Þessi færsla er meira en 2 ára gömul.

Þríeykið er á réttri leið

Í gær gerðist það að Bandaríkin urðu þungamiðja covid-19 veirufaraldursins í þeim skilningi að þar eru nú flest skráð smit, fleiri en í Kína þar sem faraldurinn hófst og hefur að því er virðist verið stöðvaður að mestu sé kínversku tölunum treystandi. Bandarísku smitin eru einnig orðin fleiri en á Ítalíu þar sem hægt hefur á faraldrinum þótt hann sé þó enn í örum vexti.

Alvarlegast er ástandið nú í New York, höfuðborg heimsins. Margt bendir til að næstu daga muni skráðum smitum þar og annars staðar um Bandaríkin fjölga hratt. Það spillir horfunum að bandarísk sjúkrahús skortir búnað – grímur, pinna og öndunarvélar – til að sinna ört vaxandi innlögnum sjúklinga enda þótt heilbrigðisútgjöld séu tvisvar sinnum hærra hlutfall af landsframleiðslu í Bandaríkjunum en í Kanada og víðast hvar í Evrópu. Bandarískar fylkisstjórnir segjast margar ekki fá nægan stuðning alríkisstjórnarinnar. Trump forseti gerir illt verra með ógætilegu tali og með því jafnvel að segjast stefna að því að troðfylla kirkjur landsins um páskana þótt vitað sé að faraldurinn verður þá enn í örum vexti þar vestra.

Mikið vantar á samstarf yfirvalda innan Bandaríkjanna og einnig milli landa, að ekki sé talað um fátæk lönd í Afríku og víðar sem hafa enga burði til að sigrast á farsótt eins og þessari á eigin spýtur. Það liggur í hlutarins eðli að okkar heimshluti sleppur ekki úr hættu fyrr en heimsbyggðin öll er sloppin eins og Abiy Ahmed, forsætisráðherra Eþíópíu og friðarverðlauna hafi Nóbels 2019, lýsti nýlega í blaðagrein.

Þaulreynd faraldursfræðilíkön lækna og stærðfræðinga liggja að baki spádómum þeirra um líklega ferla faraldursins. Þessi líkön eru náskyld og nauðalík ýmsum líkönum sem hagfræðingar nota til að skoða t.d. sambandið milli hallarekstrar í millilandaviðskiptum og ferils erlendra skulda. Þessi líkön eiga m.a. það sammerkt að þau tilgreina stika sem hægt er að stilla af til að flytja ferlana til. Hagfræðilíkönin sýna hvernig hægt er að hægja á skuldasöfnun fram í tímann með því að draga úr hallarekstri. Faraldursfræðilíkönin sýna hvernig hægt er að draga úr vexti og fjölda smita með því m.a. að halda fólki í hæfilegri fjarlægð frá öðru fólki og að því marki eru ýmsar leiðir færar. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin og sóttvarnayfirvöld í hverju landi gerþekkja vandann og eru víðast hvar í viðbragsstöðu. Það vekur traust að þríeykið góða sem ríkisstjórnin hefur falið forustu um viðnám gegn veirufaraldrinum hagar fumlausum málflutningi sínum í einu og öllu í samræmi við viðtekna vísindaþekkingu. Allur boðskapur þremenninganna hefur hingað til staðið eins og stafur á bók. Félagar mínir í Háskóla Íslands, læknar og tölfræðingar, eiga einnig þakkir skildar fyrir sitt framlag til kortlagningar vandans.

Morgunblaðið birti í gær fróðlega og grafalvarlega grein um veirufaraldurinn eftir þríeykið Þórólf Guðnason sóttvarnalækni, Ölmu D. Möller landlækni og Víði Reynisson yfirlögregluþjón ásamt Haraldi Briem fv. sóttvarnalækni. Við hlið greinarinnar birtist leiðari blaðsins um sama mál og segir þar m.a.: „Hitt getur verið rétt að það verði ekki miklu fleiri en þetta færðir til bókar eftir að hafa lent í því úrtaki sem talið er verðskulda pinna ofan í kok og upp í nös. Þeir pinnar eru um þessar mundir álíka eftirsóttir og vitlaust yfirstimpluð frímerki voru í búðinni hjá Kidda á Frakkastíg forðum.“ Það er því ekki bara Trump Bandaríkjaforseti sem flækist fyrir slökkvistörfum þessa dagana.

Fleiri smit eru nú skráð á Íslandi miðað við mannfjölda en nokkurs annars staðar nema í örríkjunum San Marínó, Andorra, Færeyjum og Vatíkaninu. Það virðist stafa af því að hér hafa fleiri verið prófaðir en í fjölmennari ríkjum. Framlag Íslenskrar erfðagreiningar til prófa er lofs- og þakkarvert dæmi um árangursríkt samstarf einkaframtaks og yfirvalda. Sú staðreynd að um helmingur nýrra smita greinist í fólki í lögskipaðri sóttkví virðist vitna um að ráðstafanir stjórnvalda til að hamla útbreiðslu faraldursins beri árangur. Við bætist sjálfskipuð sóttkví mikils fjölda fólks sem ráða má af því að jafnvel göturnar í hjarta Reykjavíkur er auðar að heita má dag eftir dag þótt sumar búðir séu opnar og útgöngubann sé ekki í gildi eins og sums staðar annars staðar í Evrópu og víðar.

Aldrei stóðum við frammi fyrir því að síðasti þorskurinn gæti horfið af Íslandsmiðum, ekki nema af völdum kjarnorkuslyss í Norðurhöfum eða einhverra viðmóta vofeiflegra atburða. En nú má heita að síðasti ferðamaðurinn hafi kvatt Ísland í bili. Gjaldeyristekjur landsmanna munu því skreppa saman í skyndingu. Ólíklegt virðist að ferðaútvegurinn muni aftur í bráð ná fyrri styrk þegar fárinu slotar. Að öðru leyti en því er undirstaða efnahagslífsins að mestu óbreytt, mannauðurinn sem mestu skiptir og allt það. Stjórnvöld hér virðast líta vandann svipuðum augum og stjórnvöld annars staðar um Evrópu. Því virðist mér líklegast að ferill efnahagslífsins næstu misseri verði V-laga frekar en U-laga, þ.e. að endurbatinn verði skjótur frekar en hægur, með þeim fyrirvara þó að ýmislegt óhóf síðustu missera sem hefur um sumt minnt á 2007 mun varla eiga afturkvæmt. Þessi tilfinning rímar við málflutning hagfræðinga úti í heimi. Richard Baldwin, prófessor í Genf, hefur við annan mann gefið út tvær bækur um málið í þessum mánuði þar sem margir málsmetandi hagfræðingar leggja á ráðin um viðbrögð stjórnvalda við efnahagsafleiðingum faraldursins. Boðskapur þeirra er: Nú þarf skjótar hendur, við þurfum að kveða veiruna niður hvað sem það kostar.

Ég er sama sinnis og segi: Þríeykið hér heima er á réttri leið.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Sverrir Norland
1
Blogg

Sverrir Norland

Að kulna eða ekki kulna

Í morg­un vakn­aði ég og var eitt­hvað lufsu­leg­ur. Ég fatt­aði strax að ég var kom­inn með kuln­un. Þeg­ar ég hafði drukk­ið einn kaffi­bolla fatt­aði ég hins veg­ar að ég hafði rang­greint mig með kuln­un. Ég var ekki með kuln­un. Þeg­ar ég hafði rok­ið af stað á fyrsta fund dags­ins og var að læsa reið­hjól­inu mínu við staur hafði ég hins...
Lífsgildin
2
Blogg

Lífsgildin

Furðu­legt frum­varp um áfeng­is­lög kol­fell­ur

Frétta­fyr­ir­sagn­ir um breyt­ing­ar á áfeng­is­lög­um, til að rýmka af­greiðslu­tíma Vín­búða og gefa þeim leyfi til að selja áfengi um helg­ar og á frí­dög­um, eru á þessa leið: „Áfeng­is- og tób­aksversl­un rík­is­ins set­ur sig ekki upp á móti frum­varpi þing­manna Fram­sókn­ar­flokks­ins um rýmri af­greiðslu­tíma vín­búða.“ (RÚV) og „ÁTVR leggst ekki gegn rýmk­un“ (MBL). „Af­nám banns gæti rýmk­að opn­un­ar­tíma...

Nýtt efni

Háhyrningar ættaðir frá Íslandi enduðu sem sýningardýr á Tenerife
Þekking

Há­hyrn­ing­ar ætt­að­ir frá Ís­landi end­uðu sem sýn­ing­ar­dýr á Teneri­fe

Tug­ir há­hyrn­inga voru fang­að­ir við strend­ur Ís­lands á átt­unda og ní­unda ára­tug síð­ustu ald­ar og seld­ir í dýra­garða. Þeir áttu marg­ir hverj­ir öm­ur­lega ævi, enda rifn­ir frá fjöl­skyld­um sín­um, töp­uðu jafn­vel glór­unni og urðu fólki að bana. Sum­ir þeirra lifa enn – og nokkr­ir ná­komn­ir ætt­ingj­ar þeirra eru í haldi á Teneri­fe.
Líklegt að uppruni mengunarinnar sé óþekkt skipsflak á hafsbotni
Fréttir

Lík­legt að upp­runi meng­un­ar­inn­ar sé óþekkt skips­flak á hafs­botni

Frá ár­inu 2020 hafa tug­ir olíu­blautra fugla fund­ist í Vest­manna­eyj­um og víða við suð­ur­strönd lands­ins. Um svartol­íu er að ræða sem not­uð er í eldsneyti á skip. Fjöldi skips­flaka ligg­ur á hafs­botni á þess­um slóð­um og Haf­rann­sókna­stofn­un tel­ur lík­leg­ast að meng­un­in sé það­an.
Fanney Birna Jónsdóttir ráðin nýr dagskrárstjóri Rásar 1
Fréttir

Fann­ey Birna Jóns­dótt­ir ráð­in nýr dag­skrár­stjóri Rás­ar 1

Stefán Ei­ríks­son út­varps­stjóri til­kynnti starfs­mönn­um RÚV í dag að Fann­ey Birna Jóns­dótt­ir hefði ver­ið ráð­in nýr dag­skrár­stjóri Rás­ar 1 úr hópi 18 um­sækj­enda.
„Það væri kannski allt í lagi öðru hvoru að við tækjum upp aðeins jákvæðara viðhorf“
Fréttir

„Það væri kannski allt í lagi öðru hvoru að við tækj­um upp að­eins já­kvæð­ara við­horf“

Heil­brigð­is­ráð­herra sat fyr­ir svör­um á Al­þingi í dag en hann var með­al ann­ars spurð­ur út í bið­lista eft­ir grein­ing­um barna. Hann sagði að stjórn­völd væru raun­veru­lega að tak­ast á við stöð­una og að þau vildu svo sann­ar­lega að börn­in og all­ir þeir sem þurfa á þess­ari þjón­ustu og grein­ingu að halda þyrftu ekki að bíða of lengi.
Fólk þurfi að „rísa upp eða gefast upp“
Fréttir

Fólk þurfi að „rísa upp eða gef­ast upp“

Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son formað­ur VR og Vil­hjálm­ur Birg­is­son, formað­ur Starfs­greina­sam­bands­ins og Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness, gagn­rýndu Seðla­bank­ann og stjórn­völd harð­lega í út­varps­við­tali að morgni mánu­dags. „Við er­um ekki hæf, því mið­ur, við virð­umst ekki vera hæf til að stýra gjald­miðl­in­um okk­ar. Við er­um ekki hæf til að stýra efna­hags lands­ins. Við er­um ekki með hæft fólk til að vera í brúnni, bara því mið­ur, hvorki stjórn­mála­menn né fólk­ið í Seðla­bank­an­um,“ sagði Ragn­ar Þór.
Skaflinn fyrir stofuglugganum „er svona tveir metrar plús“
FréttirSnjóflóð í Neskaupstað

Skafl­inn fyr­ir stofu­glugg­an­um „er svona tveir metr­ar plús“

Eldri son­ur Odd­nýj­ar Lind­ar Björns­dótt­ur vildi taka með sér upp­á­halds­hlut­ina sína þeg­ar fjöl­skyld­an þurfti að rýma hús sitt í Nes­kaup­stað. Yngri son­ur­inn skil­ur hins veg­ar ekki í til­stand­inu og vill kom­ast út að leika.
Alræmdur sýknudómur í nauðgunarmáli í Svíþjóð
Erlent

Al­ræmd­ur sýknu­dóm­ur í nauðg­un­ar­máli í Sví­þjóð

Í lok fe­brú­ar féll um­deild­ur dóm­ur á öðru dóms­stigi í Sví­þjóð. Fimm­tug­ur karl­mað­ur var sýkn­að­ur af barnanauðg­un út frá því hvernig fórn­ar­lamb­ið, 10 ára stúlka, tal­aði um snert­ingu hans, Fjór­ir karl­kyns dóm­ar­ar töldu ósann­að að mað­ur­inn hefði far­ið með fing­urna inn í leggöng stúlk­unn­ar þar sem hún not­aði huhgtak sem sam­kvæmt orða­bók á að­eins við um ytri kyn­færi kvenna.
Tugir húsa rýmd á Seyðisfirði
FréttirSnjóflóð í Neskaupsstað

Tug­ir húsa rýmd á Seyð­is­firði

Ver­ið er að rýma tugi húsa norð­an­vert og sunna­vert á Seyð­is­firði. Opn­uð hef­ur ver­ið fjölda­hjálp­ar­stöð í Herðu­breið.
„Hætt við að einhverjir hugsi aftur til flóðanna 1974“
FréttirSnjóflóð í Neskaupstað

„Hætt við að ein­hverj­ir hugsi aft­ur til flóð­anna 1974“

Ver­ið er að rýma tugi húsa í Nes­kaup­stað eft­ir að snjóflóð féll á hús þar í morg­un. Ekki urðu al­var­lega slys á fólki en ein­hverj­ir eru skrám­að­ir. Flóð­ið féll þar sem síð­asti varn­ar­garð­ur­inn í röð varn­ar­mann­virkja fyr­ir bæ­inn á að rísa.
Greiðslubyrði af óverðtryggðum lánum hefur tvöfaldast á tveimur árum
Greining

Greiðslu­byrði af óverð­tryggð­um lán­um hef­ur tvö­fald­ast á tveim­ur ár­um

Greiðslu­byrði af óverð­tryggðu 50 millj­ón króna láni á breyti­leg­um vöxt­um nálg­ast nú 400 þús­und krón­ur á mán­uði. Um fjórð­ung­ur allra lána eru óverð­tryggð og fast­ir óverð­tryggð­ir vext­ir þús­unda heim­ila losna í ár.
Andlegt þrot Þorgerðar
Hrafnhildur Sigmarsdóttir
Pistill

Hrafnhildur Sigmarsdóttir

And­legt þrot Þor­gerð­ar

Um 40% ís­lenskra kvenna hafa orð­ið fyr­ir lík­am­legu/og eða kyn­ferð­is­legu of­beldi á lífs­leið­inni og heilsu­far þeirra tek­ur mið af því.
Snjóflóð féll á Norðfirði — verið að rýma sjö húsagötur
FréttirSnjóflóð í Neskaupstað

Snjóflóð féll á Norð­firði — ver­ið að rýma sjö húsa­göt­ur

Snjóflóð féll á Norð­firði í morg­un, vest­an við varn­ar­virki sem standa of­an við byggð. Ver­ið er að meta hættu á frek­ari flóð­um á Nes­kaup­stað. Unn­ið er að því að rýma sjö húsa­göt­ur vegna flóðs­ins.