Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Akstur ráðherrabíls á Þingvöllum vakti athygli gesta

Reynt er að tak­marka akst­ur á stígn­um en und­an­tekn­ing­ar eru gerð­ar.

Akstur ráðherrabíls á Þingvöllum vakti athygli gesta

Ekki er alfarið óheimilt að aka að Þingvallakirkju, þótt beðist sé undan því, samkvæmt svörum frá fræðslufulltrúa Þjóðgarðsins á Þingvöllum. Tveir menn og dóttir annars þeirra þurftu að stíga til hliðar af stíg sem liggur að Þingvallakirkju svo Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og eiginkona hans kæmust fram hjá á Landcruiser-jeppa forsætisráðherra. Skammt frá er að finna skilti þar sem beðist er undan því að ekið sé niður að kirkjunni. 

„Gaman að sjá hvað forsætisráðherra Íslands var jákvæður áðan, að láta konu sína keyra um á göngustígum þjóðgarðsins á Þingvöllum í dag, þannig að við þurftum að stíga til hliðar svo þau kæmust fram hjá,“ skrifaði annar viðmælenda Stundarinnar á Facebook þann 3. janúar síðastliðinn. Hinn viðmælandinn staðfestir frásögnina og segir að skömmu áður hafi þau orðið vitni að því þegar ferðamönnum á bíl var vísað af stígnum.

Uppfært 8. janúar kl. 13:15: Bent hefur verið á að vegurinn sem hér er fjallað um liggur einnig að bústað forsætisráðherra sem er við hliðina á Þingvallakirkju. Björn Ingi Hrafnsson, útgefandi Vefpressunnar og fyrrverandi starfsmaður forsætisráðuneytisins, vekur athygli á þessu á Facebook. „Þennan veg hafa forsætisráðherrar því notað undanfarna áratugi til að komast til og frá bústaðnum,“ skrifar hann.​

Að sögn Einars Á. E. Sæmundsen, fræðslufulltrúa Þjóðgarðsins á Þingvöllum, hefur verið reynt að takmarka umferð að kirkjunni og Þingvallabæ til að bæta ásýnd staðarins. „Það eru bara þeir sem eiga erindi að Þingvallabæ og Þingvallakirkju og starfsfólk í sínum erindum sem keyrir þarna niður eftir,“ segir hann og bætir því við að skiltið hafi verið sett upp til að minnka sjónræn áhrif af bílum. Engu að síður séu ýmsar undantekningar gerðar, svo sem fyrir þá sem eiga sérstakt erindi í kirkjuna og vegna opinberra heimsókna.

 Í samtali við Stundina segist Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs, ekki vita hvort Sigmundur hafi skroppið á Þingvelli þessa helgi. Skemmst er að minnast þess að síðasta sumar gekk mynd á Facebook af Sigmundi, þar sem hann sat í Land Cruiser-jeppanum sem lagt hafði verið í tvö bílastæði.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Lofar stöðugleika til að ná niður 125 milljarða vaxtabyrði
5
Fréttir

Lof­ar stöð­ug­leika til að ná nið­ur 125 millj­arða vaxta­byrði

Rík­is­stjórn­in ætl­ar að ná halla­laus­um rekstri strax ár­ið 2027 en halli næsta árs verð­ur 15 millj­arð­ar, sam­kvæmt nýkynntu fjár­laga­frum­varpi. Það er um 11 millj­örð­um minni halli en gert hafði ver­ið ráð fyr­ir. Vaxta­gjöld rík­is­sjóðs nema nú 125 millj­örð­um króna á ári, sem jafn­gild­ir um 314 þús­und krón­um á hvern íbúa – hærri fjár­hæð en rekst­ur allra fram­halds­skóla og há­skóla lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár