Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Auglýsing Joe & the Juice tekin úr umferð á Keflavíkurflugvelli

„Framund­an: 40 kíló­metr­ar af engu nema hrauni og mosa. Það er eins gott að þú fyll­ir á,“ stóð í aug­lýs­ingu veit­inga­stað­ar­ins sem birt var á aug­lýs­inga­skjám í komu­sal flug­vall­ar­ins. Fjöl­marg­ir gagn­rýndu aug­lýs­ing­una, með­al þeirra var bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Auglýsing Joe & the Juice tekin úr umferð á Keflavíkurflugvelli
40 kílómetrar af engu nema hrauni og mosa Auglýsingin var tekin úr birtingu í kvöld.

Ekki voru allir sáttir við auglýsingu veitingastaðarins Joe & the Juice sem birtist á sérstökum auglýsingatölvuskjá í komusal Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar um helgina. Þar auglýsti veitingastaðurinn að ekkert væri framundan fyrir ferðamenn nema 40 kílómetrar af hrauni og mosa.

„Við hljótum að gera athugasemdir við þetta strax á morgun

Meðal þeirra sem gagnrýndu auglýsinguna var bæjarstjóri Reykjanesbæjar, Kjartan Már Kjartansson, en hann sagði í kvöld á samfélagsmiðlum að bæjarfélagið myndi gera athugasemdir við hana.

„Við hljótum að gera athugasemdir við þetta strax á morgun,“ sagði bæjarstjóri Reykjanesbæjar, Kjartan Már Kjartansson, í dag.

Reiði á samfélagsmiðlum

Upplýsingafulltrúi ISAVIA
Upplýsingafulltrúi ISAVIA Guðni Sigurðsson segir að auglýsingin hafi verið tekin úr birtingu í kvöld.

Í auglýsingunni stóð orðrétt: „Welcome! Ahead: 40 KM of nothing but lava and moss. You better stock up.“ Það þýðir einfaldlega á íslensku að ekkert sé framundan fyrir ferðamenn nema hraun og mosi þar til komið er til Reykjavíkur.

Líkt og gefur að skilja þótti þjónustufyrirtækjum á svæðinu á sig hallað og braust út reiði í hópum á Facebook, meðal annars í hópi íbúa í Reykjanesbæ.

Svo virðist sem að þessar gagnrýnisraddir hafi heyrst í flugstöðinni því samkvæmt heimildum Stundarinnar var ákveðið að taka auglýsinguna úr birtingu í dag.

Auðsótt að taka úr birtingu strax

Haft var samband við Guðna Sigurðsson, upplýsingafulltrúa ISAVIA, en hann sagði ekki um auglýsingaskilti að ræða heldur auglýsingu á skjá í komusal og því hafi verið hægt að taka hana úr birtingu með skömmum fyrirvara.

„Eftir að gagnrýni á auglýsinguna kom upp var það sameiginleg ákvörðun rekstraraðila Joe & the Juice og Isavia að best væri að skipta auglýsingunni út. Þar sem þetta var rafræn auglýsing í skjá var auðsótt mál að taka auglýsinguna úr birtingu strax.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
2
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
3
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár