtist á sérstökum auglýsingatölvuskjá í komusal Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar um helgina. Þar auglýsti veitingastaðurinn að ekkert væri framundan fyrir ferðamenn nema 40 kílómetrar af hrauni og mosa.

„Við hljótum að gera athugasemdir við þetta strax á morgun

Meðal þeirra sem gagnrýndu auglýsinguna var bæjarstjóri Reykjanesbæjar, Kjartan Már Kjartansson, en hann sagði í kvöld á samfélagsmiðlum að bæjarfélagið myndi gera athugasemdir við hana.

„Við hljótum að gera athugasemdir við þetta strax á morgun,“ sagði bæjarstjóri Reykjanesbæjar, Kjartan Már Kjartansson, í dag.

Reiði á samfélagsmiðlum

Upplýsingafulltrúi ISAVIA
Upplýsingafulltrúi ISAVIA Guðni Sigurðsson segir að auglýsingin hafi verið tekin úr birtingu í kvöld.

Í auglýsingunni stóð orðrétt: „Welcome! Ahead: 40 KM of nothing but lava and moss. You better stock up.“ Það þýðir einfaldlega á íslensku að ekkert sé framundan fyrir ferðamenn nema hraun og mosi þar til komið er til Reykjavíkur.

Líkt og gefur að skilja þótti þjónustufyrirtækjum á svæðinu á sig hallað og braust út reiði í hópum á Facebook, meðal annars í hópi íbúa í Reykjanesbæ.

Svo virðist sem að þessar gagnrýnisraddir hafi heyrst í flugstöðinni því samkvæmt heimildum Stundarinnar var ákveðið að taka auglýsinguna úr birtingu í dag.

Auðsótt að taka úr birtingu strax

Haft var samband við Guðna Sigurðsson, upplýsingafulltrúa ISAVIA, en hann sagði ekki um auglýsingaskilti að ræða heldur auglýsingu á skjá í komusal og því hafi verið hægt að taka hana úr birtingu með skömmum fyrirvara.

„Eftir að gagnrýni á auglýsinguna kom upp var það sameiginleg ákvörðun rekstraraðila Joe & the Juice og Isavia að best væri að skipta auglýsingunni út. Þar sem þetta var rafræn auglýsing í skjá var auðsótt mál að taka auglýsinguna úr birtingu strax.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Indriði Þorláksson
3
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
1
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár