Þessi færsla er meira en 4 ára gömul.

Gengið um á plánetunni Rusl

Gengið um á plánetunni Rusl

Í nýjustu bók sinni, Calypso, lýsir David Sedaris, einn fyndnasti núlifandi höfundur Bandaríkjanna, þráhyggjukenndum göngutúravenjum sínum um England, en þar hefur karlinn búið undangengin árin. Fyrir því er auðvitað aldalöng hefð að rithöfundar séu miklir gönguhrólfar – og hugleiðingar þeirra um gönguna fylla hillumetra sem næðu alla leið til tunglsins (og aftur til baka – sjö þúsund sinnum) – en Sedaris snýr upp á hið klassíska þema með skemmtilegum hætti og kjölfestir það rækilega í nútímanum. Hvernig gerir hann það? Jú, með því að fletta inn í það meginöflin tvö í lífi okkar: tækni og rusl. 

Tækni og rusl. Í bókinni lýsir Sedaris því þegar hann eignast fitbit-úr. Slíkt þarfaþing heldur nákvæmt yfirlit um það hversu mörg skref eigandinn tekur á hverjum degi. Hinn daglegi göngutúr fær samstundis á sig yfirbragð þráhyggju. Fyrst smálengist hann, úr tveimur til þremur klukkustundum, skríður svo hægt en örugglega upp í fullan vinnudag, og loks er höfundurinn hættur að gera nokkuð annað en að ganga. Hann gengur (þ.e. safnar skrefum) frá því að hann rís úr rekkju og allt þar til hann hallar höfði uppgefinn að enduðum löngum degi. Fitbit-úrið hefur náð tangarhaldi á eiganda sínum. Og leikar í raun snúist við: úrið hefur breyst í eigandann. Sedaris hugsar ekki um annað en að hækka daglegan skrefafjölda sinn; þóknast fitbit-úrinu.

Hinn vinkillinn, sem Sedaris innleiðir í gönguna, tengist náttúrunni. Líkt og alþjóð veit hafa séní löngum eigrað um náttúruna í skáldlegum transi, ort um hana kvæði, dásamað hana í skáldsögum, fundið í henni innblástur í málverk og tónverk ... og jafnvel hitt þar fyrir guð sinn. En nú má ekki lengur trúa á guð. Við höfum glatað andlegri tengingu okkar við umheiminn. Náttúran, í hinum gamla skilningi orðsins, er ekki lengur til. Sú enska náttúra, sem Sedaris spásserar um (hann býr úti í sveit), er ekki heimili villtra dýra, paradís höfug af blómailmi, heldur þakin rusli. Náttúran er ruslahaugur. Það eina sem við getum gert er að reyna að lágmarka skaðann.

Og það er einmitt það sem Sedaris gerir. Pískaður áfram af hinum tilfinningalausa drottnara sínum, fitbit-úrinu, arkar hann kófsveittur um holt og hæðir – mest reyndar meðfram malbikuðum vegum– og tínir með þar til gerðu sorptínslupriki upp rusl. Ruslinu safnar hann saman í poka sem hann svo rogast um með á bakinu frá morgni til kvölds. Það liggur í hlutarins eðli að eftir því sem aumingja maðurinn gengur meira, undir vökulu auga fitbit-úrsins, því þyngri verða klyfjar hans. Já, það er ekki tekið út með sældinni að vera viðkvæmt skáld árið 2018.

Ég bý því miður ekki í sveitasælunni á Englandi, heldur í New York. Og ruslið er sannarlega ekki einungis að finna úti í sveit; ruslið er helsta einkenni stórborgarinnar. Það besta við New York er að hún veldur alltaf vonbrigðum, og þar með geta hlutirnir einungis batnað. Tökum ruslið sem dæmi. Borgin er svo þakin rusli, hvert sem maður fer, að það er auðvelt að finna í því hughreystingu. Það er svo mikið af rusli hérna að það getur varla versnað úr þessu!

Dóttir mín, Alma, sautján mánaða, hefur aldrei lesið David Sedaris, en þau virðast vera samherjar. Það tekur mig tíu mínútur að rölta á dagheimilið síðdegis að sækja hana, en klukkutíma að komast heim. Hvers vegna? Jú: Hún beygir sig eftir hverju einasta súkkulaðisnifsi, sérhverri gosflösku, og annaðhvort hendir ruslinu í næstu sorptunnu eða hrúgar fjársjóðnum í barnakerruna. Hún harðneitar að sitja í barnakerrunni, krefst þess að fá að ýta henni sjálf. Á fimm sekúndna fresti gerir hún hlé til að hirða upp lottómiða, plastpoka utan af gúmmíböngsum eða sogrör, og stinga því í kerruna. Síðan ýtir hún kerrunni áfram, eilítið völt í spori, enda um talsvert átak fyrir svo smáa manneskju að ræða. 

Einn lærdóm hefur faðirinn dregið af þessari áráttukenndu skransöfnun dóttur sinnar. Ég þurfti reyndar ekki á glöggu auga lítils barns að halda til að taka eftir því að New York-borg er þakin rusli. Einkum plasti: fólk getur ekki snætt hádegisverð eða hitt vin í kaffibolla án þess að skilja eftir sig plastslóð. En það sem ég sé núna, er að ruslið er bókstaflega alls staðar. Það er svo mikið rusl á götunum að oft tekur það Ölmu litlu tíu mínútur að labba tíu metra. Sleikjópinni! Slitin skóreim. Bjórtappi. Dagblað. Bananahýði! Það sést varla í malbikið fyrir rusli. Og allt tínir barnið samviskusamlega upp í barnavagninn og stritar svo við að ýta þyngslunum áfram.

Það er líka ekki seinna vænna fyrir hana að byrja. Og fyrir mig. Fyrir okkur öll reyndar. Það er ekki bara rusl í New York, heldur hvert sem þú ferð: út í sveit á Englandi, upp á Esjutind á Íslandi – það er engin undankomuleið. Tæknin eltir okkur (njósnar, krefst þess að við potum í skjái, sláum inn skilaboð, tilkynnum skilmerkilega til stórfyrirtækja hvar við erum stödd, hverjir séu vinir okkar og hvað okkur finnst gott að borða) og á meðan sáldrast ruslið í slóð okkar eins og brauðmolarnir í Hans & Grétu. 

Tækni og rusl. Hvorttveggja breytir okkur, finnst mér stundum, í börn. Tæknin „auðveldar“ okkur lífið, en slævir líka athyglisgáfuna, rænir okkur stjórninni, gerir okkur alltof háð söluvörum nokkurra stórfyrirtækja. Og ruslið? Við fyllum tunnur og bíðum þess svo að einhver annar komi og fjarlægi ruslið. En hvert fer það? Jú, í holur og út í sjó – og svo inn í líkama okkar. Einföld staðreynd: Ef fram fer sem horfir, verður meira af plasti í sjónum árið 2050 en fiski.  Við treystum alltaf á að það komi einhver fullorðnari en við – til dæmis pabbi okkar – og lagi til eftir okkur. Rétt eins og David Sedaris virðist Alma hins vegar vera búin að fatta að slíkt hugarfar virkar ekki til lengdar. Hún er strax byrjuð að hreinsa ruslið upp af götunum okkar, og ég vona að það sé lýsandi fyrir upprísandi kynslóð hennar.

* Ljósmyndina, sem fylgir með greininni, tók ég í sorpendurvinnslustöð fyrir nokkrum mánuðum. Hún sýnir lítinn mann sem hafði það fallega hlutverk að sópa með kústi saman sorpi sem féll til þegar kröfur og kranar sveifluðu því upp úr heilu fjallgörðunum af sorpi og hvolfdu á flokkunarfæribönd. Mér fannst þetta starf hans, sem við fyrstu sýn virkaði kannski fánýt, afar fallegt.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Sverrir Norland
1
Blogg

Sverrir Norland

Að kulna eða ekki kulna

Í morg­un vakn­aði ég og var eitt­hvað lufsu­leg­ur. Ég fatt­aði strax að ég var kom­inn með kuln­un. Þeg­ar ég hafði drukk­ið einn kaffi­bolla fatt­aði ég hins veg­ar að ég hafði rang­greint mig með kuln­un. Ég var ekki með kuln­un. Þeg­ar ég hafði rok­ið af stað á fyrsta fund dags­ins og var að læsa reið­hjól­inu mínu við staur hafði ég hins...
Lífsgildin
2
Blogg

Lífsgildin

Furðu­legt frum­varp um áfeng­is­lög kol­fell­ur

Frétta­fyr­ir­sagn­ir um breyt­ing­ar á áfeng­is­lög­um, til að rýmka af­greiðslu­tíma Vín­búða og gefa þeim leyfi til að selja áfengi um helg­ar og á frí­dög­um, eru á þessa leið: „Áfeng­is- og tób­aksversl­un rík­is­ins set­ur sig ekki upp á móti frum­varpi þing­manna Fram­sókn­ar­flokks­ins um rýmri af­greiðslu­tíma vín­búða.“ (RÚV) og „ÁTVR leggst ekki gegn rýmk­un“ (MBL). „Af­nám banns gæti rýmk­að opn­un­ar­tíma...

Nýtt efni

Líklegt að uppruni mengunarinnar sé óþekkt skipsflak á hafsbotni
Fréttir

Lík­legt að upp­runi meng­un­ar­inn­ar sé óþekkt skips­flak á hafs­botni

Frá ár­inu 2020 hafa tug­ir olíu­blautra fugla fund­ist í Vest­manna­eyj­um og víða við suð­ur­strönd lands­ins. Um svartol­íu er að ræða sem not­uð er í eldsneyti á skip. Fjöldi skips­flaka ligg­ur á hafs­botni á þess­um slóð­um og Haf­rann­sókna­stofn­un tel­ur lík­leg­ast að meng­un­in sé það­an.
Fanney Birna Jónsdóttir ráðin nýr dagskrárstjóri Rásar 1
Fréttir

Fann­ey Birna Jóns­dótt­ir ráð­in nýr dag­skrár­stjóri Rás­ar 1

Stefán Ei­ríks­son út­varps­stjóri til­kynnti starfs­mönn­um RÚV í dag að Fann­ey Birna Jóns­dótt­ir hefði ver­ið ráð­in nýr dag­skrár­stjóri Rás­ar 1 úr hópi 18 um­sækj­enda.
„Það væri kannski allt í lagi öðru hvoru að við tækjum upp aðeins jákvæðara viðhorf“
Fréttir

„Það væri kannski allt í lagi öðru hvoru að við tækj­um upp að­eins já­kvæð­ara við­horf“

Heil­brigð­is­ráð­herra sat fyr­ir svör­um á Al­þingi í dag en hann var með­al ann­ars spurð­ur út í bið­lista eft­ir grein­ing­um barna. Hann sagði að stjórn­völd væru raun­veru­lega að tak­ast á við stöð­una og að þau vildu svo sann­ar­lega að börn­in og all­ir þeir sem þurfa á þess­ari þjón­ustu og grein­ingu að halda þyrftu ekki að bíða of lengi.
Fólk þurfi að „rísa upp eða gefast upp“
Fréttir

Fólk þurfi að „rísa upp eða gef­ast upp“

Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son formað­ur VR og Vil­hjálm­ur Birg­is­son, formað­ur Starfs­greina­sam­bands­ins og Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness, gagn­rýndu Seðla­bank­ann og stjórn­völd harð­lega í út­varps­við­tali að morgni mánu­dags. „Við er­um ekki hæf, því mið­ur, við virð­umst ekki vera hæf til að stýra gjald­miðl­in­um okk­ar. Við er­um ekki hæf til að stýra efna­hags lands­ins. Við er­um ekki með hæft fólk til að vera í brúnni, bara því mið­ur, hvorki stjórn­mála­menn né fólk­ið í Seðla­bank­an­um,“ sagði Ragn­ar Þór.
Skaflinn fyrir stofuglugganum „er svona tveir metrar plús“
FréttirSnjóflóð í Neskaupstað

Skafl­inn fyr­ir stofu­glugg­an­um „er svona tveir metr­ar plús“

Eldri son­ur Odd­nýj­ar Lind­ar Björns­dótt­ur vildi taka með sér upp­á­halds­hlut­ina sína þeg­ar fjöl­skyld­an þurfti að rýma hús sitt í Nes­kaup­stað. Yngri son­ur­inn skil­ur hins veg­ar ekki í til­stand­inu og vill kom­ast út að leika.
Alræmdur sýknudómur í nauðgunarmáli í Svíþjóð
Erlent

Al­ræmd­ur sýknu­dóm­ur í nauðg­un­ar­máli í Sví­þjóð

Í lok fe­brú­ar féll um­deild­ur dóm­ur á öðru dóms­stigi í Sví­þjóð. Fimm­tug­ur karl­mað­ur var sýkn­að­ur af barnanauðg­un út frá því hvernig fórn­ar­lamb­ið, 10 ára stúlka, tal­aði um snert­ingu hans, Fjór­ir karl­kyns dóm­ar­ar töldu ósann­að að mað­ur­inn hefði far­ið með fing­urna inn í leggöng stúlk­unn­ar þar sem hún not­aði huhgtak sem sam­kvæmt orða­bók á að­eins við um ytri kyn­færi kvenna.
Tugir húsa rýmd á Seyðisfirði
Fréttir

Tug­ir húsa rýmd á Seyð­is­firði

Ver­ið er að rýma tugi húsa norð­an­vert og sunna­vert á Seyð­is­firði. Opn­uð hef­ur ver­ið fjölda­hjálp­ar­stöð í Herðu­breið.
„Hætt við að einhverjir hugsi aftur til flóðanna 1974“
FréttirSnjóflóð í Neskaupstað

„Hætt við að ein­hverj­ir hugsi aft­ur til flóð­anna 1974“

Ver­ið er að rýma tugi húsa í Nes­kaup­stað eft­ir að snjóflóð féll á hús þar í morg­un. Ekki urðu al­var­lega slys á fólki en ein­hverj­ir eru skrám­að­ir. Flóð­ið féll þar sem síð­asti varn­ar­garð­ur­inn í röð varn­ar­mann­virkja fyr­ir bæ­inn á að rísa.
Greiðslubyrði af óverðtryggðum lánum hefur tvöfaldast á tveimur árum
Greining

Greiðslu­byrði af óverð­tryggð­um lán­um hef­ur tvö­fald­ast á tveim­ur ár­um

Greiðslu­byrði af óverð­tryggðu 50 millj­ón króna láni á breyti­leg­um vöxt­um nálg­ast nú 400 þús­und krón­ur á mán­uði. Um fjórð­ung­ur allra lána eru óverð­tryggð og fast­ir óverð­tryggð­ir vext­ir þús­unda heim­ila losna í ár.
Andlegt þrot Þorgerðar
Hrafnhildur Sigmarsdóttir
Pistill

Hrafnhildur Sigmarsdóttir

And­legt þrot Þor­gerð­ar

Um 40% ís­lenskra kvenna hafa orð­ið fyr­ir lík­am­legu/og eða kyn­ferð­is­legu of­beldi á lífs­leið­inni og heilsu­far þeirra tek­ur mið af því.
Snjóflóð féll á Norðfirði — verið að rýma sjö húsagötur
FréttirSnjóflóð í Neskaupstað

Snjóflóð féll á Norð­firði — ver­ið að rýma sjö húsa­göt­ur

Snjóflóð féll á Norð­firði í morg­un, vest­an við varn­ar­virki sem standa of­an við byggð. Ver­ið er að meta hættu á frek­ari flóð­um á Nes­kaup­stað. Unn­ið er að því að rýma sjö húsa­göt­ur vegna flóðs­ins.
Þegar Ástralíumenn lærðu ekki að yrkja jörðina
Flækjusagan

Þeg­ar Ástr­al­íu­menn lærðu ekki að yrkja jörð­ina

Síð­ast­lið­inn fimmtu­dag, 23. mars, tók stjórn Ástr­al­íu þá ákvörð­un að halda þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um hvort vísa skuli sér­stak­lega til frum­byggja lands­ins og reynslu þeirra í stór­n­ar­skrá. Ekki von­um seinna, segja marg­ir. Ástr­al­ía hef­ur breyst meira þá ára­tugi sem mað­ur­inn hef­ur bú­ið þar en lengst af hef­ur ver­ið tal­ið. Þótt fólki blöskri hve út­breidd­ar eyði­merk­ur eru þar og land­ið hrjóstr­ugt, þá mun eyj­an stóra nú vera nán­ast eins og frjó­sam­ur blóma­garð­ur mið­að við ástand­ið þeg­ar menn komu þang­að fyrst.