Þessi færsla er meira en 2 ára gömul.

Rekinn með hagnaði

4
Þegar átta af níu lögreglustjórum í landinu og Landssamband lögreglumanna höfðu lýst yfir vantrausti á Harald Johannessen ríkislögreglustjóra var hann leystur frá störfum með starfslokasamningi sem kostaði skattgreiðendur 57 mkr. Á embættisferli hans hafði gengið á ýmsu. Hliðstætt mál er nú til rannsóknar í Finnlandi þar sem saksóknari íhugar að lokinni lögreglurannsókn að höfða sakamál gegn ríkisendurskoðanda vegna starfslokasamnings sem hann gerði við undirmann sinn. Samkvæmt samningnum fær undirmaðurinn full laun í tvö ár fram að eftirlaunaaldri án þess að hann þurfi að sinna starfi sínu. Finnska þingið hefur leyst ríkisendurskoðanda frá störfum vegna málsins auk annarrar óreiðu.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Loka auglýsingu