Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Auglýsing Joe & the Juice tekin úr umferð á Keflavíkurflugvelli

„Framund­an: 40 kíló­metr­ar af engu nema hrauni og mosa. Það er eins gott að þú fyll­ir á,“ stóð í aug­lýs­ingu veit­inga­stað­ar­ins sem birt var á aug­lýs­inga­skjám í komu­sal flug­vall­ar­ins. Fjöl­marg­ir gagn­rýndu aug­lýs­ing­una, með­al þeirra var bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Auglýsing Joe & the Juice tekin úr umferð á Keflavíkurflugvelli
40 kílómetrar af engu nema hrauni og mosa Auglýsingin var tekin úr birtingu í kvöld.

Ekki voru allir sáttir við auglýsingu veitingastaðarins Joe & the Juice sem birtist á sérstökum auglýsingatölvuskjá í komusal Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar um helgina. Þar auglýsti veitingastaðurinn að ekkert væri framundan fyrir ferðamenn nema 40 kílómetrar af hrauni og mosa.

„Við hljótum að gera athugasemdir við þetta strax á morgun

Meðal þeirra sem gagnrýndu auglýsinguna var bæjarstjóri Reykjanesbæjar, Kjartan Már Kjartansson, en hann sagði í kvöld á samfélagsmiðlum að bæjarfélagið myndi gera athugasemdir við hana.

„Við hljótum að gera athugasemdir við þetta strax á morgun,“ sagði bæjarstjóri Reykjanesbæjar, Kjartan Már Kjartansson, í dag.

Reiði á samfélagsmiðlum

Upplýsingafulltrúi ISAVIA
Upplýsingafulltrúi ISAVIA Guðni Sigurðsson segir að auglýsingin hafi verið tekin úr birtingu í kvöld.

Í auglýsingunni stóð orðrétt: „Welcome! Ahead: 40 KM of nothing but lava and moss. You better stock up.“ Það þýðir einfaldlega á íslensku að ekkert sé framundan fyrir ferðamenn nema hraun og mosi þar til komið er til Reykjavíkur.

Líkt og gefur að skilja þótti þjónustufyrirtækjum á svæðinu á sig hallað og braust út reiði í hópum á Facebook, meðal annars í hópi íbúa í Reykjanesbæ.

Svo virðist sem að þessar gagnrýnisraddir hafi heyrst í flugstöðinni því samkvæmt heimildum Stundarinnar var ákveðið að taka auglýsinguna úr birtingu í dag.

Auðsótt að taka úr birtingu strax

Haft var samband við Guðna Sigurðsson, upplýsingafulltrúa ISAVIA, en hann sagði ekki um auglýsingaskilti að ræða heldur auglýsingu á skjá í komusal og því hafi verið hægt að taka hana úr birtingu með skömmum fyrirvara.

„Eftir að gagnrýni á auglýsinguna kom upp var það sameiginleg ákvörðun rekstraraðila Joe & the Juice og Isavia að best væri að skipta auglýsingunni út. Þar sem þetta var rafræn auglýsing í skjá var auðsótt mál að taka auglýsinguna úr birtingu strax.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
4
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár