Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Akstur ráðherrabíls á Þingvöllum vakti athygli gesta

Reynt er að tak­marka akst­ur á stígn­um en und­an­tekn­ing­ar eru gerð­ar.

Akstur ráðherrabíls á Þingvöllum vakti athygli gesta

Ekki er alfarið óheimilt að aka að Þingvallakirkju, þótt beðist sé undan því, samkvæmt svörum frá fræðslufulltrúa Þjóðgarðsins á Þingvöllum. Tveir menn og dóttir annars þeirra þurftu að stíga til hliðar af stíg sem liggur að Þingvallakirkju svo Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og eiginkona hans kæmust fram hjá á Landcruiser-jeppa forsætisráðherra. Skammt frá er að finna skilti þar sem beðist er undan því að ekið sé niður að kirkjunni. 

„Gaman að sjá hvað forsætisráðherra Íslands var jákvæður áðan, að láta konu sína keyra um á göngustígum þjóðgarðsins á Þingvöllum í dag, þannig að við þurftum að stíga til hliðar svo þau kæmust fram hjá,“ skrifaði annar viðmælenda Stundarinnar á Facebook þann 3. janúar síðastliðinn. Hinn viðmælandinn staðfestir frásögnina og segir að skömmu áður hafi þau orðið vitni að því þegar ferðamönnum á bíl var vísað af stígnum.

Uppfært 8. janúar kl. 13:15: Bent hefur verið á að vegurinn sem hér er fjallað um liggur einnig að bústað forsætisráðherra sem er við hliðina á Þingvallakirkju. Björn Ingi Hrafnsson, útgefandi Vefpressunnar og fyrrverandi starfsmaður forsætisráðuneytisins, vekur athygli á þessu á Facebook. „Þennan veg hafa forsætisráðherrar því notað undanfarna áratugi til að komast til og frá bústaðnum,“ skrifar hann.​

Að sögn Einars Á. E. Sæmundsen, fræðslufulltrúa Þjóðgarðsins á Þingvöllum, hefur verið reynt að takmarka umferð að kirkjunni og Þingvallabæ til að bæta ásýnd staðarins. „Það eru bara þeir sem eiga erindi að Þingvallabæ og Þingvallakirkju og starfsfólk í sínum erindum sem keyrir þarna niður eftir,“ segir hann og bætir því við að skiltið hafi verið sett upp til að minnka sjónræn áhrif af bílum. Engu að síður séu ýmsar undantekningar gerðar, svo sem fyrir þá sem eiga sérstakt erindi í kirkjuna og vegna opinberra heimsókna.

 Í samtali við Stundina segist Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs, ekki vita hvort Sigmundur hafi skroppið á Þingvelli þessa helgi. Skemmst er að minnast þess að síðasta sumar gekk mynd á Facebook af Sigmundi, þar sem hann sat í Land Cruiser-jeppanum sem lagt hafði verið í tvö bílastæði.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
5
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár