Þessi færsla er meira en 3 ára gömul.

Að hreiðra um sig í illskunni (auðug þjóð og umkomulaus börn)

Að hreiðra um sig í illskunni  (auðug þjóð og umkomulaus börn)

Síðastliðið haust kom út ein af mínum eftirlætisbarnabókum: Ræningjarnir þrír eftir franska séníið Tomi Ungerer. Reyndar þýddi ég hana sjálfur, og því þekki ég söguna mjög vel. Mér hefur verið boðskapur hennar hugleikinn hina síðustu daga, nú þegar smygla á varnarlausum börnum burt af landinu í leiguflugvél og senda þau til Grikklands.

Þessi fallega saga, Ræningjarnir þrír, sem hefur yfir sér yfirbragð goðsögu, svo tær og einföld sem hún er, fjallar um þrjá ræningja og ótrúlega auðsöfnun þeirra. Hún fjallar einnig valdið sem peningarnir færa okkur (og ofbeldið sem við beitum til að eignast auðinn). Loks fjallar hún um umkomulaus börn – og ekki síst hvernig börn geta, af sakleysislegri réttsýni sinni, opnað augu okkar hinna fyrir grimmd og óréttlæti.

Í mjög stuttu máli er sagan svona:

Ræningjarnir þrír fara um sveitir með lúðurbyssu, piparblásara og stóra, rauða öxi. Þeir ræna, rupla og flytja auðævi sín í afskekktan helli.

Dag einn verður á vegi þeirra munaðarlaus stúlka sem heitir Torfhildur. Hún gleðst yfir því að hitta ræningjana. (Hún var á leið heim til illa innrættrar frænku sinnar þar sem hún átti framvegis að búa og langar auðvitað ekkert þangað.)

Í vagninum var enginn fjársjóður annar en Torfhildur og því vöfðu ræningjarnir hana inn í hlýja skikkju og báru hana burt.

Torfhildur sefur vært í helli ræningjanna fram til morguns. Þegar hún vaknar sér hún hvarvetna blika á dýrpgripi í stórum kistum.

„Til hvers er allt þetta?“ spurði hún.

Ræningjarnir gripu andann á lofti. Þeim hafði aldrei dottið í hug að nota auðævi sín til eins eða neins.

Árum saman hafa ræningjarnir bara gert það sem ræningjar gera – rænt og ruplað. Öll auðævin liggja óhreyfð í hellinum. Ræningjarnir sjá að þetta gengur auðvitað ekki upp. Þeir halda af stað, smala saman öllum þeim týndu, óhamingjusömu og yfirgefnu börnum sem þeir finna og kaupa handa þeim fallegan kastala þar sem þau mega búa. Verður þar til heilt samfélag af fólki sem er ræningjunum þremur ævinlega þakklátt og heiðrar þá með því að reisa þrjá stóra turna í mynd þeirra, sem framvegis vaka yfir þorpinu.

Mér finnst þessi fallega saga eiga erindi til íslenskrar þjóðar í dag – þjóðar sem, frekar en að nýta auð sinn til að skjóta skjólshúsi yfir ósjálfráða börn, sem eiga allt sitt undir okkur fullorðna (ríka, valdamikla) fólkinu, sendir þau aftur á þau svæði jarðar sem eru, eins og sakir standa, einna ómannúðlegust í heimi.

Viðar Hreinsson, bókmenntafræðingur, skrifaði nýlega grein þar sem hann talaði um „lágkúru illskunnar“, hugtak Hönnuh Arendt (á ensku: the banality of evil). Viðar skrifar: „Varnarmúrar lagabókstafs og stjórnsýslu firra engan ábyrgð. Þeir eru birtingarmynd lágkúru illskunnar sem er ágæt þýðing á einu merkasta hugtaki stjórnmálaheimspeki 20. aldar, „banality of evil“ sem Hannah Arendt notaði um Adolf Eichmann, dyggan embættismann Hitlers sem vann að því að skipuleggja útrýmingarbúðir þriðja ríkisins.“ Viðar bendir á að Eichmann „hlýddi skipunum stjórnvalda og taldi sig því vera að gera rétt. Með því aftengdi hann eigin hugsun, skýldi sér á bak við vald­boð og hlýddi í blindni.“

Bók Tomi Ungerer fjallar einmitt um þessa sömu lágkúru illskunnar, en þar nálgast Ungerer málið af öðrum sjónarhóli. Ræningjarnir þrír eru ræningjar (augljóslega) – og því vondir menn á meðan þeir fara ránshendi um landið og sanka að sér auðævum af græðgi og eigingirni. En svo stígur lítil stúlka inn í líf þeirra, Torfhildur, og bendir þeim á villu síns vegar. Ræningjunum hafði kannski bara aldrei hugkvæmst að nýta auðævi sín í þágu gæsku og góðra verka. En nú bæta þeir ráð sitt. Við getum alltaf bætt ráð okkur, jafnvel þó við séum ræningjar – og jafnvel þó að við séum embættisfólk sem einungis framfylgir lögum og reglum (verkfæri valdsins). Lög og reglur eiga að endurspegla vilja og skoðanir almennings. Og almenningur hatar ekki börn.

Með svipuðum hætti og gerist í Ræningjunum þremur hafa erlend börn og fjölskyldur þeirra stigið inn í líf okkar Íslendinga á síðustu misserum og árum – og sannarlega orðið hluti af íslensku samfélagi – og það er löngu búið að opna augu okkar fyrir þeirri illsku sem við gerumst sek um, í skjóli ómannúðlegrar reglusetningar sem þarf að breyta, þegar við sendum þau burt. Við getum ekki skýlt okkur á bak við lágkúru illskunnar. Erum við nógu þroskuð og hjartahlý til að læra af reynslunni, eins og jafnvel ræningjarnir þrír gátu gert, eða höldum við áfram að hreiða um okkur í illskunni?

 

#

Höfundarréttur mynda:

Photo Musées de Strasbourg.
Tomi Ungerer, Ræningjarnir þrír (The Three Robbers), Copyright © 1963 by Diogenes Verlag AG, Zürich

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Lífsgildin
1
Blogg

Lífsgildin

Til­finn­inga­mál fyr­ir lang­reyð­ar

Um­ræða um af­líf­un hvala í land­helgi Ís­lands fór fram í Viku­lok­un­um á Rás 1, laug­ar­dag­inn 13. maí 2023. Þar voru rædd­ar slá­andi nið­ur­stöð­ur í skýrslu Mat­væla­stofn­un­ar um með­ferð á lang­reyð­um, hvort rétt­læt­an­legt væri að veiða hvali með þeim hætti sem gert er. Vel­ferð þeirra er aug­ljós­lega fórn­að fyr­ir óljósa hags­muni en dauða­stríð­ið er oft veru­lega lang­vinnt og sárs­auka­fullt....

Nýtt efni

Hagsmunaöflin höfðu betur
Greining

Hags­muna­öfl­in höfðu bet­ur

Ekki verð­ur fram­hald á tákn­ræn­um og efna­hags­leg­um stuðn­ingi Ís­lands við Úkraínu með nið­ur­fell­ingu tolla. Hags­muna­öfl í land­bún­aði lögð­ust þungt á þing­menn í því skyni að koma í veg fyr­ir áfram­hald­andi tolla­leysi á kjúk­lingi, sem hin sömu öfl hafa með­al ann­ars flutt inn sjálf. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn lagð­ist þver gegn áfram­hald­andi tolla­leysi og hluti Sjálf­stæð­is­flokks­þing­manna, í óþökk ut­an­rík­is­ráð­herra með­al annarra.
Íslensk stjórnvöld hafa ekkert eftirlit eða aðkomu að rannsóknarmistöð Kína
FréttirKína og Ísland

Ís­lensk stjórn­völd hafa ekk­ert eft­ir­lit eða að­komu að rann­sókn­ar­mi­stöð Kína

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, há­skóla,-iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra, seg­ir að ís­lensk stjórn­völd hafi enga að­komu að rann­sókn­ar­mið­stöð kín­verskr­ar rík­i­s­tofn­un­ar á Kár­hóli í Þing­eyj­ar­sýslu. Húnsvar­aði spurn­ing­um Andrés­ar Inga Jóns­son­ar, þing­manns Pírata, á Al­þingi.
Misvísandi upplýsingar í matarkörfu Verðgáttarinnar
Fréttir

Mis­vís­andi upp­lýs­ing­ar í mat­ar­körfu Verð­gátt­ar­inn­ar

Þann 7. júní opn­uðu stjórn­völd nýja vef­síðu, Verð­gátt­ina, sem á að auð­velda neyt­end­um að fylgj­ast með verð­breyt­ing­um á nauð­synja­vör­um. Hag­fræð­ing­ur hjá BHM kall­ar vef­síð­una Verð­sam­ráðs­gátt­ina. Villa í gögn­um gaf ranga mynd af heild­ar­verði mat­ar­körfu.
Hafnarfjarðarbær vottar aðstandendum hins látna innilega samúð
Fréttir

Hafn­ar­fjarð­ar­bær vott­ar að­stand­end­um hins látna inni­lega sam­úð

„Eng­um ein­stak­lingi hef­ur ver­ið vís­að frá án boða um önn­ur úr­ræði og ráð­gjaf­ar sveit­ar­fé­lags­ins boðn­ir og bún­ir til að finna leið­ir og lausn­ir í öll­um mál­um,“ seg­ir í svari frá Hafn­ar­fjarð­ar­bæ við fyr­ir­spurn Heim­ild­ar­inn­ar vegna heim­il­is­lauss manns með lög­heim­ili í Hafnar­firði sem var end­ur­tek­ið vís­að frá neyð­ar­skýli í Reykja­vík að kröfu bæj­ar­fé­lags­ins, og svipti sig lífi í lok síð­asta mán­að­ar.
Fjárkúgunarmál á hendur Vítalíu fellt niður
Fréttir

Fjár­kúg­un­ar­mál á hend­ur Vítal­íu fellt nið­ur

Hér­aðssak­sókn­ari hef­ur fellt nið­ur rann­sókn sem hófst með kæru Ara Edwald, Hreggviðs Jóns­son­ar og Þórð­ar Más Jó­hann­es­son­ar á hend­ur Vítal­íu Lazarevu. Kærðu þre­menn­ing­arn­ir hana, ásamt Arn­ari Grant, fyr­ir til­raun til fjár­kúg­un­ar, hót­an­ir og fyr­ir brot á frið­helgi einka­lífs.
Greinir á um skammtastærðina
FréttirLífskjarakrísan

Grein­ir á um skammta­stærð­ina

Þing­mað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins seg­ir mik­il­vægt að all­ir legg­ist á ár­arn­ar við að ná nið­ur verð­bólg­unni. Þing­mað­ur Við­reisn­ar seg­ir aft­ur á móti að ekki sé hægt að biðja aðra um að standa sig bet­ur „þeg­ar rík­is­stjórn­in hef­ur ekki stað­ið vakt­ina.“
Sendiráði Íslands í Rússlandi lokað og Rússum gert að minnka sitt hér
Fréttir

Sendi­ráði Ís­lands í Rússlandi lok­að og Rúss­um gert að minnka sitt hér

Sendi­ráð Ís­lands í Moskvu lok­ar 1. ág­úst og Rúss­um hef­ur ver­ið gert að minnka um­svif í sendi­ráði sínu hér á móti. Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir ut­an­rík­is­ráð­herra kall­aði Mik­haíl Noskov, sendi­herra Rúss­lands á Ís­landi, á fund í dag til að til­kynna þetta.
Skýringar Íslenska gámafélagsins um endurvinnslu á fernum stangast á
FréttirFernurnar brenna

Skýr­ing­ar Ís­lenska gáma­fé­lags­ins um end­ur­vinnslu á fern­um stang­ast á

Þeg­ar leit­að er upp­lýs­inga um hvað verð­ur um fern­urn­ar sem Ís­lend­ing­ar þrífa, brjóta sam­an og flokka hjá sum­um fyr­ir­tækj­anna sem fá greitt fyr­ir að end­ur­vinna þær hafa feng­ist loð­in svör. Ís­lenska gáma­fé­lag­ið hef­ur til að mynda gef­ið þrjár mis­mun­andi skýr­ing­ar.
Væntingalaus eftir reynslu af fyrra verkfalli
FréttirKjarabaráttan

Vænt­inga­laus eft­ir reynslu af fyrra verk­falli

Þriggja barna móð­ir í Kópa­vogi hef­ur á stutt­um tíma lent í tveim­ur mis­mun­andi leik­skóla­verk­föll­um.
„Það er nýtt Ísland að vaxa þarna undir“
Úttekt

„Það er nýtt Ís­land að vaxa þarna und­ir“

Stjórn­andi hjá vísi­sjóði seg­ir að ef þeir sem stýra mál­um í fyr­ir­tækja­heim­in­um fari ekki að átta sig á því að eins­leit teymi séu ekki rétta leið­in, þá muni þeir senni­lega tapa. Þetta sé ein­fald­lega ekki góð­ur bis­ness.
Þvöl depurð nýhyggjunar
GagnrýniLónið

Þvöl dep­urð ný­hyggj­un­ar

„Heim­ur versn­andi fer en nýja kyn­slóð­in vek­ur von.“ Sig­ríð­ur Jóns­dótt­ir rýn­ir í leik­verk­ið Lón­ið í Tjarn­ar­bíói.
Katrín bendir þinginu á að rannsaka aðdraganda og eftirmál Súðarvíkurflóðanna
FréttirSúðavíkurflóðið

Katrín bend­ir þing­inu á að rann­saka að­drag­anda og eft­ir­mál Súð­ar­vík­ur­flóð­anna

Í bréfi sem Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra sendi Þór­unni Svein­bjarn­ar­dótt­ur, for­manni stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar Al­þing­is, seg­ist hún telja að rann­sókn­ar­nefnd á veg­um Al­þing­is væri til þess fall­in að skapa traust um nið­ur­stöð­ur rann­sókn­ar á að­drag­anda og eft­ir­mál­um snjóflóð­anna í Súða­vík 1995. Flóð­in hafi ver­ið reið­arslag fyr­ir ís­lenskt sam­fé­lag.
Loka auglýsingu