Þessi færsla er meira en 3 ára gömul.

Árangurstengingarviðmið


Skýrsla RNA (7. bindi, bls. 314-321) og skýrsla sérstakrar þingnefndar lýsa berum orðum vanrækslu í skilningi laga af hálfu fjögurra ráðherra og fjögurra embættismanna í aðdraganda hrunsins. Hvað varð um þessa átta hirðuleysingja? Fjögur þeirra drógu sig í hlé og hreiðruðu um sig í útlöndum, hinn óskammfeilnasti í hópnum lagðist í faðm útvegsmanna á ritstjórn Morgunblaðsins, einn varð ríkisforstjóri, einn fór í meðferð og einn dó. Og hvað varð um þingforsetann sem braut þingsköp með því að slíta Alþingi í marz 2013 án þess að bera frumvarpið að nýrri stjórnarskrá undir atkvæði? Hún var gerð að formanni siðanefndar Alþingis. Nú birta blöðin vangaveltur um hvort Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra eigi að hreiðra um sig hjá Sameinuðu þjóðunum, helzt í París, þegar hún hverfur af Alþingi. Hugdettan vitnar um árangurstengingarviðmið stjórnmálastéttarinnar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.