Þessi færsla er meira en 2 ára gömul.

Þríeykið er á réttri leið

Í gær gerðist það að Bandaríkin urðu þungamiðja covid-19 veirufaraldursins í þeim skilningi að þar eru nú flest skráð smit, fleiri en í Kína þar sem faraldurinn hófst og hefur að því er virðist verið stöðvaður að mestu sé kínversku tölunum treystandi. Bandarísku smitin eru einnig orðin fleiri en á Ítalíu þar sem hægt hefur á faraldrinum þótt hann sé þó enn í örum vexti.

Alvarlegast er ástandið nú í New York, höfuðborg heimsins. Margt bendir til að næstu daga muni skráðum smitum þar og annars staðar um Bandaríkin fjölga hratt. Það spillir horfunum að bandarísk sjúkrahús skortir búnað – grímur, pinna og öndunarvélar – til að sinna ört vaxandi innlögnum sjúklinga enda þótt heilbrigðisútgjöld séu tvisvar sinnum hærra hlutfall af landsframleiðslu í Bandaríkjunum en í Kanada og víðast hvar í Evrópu. Bandarískar fylkisstjórnir segjast margar ekki fá nægan stuðning alríkisstjórnarinnar. Trump forseti gerir illt verra með ógætilegu tali og með því jafnvel að segjast stefna að því að troðfylla kirkjur landsins um páskana þótt vitað sé að faraldurinn verður þá enn í örum vexti þar vestra.

Mikið vantar á samstarf yfirvalda innan Bandaríkjanna og einnig milli landa, að ekki sé talað um fátæk lönd í Afríku og víðar sem hafa enga burði til að sigrast á farsótt eins og þessari á eigin spýtur. Það liggur í hlutarins eðli að okkar heimshluti sleppur ekki úr hættu fyrr en heimsbyggðin öll er sloppin eins og Abiy Ahmed, forsætisráðherra Eþíópíu og friðarverðlauna hafi Nóbels 2019, lýsti nýlega í blaðagrein.

Þaulreynd faraldursfræðilíkön lækna og stærðfræðinga liggja að baki spádómum þeirra um líklega ferla faraldursins. Þessi líkön eru náskyld og nauðalík ýmsum líkönum sem hagfræðingar nota til að skoða t.d. sambandið milli hallarekstrar í millilandaviðskiptum og ferils erlendra skulda. Þessi líkön eiga m.a. það sammerkt að þau tilgreina stika sem hægt er að stilla af til að flytja ferlana til. Hagfræðilíkönin sýna hvernig hægt er að hægja á skuldasöfnun fram í tímann með því að draga úr hallarekstri. Faraldursfræðilíkönin sýna hvernig hægt er að draga úr vexti og fjölda smita með því m.a. að halda fólki í hæfilegri fjarlægð frá öðru fólki og að því marki eru ýmsar leiðir færar. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin og sóttvarnayfirvöld í hverju landi gerþekkja vandann og eru víðast hvar í viðbragsstöðu. Það vekur traust að þríeykið góða sem ríkisstjórnin hefur falið forustu um viðnám gegn veirufaraldrinum hagar fumlausum málflutningi sínum í einu og öllu í samræmi við viðtekna vísindaþekkingu. Allur boðskapur þremenninganna hefur hingað til staðið eins og stafur á bók. Félagar mínir í Háskóla Íslands, læknar og tölfræðingar, eiga einnig þakkir skildar fyrir sitt framlag til kortlagningar vandans.

Morgunblaðið birti í gær fróðlega og grafalvarlega grein um veirufaraldurinn eftir þríeykið Þórólf Guðnason sóttvarnalækni, Ölmu D. Möller landlækni og Víði Reynisson yfirlögregluþjón ásamt Haraldi Briem fv. sóttvarnalækni. Við hlið greinarinnar birtist leiðari blaðsins um sama mál og segir þar m.a.: „Hitt getur verið rétt að það verði ekki miklu fleiri en þetta færðir til bókar eftir að hafa lent í því úrtaki sem talið er verðskulda pinna ofan í kok og upp í nös. Þeir pinnar eru um þessar mundir álíka eftirsóttir og vitlaust yfirstimpluð frímerki voru í búðinni hjá Kidda á Frakkastíg forðum.“ Það er því ekki bara Trump Bandaríkjaforseti sem flækist fyrir slökkvistörfum þessa dagana.

Fleiri smit eru nú skráð á Íslandi miðað við mannfjölda en nokkurs annars staðar nema í örríkjunum San Marínó, Andorra, Færeyjum og Vatíkaninu. Það virðist stafa af því að hér hafa fleiri verið prófaðir en í fjölmennari ríkjum. Framlag Íslenskrar erfðagreiningar til prófa er lofs- og þakkarvert dæmi um árangursríkt samstarf einkaframtaks og yfirvalda. Sú staðreynd að um helmingur nýrra smita greinist í fólki í lögskipaðri sóttkví virðist vitna um að ráðstafanir stjórnvalda til að hamla útbreiðslu faraldursins beri árangur. Við bætist sjálfskipuð sóttkví mikils fjölda fólks sem ráða má af því að jafnvel göturnar í hjarta Reykjavíkur er auðar að heita má dag eftir dag þótt sumar búðir séu opnar og útgöngubann sé ekki í gildi eins og sums staðar annars staðar í Evrópu og víðar.

Aldrei stóðum við frammi fyrir því að síðasti þorskurinn gæti horfið af Íslandsmiðum, ekki nema af völdum kjarnorkuslyss í Norðurhöfum eða einhverra viðmóta vofeiflegra atburða. En nú má heita að síðasti ferðamaðurinn hafi kvatt Ísland í bili. Gjaldeyristekjur landsmanna munu því skreppa saman í skyndingu. Ólíklegt virðist að ferðaútvegurinn muni aftur í bráð ná fyrri styrk þegar fárinu slotar. Að öðru leyti en því er undirstaða efnahagslífsins að mestu óbreytt, mannauðurinn sem mestu skiptir og allt það. Stjórnvöld hér virðast líta vandann svipuðum augum og stjórnvöld annars staðar um Evrópu. Því virðist mér líklegast að ferill efnahagslífsins næstu misseri verði V-laga frekar en U-laga, þ.e. að endurbatinn verði skjótur frekar en hægur, með þeim fyrirvara þó að ýmislegt óhóf síðustu missera sem hefur um sumt minnt á 2007 mun varla eiga afturkvæmt. Þessi tilfinning rímar við málflutning hagfræðinga úti í heimi. Richard Baldwin, prófessor í Genf, hefur við annan mann gefið út tvær bækur um málið í þessum mánuði þar sem margir málsmetandi hagfræðingar leggja á ráðin um viðbrögð stjórnvalda við efnahagsafleiðingum faraldursins. Boðskapur þeirra er: Nú þarf skjótar hendur, við þurfum að kveða veiruna niður hvað sem það kostar.

Ég er sama sinnis og segi: Þríeykið hér heima er á réttri leið.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Stefán Snævarr
1
Blogg

Stefán Snævarr

FÆЭING ÞJÓЭAR. And­óf gegn rúss­neskri menn­ing­ar­heimsvalda­stefnu

Heim­spek­ing­ur­inn Heg­el mun segja ein­hvers stað­ar að mæli­kvarði á það hvort  hóp­ur manna telj­ist þjóð sé hvort hann er til­bú­inn til að verja lönd sín vopn­um. Vilji Úkraínu­manna til að verja sig gegn inn­rás Rússa sýn­ir alla vega að þeir líta á sig sér­staka þjóð, gagn­stætt því sem Pútín harð­ráði held­ur. Skoð­anakann­an­ir, sem gerð­ar hafa ver­ið eft­ir her­nám Krímskaga 2014,...
Stefán Snævarr
2
Blogg

Stefán Snævarr

Skópu Gyð­ing­ar nú­tím­ann?

Fræg er sú kenn­ing Max We­bers að kapí­tal­ism­inn hafi orð­ið til sem óætl­uð af­leið­ing af mót­mæl­enda­trú. Ann­ar þýsk­ur fræði­mað­ur, Werner Sombart,  skrif­aði mik­inn doðrant um Gyð­inga og efna­hags­líf­ið, Die Ju­den und das Wirtschafts­le­ben. Gyð­ing­arn­ir skópu nú­tíma kapí­tal­isma, stað­hæfði hann og  var þó ekki Gyð­ing­ur (frem­ur hið gagn­stæða, hann sner­ist á sveif með Hitler 1933). Hann benti á að Gyð­ing­ar hefði...
Lífsgildin
3
Blogg

Lífsgildin

Barna­mála­ráð­herra vs. dóms­mála­ráð­herra

For­varn­ir styðj­ast við lög og reglu­gerð­ir um hvað er leyfi­legt og bann­að og hvar mörk­in liggja. Til­slök­un á regl­um sem tengj­ast alkó­hóli geta þurrk­að út ár­ang­ur sem hef­ur feng­ist með for­vör­un. Nefna má að í könn­un ár­ið 1995 kom fram að 80% tí­undu bekk­inga höfðu smakk­að áfengi. Ný könn­un sýn­ir að 30% tí­undu bekk­inga hafa smakk­að áfengi. Þessi ár­ang­ur get­ur...
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
4
Blogg

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Úkraína og bar­áttu­vilji Vest­ur­veld­anna

Á tím­um þess sem kall­að­ist ,,Kalda stríð­ið" og stóð frá ár­un­um 1945-1991 um það bil, voru háð nokk­ur stríð þar sem risa­veld­in, Banda­rík­in og Sov­ét­rík­in (1922-1991) háðu grimmi­lega bar­áttu um for­ræð­ið í heim­in­um. Skyldi heim­ur­inn vera kapí­talísk­ur með ,,Kan­ann" sem leið­toga eða komm­ún­ísk­ur und­ir stjórn Rússa/Sov­ét­ríkj­anna? Eitt þess­ara stríða var Víet­nam-stríð­ið en um þess­ar mund­ir eru ein­mitt lið­in um 55...

Nýtt efni

Svo þungbært að flýja heimalandið að hún fékk hjartaáfall
ViðtalÚkraínustríðið

Svo þung­bært að flýja heima­land­ið að hún fékk hjarta­áfall

„Hjart­að í mér sprakk,“ út­skýr­ir Tetiana Rukh hversu sárt það var að flýja heima­land­ið og allt sem þau hjón­in höfðu var­ið æv­inni í að byggja þar upp. Eig­in­mað­ur­inn, Oleks­andr Rukh, var með í för en hann var þá að hefja end­ur­hæf­ingu eft­ir heila­blóð­fall. Dótt­ir þeirra lagði hart að þeim að fara og var með í för, ásamt barna­barni þeirra.
Orkuráðuneytið og grænþvottahúsið
Kristín Helga Gunnarsdóttir
Pistill

Kristín Helga Gunnarsdóttir

Orku­ráðu­neyt­ið og græn­þvotta­hús­ið

Ef ekki væri svona mik­ill handa­gang­ur í græn­þvotta­hús­inu þá væri hér í gangi neyðaráætl­un vegna ham­fara­hlýn­un­ar og fyr­ir nátt­úru­vernd.
Beast
Bíó Tvíó#223

Be­ast

Baltas­ar Fe­brú­ar hefst með því að Andrea og Stein­dór fjalla um kvik­mynd Baltas­ar Kor­máks frá 2022, Be­ast.
Enn um myglu og raka í húsum
Guðmundur Guðmundsson
Aðsent

Guðmundur Guðmundsson

Enn um myglu og raka í hús­um

Fyrr­ver­andi tækni­leg­ur fram­kvæmda­stjóri Sements­verk­smiðju rík­is­ins seg­ir að til þess að kom­ast hjá myglu­mynd­un þurfi að­eins að gera hús leka­laus.
Aldrei meira um kynbundið ofbeldi
Fréttir

Aldrei meira um kyn­bund­ið of­beldi

Að með­al­tali var til­kynnt um sjö heim­il­isof­beld­is­mál eða ágrein­ing dag hvern á síð­asta ári. Að­eins einu sinni hef­ur ver­ið til­kynnt um fleiri nauðg­an­ir síð­asta ára­tug­inn en á síð­asta ári.
Frá Berlín til Íslands – Útvíkkun á formi, afbygging og póstdramatík
Menning

Frá Berlín til Ís­lands – Út­víkk­un á formi, af­bygg­ing og póst­drama­tík

Bára Huld Beck spjall­aði við ís­lenskt leik­hús­fólk sem hef­ur starf­að á leik­hús­sen­unni í Berlín og flutt stefn­ur og strauma á milli Berlín­ar og Reykja­vík­ur – já, Ís­lands – og end­ur­nýj­að um margt hug­mynd­ir land­ans um leik­hús.
Saga Olgu: „Mér líður eins og svikara“
VettvangurLeigufélagið Alma

Saga Olgu: „Mér líð­ur eins og svik­ara“

Úkraínsk­ir flótta­menn í hótel­íbúð­um Ölmu við Lind­ar­götu þurfa að flytja út úr þeim í mars. Samn­ing­ur­inn sem gerð­ur var við Ölmu er einn versti og óhag­stæð­asti leigu­samn­ing­ur sem ís­lenska rík­ið hef­ur gert. Í hús­inu búa úkraínsk­ir flótta­menn sem hafa lent sér­stak­lega illa í stríð­inu í Úkraínu. Með­al þeirra eru Olga, sem gat ekki ver­ið við­stödd jarð­ar­för for­eldra sinna vegna flótt­ans og Di­ma, en fjöl­skylda hans hef­ur þrisvar sinn­um þurft að flýja stríðs­átök Rússa.
Maðurinn með ennisbandið
Fréttir

Mað­ur­inn með enn­is­band­ið

Hann er dansk­ur, síð­hærð­ur og ætíð með enn­is­band í vinn­unni. Hann hef­ur þrisvar ver­ið kjör­inn besti hand­knatt­leiks­mað­ur í heimi og aukakast sem hann tók á Ólymp­íu­leik­un­um 2008 er skráð í sögu­bæk­ur hand­bolt­ans. Hann heit­ir Mikk­el Han­sen og er frá Hels­ingja­eyri.
Hver var Makbeð?
Flækjusagan

Hver var Mak­beð?

Í Borg­ar­leik­hús­inu er nú ver­ið að sýna harm­leik Shakespeares um Mak­beð Skotakóng og hina ónefndu lafði hans. Leik­stjóri sýn­ing­ar­inn­ar er einn efni­leg­asti leik­stjóri Evr­ópu um þess­ar mund­ir, Uršulė Bartoševičiūtė frá Litáen. Leik­stjór­ar nú­tím­ans fara vit­an­lega sín­um eig­in hönd­um um efni­við Shakespeares en hvernig fór hann sjálf­ur með sinn efni­við, sög­una um hinn raun­veru­lega Mac Bet­had mac Findlaích sem vissu­lega var kon­ung­ur í Skotlandi?
Heilræði ömmu
Ragna Árnadóttir
PistillÞað sem ég hef lært

Ragna Árnadóttir

Heil­ræði ömmu

Það er ekki alltaf ein­falt að fylgja heil­ræði ömmu, en það hjálp­ar.
Biðin eftir aðgerð
Fólkið í borginni

Bið­in eft­ir að­gerð

„Ég get eig­in­lega ekki orð­ið labb­að nokk­urn skap­að­an hlut. Ég reyni, en fer á hörk­unni, stund­um á hækj­um,“ seg­ir Guð­munda Sæv­ars­dótt­ir um bið­ina eft­ir mjaðma­að­gerð.
Listin að vera listamaður
Auður Jónsdóttir
Pistill

Auður Jónsdóttir

List­in að vera lista­mað­ur

Auð­ur Jóns­dótt­ir skrif­ar um list­ina að vera lista­mað­ur. Og hark­ið. Sem þarf að kunna að dansa í.