Þessi færsla er meira en 2 ára gömul.

Fæðingarorlof á ferilskrá

Fæðingarorlof á ferilskrá

Eitt sem ég hef verið að velta aðeins fyrir mér síðustu daga varðandi fæðingarorlof:

Ferilskráin mín er orðin býsna löng og fjölbreytt en ein mest þroskandi og krefjandi reynslan var án vafa þegar ég var í fæðingarorlofi einn heima með Ölmu, eldra barnið okkar, um tæplega hálfs árs skeið úti í New York á meðan Cerise fór aftur í vinnuna. (Hún fékk ekkert fæðingarorlof en gat tekið sér 2 1/2 mánuð í orlof á framsækna listasafninu þar sem hún starfaði í landi frelsisins. Elsku Bandaríkin.)

Þessi reynsla mín – að vera stay-at-home dad, stundum vissulega mjög frústeraður (ég mæli ekki með því að vinna að skáldsögu meðan barnið þitt dottar í einni háværustu stórborg heims) – gerði mig skipulagðari, ósérplægnari, jákvæðari og almennt upplitsdjarfari og hressari með lífið – og veitti mér auðvitað innsýn í hlutskipti svo ótal margra mæðra í áratuga og aldanna rás. Ég segi stundum, hálfvegis í gamni, sumpart í alvöru, að enginn ætti að fá að gegna ábyrgðar- eða stjórnunarstöðu í samfélaginu nema hafa reynslu af því að hugsa daglangt um lítil börn, sín eigin eða annarra, yfir nokkurra mánaða skeið. Það kennir manni að sýna ábyrgð. Og slíkt ætti sannarlega að fara á ferilskrá þegar fólk sækir um vinnu.

Ég fór að hugsa um þetta um daginn þegar ég hitti vin minn í drykk og hann nefndi að konan hans væri að byrja aftur að vinna eftir árshlé í fæðingarorlofi með annað barnið þeirra. Auðvitað er hún ekki að „byrja aftur að vinna“ – síðasta ár hefur hún unnið myrkranna á milli – en samt er litið svo á það af hinum svokallaða vinnumarkaði. Að leiða framtíðarþegna samfélagsins inn í heiminn á ábyrgðarfullan og ástríkan hátt er ekki vinna.

Á ferilskránni hennar er nú árseyða, líkt og hún hafi tekið sér frí í heilt ár. En ekkert er fjær sanni. Auðvitað vita fjöldamargir, ef ekki flestir, vinnuveitendur hversu krefjandi og þroskandi það er að ala upp börn – þeir eru sjálfir foreldrar. Og mér finnst eiginlega fáránlegt að slíkt skipi ekki heiðurssess á ferilskrá. Feður hafa líka í auknum mæli reynslu af því að bera 100% ábyrgð á börnum sínum yfir daginn (þó að það heyri sjálfsagt enn til algjörra undantekinga að þeir geti helgað sig slíku starfi í 6 mánuði eða lengur vegna alls kyns þrýstings frá samfélaginu) og því ætti vitundin um hversu krefjandi hlutverkið er að streyma smátt og smátt inn í sífellt fleiri anga samfélagsins.

Ég legg í hið minnsta til að fólk byrji að setja þetta á ferilskrána sína þegar það sækir um vinnu: „Í fullu starfi við uppeldi eigin barna frá jan 2020-jan 2021.“ „Fæðingarorlof“ er líka kjánalegt orð – hér er ekki um neitt „orlof“ að ræða. Það mætti einhver hagleiks-orðasmiður brydda upp á nýrri tillögu þar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Lífsgildin
1
Blogg

Lífsgildin

Til­finn­inga­mál fyr­ir lang­reyð­ar

Um­ræða um af­líf­un hvala í land­helgi Ís­lands fór fram í Viku­lok­un­um á Rás 1, laug­ar­dag­inn 13. maí 2023. Þar voru rædd­ar slá­andi nið­ur­stöð­ur í skýrslu Mat­væla­stofn­un­ar um með­ferð á lang­reyð­um, hvort rétt­læt­an­legt væri að veiða hvali með þeim hætti sem gert er. Vel­ferð þeirra er aug­ljós­lega fórn­að fyr­ir óljósa hags­muni en dauða­stríð­ið er oft veru­lega lang­vinnt og sárs­auka­fullt....

Nýtt efni

Hagsmunaöflin höfðu betur
Greining

Hags­muna­öfl­in höfðu bet­ur

Ekki verð­ur fram­hald á tákn­ræn­um og efna­hags­leg­um stuðn­ingi Ís­lands við Úkraínu með nið­ur­fell­ingu tolla. Hags­muna­öfl í land­bún­aði lögð­ust þungt á þing­menn í því skyni að koma í veg fyr­ir áfram­hald­andi tolla­leysi á kjúk­lingi, sem hin sömu öfl hafa með­al ann­ars flutt inn sjálf. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn lagð­ist þver gegn áfram­hald­andi tolla­leysi og hluti Sjálf­stæð­is­flokks­þing­manna, í óþökk ut­an­rík­is­ráð­herra með­al annarra.
Íslensk stjórnvöld hafa ekkert eftirlit eða aðkomu að rannsóknarmistöð Kína
FréttirKína og Ísland

Ís­lensk stjórn­völd hafa ekk­ert eft­ir­lit eða að­komu að rann­sókn­ar­mi­stöð Kína

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, há­skóla,-iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra, seg­ir að ís­lensk stjórn­völd hafi enga að­komu að rann­sókn­ar­mið­stöð kín­verskr­ar rík­i­s­tofn­un­ar á Kár­hóli í Þing­eyj­ar­sýslu. Húnsvar­aði spurn­ing­um Andrés­ar Inga Jóns­son­ar, þing­manns Pírata, á Al­þingi.
Misvísandi upplýsingar í matarkörfu Verðgáttarinnar
Fréttir

Mis­vís­andi upp­lýs­ing­ar í mat­ar­körfu Verð­gátt­ar­inn­ar

Þann 7. júní opn­uðu stjórn­völd nýja vef­síðu, Verð­gátt­ina, sem á að auð­velda neyt­end­um að fylgj­ast með verð­breyt­ing­um á nauð­synja­vör­um. Hag­fræð­ing­ur hjá BHM kall­ar vef­síð­una Verð­sam­ráðs­gátt­ina. Villa í gögn­um gaf ranga mynd af heild­ar­verði mat­ar­körfu.
Hafnarfjarðarbær vottar aðstandendum hins látna innilega samúð
Fréttir

Hafn­ar­fjarð­ar­bær vott­ar að­stand­end­um hins látna inni­lega sam­úð

„Eng­um ein­stak­lingi hef­ur ver­ið vís­að frá án boða um önn­ur úr­ræði og ráð­gjaf­ar sveit­ar­fé­lags­ins boðn­ir og bún­ir til að finna leið­ir og lausn­ir í öll­um mál­um,“ seg­ir í svari frá Hafn­ar­fjarð­ar­bæ við fyr­ir­spurn Heim­ild­ar­inn­ar vegna heim­il­is­lauss manns með lög­heim­ili í Hafnar­firði sem var end­ur­tek­ið vís­að frá neyð­ar­skýli í Reykja­vík að kröfu bæj­ar­fé­lags­ins, og svipti sig lífi í lok síð­asta mán­að­ar.
Fjárkúgunarmál á hendur Vítalíu fellt niður
Fréttir

Fjár­kúg­un­ar­mál á hend­ur Vítal­íu fellt nið­ur

Hér­aðssak­sókn­ari hef­ur fellt nið­ur rann­sókn sem hófst með kæru Ara Edwald, Hreggviðs Jóns­son­ar og Þórð­ar Más Jó­hann­es­son­ar á hend­ur Vítal­íu Lazarevu. Kærðu þre­menn­ing­arn­ir hana, ásamt Arn­ari Grant, fyr­ir til­raun til fjár­kúg­un­ar, hót­an­ir og fyr­ir brot á frið­helgi einka­lífs.
Greinir á um skammtastærðina
FréttirLífskjarakrísan

Grein­ir á um skammta­stærð­ina

Þing­mað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins seg­ir mik­il­vægt að all­ir legg­ist á ár­arn­ar við að ná nið­ur verð­bólg­unni. Þing­mað­ur Við­reisn­ar seg­ir aft­ur á móti að ekki sé hægt að biðja aðra um að standa sig bet­ur „þeg­ar rík­is­stjórn­in hef­ur ekki stað­ið vakt­ina.“
Sendiráði Íslands í Rússlandi lokað og Rússum gert að minnka sitt hér
Fréttir

Sendi­ráði Ís­lands í Rússlandi lok­að og Rúss­um gert að minnka sitt hér

Sendi­ráð Ís­lands í Moskvu lok­ar 1. ág­úst og Rúss­um hef­ur ver­ið gert að minnka um­svif í sendi­ráði sínu hér á móti. Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir ut­an­rík­is­ráð­herra kall­aði Mik­haíl Noskov, sendi­herra Rúss­lands á Ís­landi, á fund í dag til að til­kynna þetta.
Skýringar Íslenska gámafélagsins um endurvinnslu á fernum stangast á
FréttirFernurnar brenna

Skýr­ing­ar Ís­lenska gáma­fé­lags­ins um end­ur­vinnslu á fern­um stang­ast á

Þeg­ar leit­að er upp­lýs­inga um hvað verð­ur um fern­urn­ar sem Ís­lend­ing­ar þrífa, brjóta sam­an og flokka hjá sum­um fyr­ir­tækj­anna sem fá greitt fyr­ir að end­ur­vinna þær hafa feng­ist loð­in svör. Ís­lenska gáma­fé­lag­ið hef­ur til að mynda gef­ið þrjár mis­mun­andi skýr­ing­ar.
Væntingalaus eftir reynslu af fyrra verkfalli
FréttirKjarabaráttan

Vænt­inga­laus eft­ir reynslu af fyrra verk­falli

Þriggja barna móð­ir í Kópa­vogi hef­ur á stutt­um tíma lent í tveim­ur mis­mun­andi leik­skóla­verk­föll­um.
„Það er nýtt Ísland að vaxa þarna undir“
Úttekt

„Það er nýtt Ís­land að vaxa þarna und­ir“

Stjórn­andi hjá vísi­sjóði seg­ir að ef þeir sem stýra mál­um í fyr­ir­tækja­heim­in­um fari ekki að átta sig á því að eins­leit teymi séu ekki rétta leið­in, þá muni þeir senni­lega tapa. Þetta sé ein­fald­lega ekki góð­ur bis­ness.
Þvöl depurð nýhyggjunar
GagnrýniLónið

Þvöl dep­urð ný­hyggj­un­ar

„Heim­ur versn­andi fer en nýja kyn­slóð­in vek­ur von.“ Sig­ríð­ur Jóns­dótt­ir rýn­ir í leik­verk­ið Lón­ið í Tjarn­ar­bíói.
Katrín bendir þinginu á að rannsaka aðdraganda og eftirmál Súðarvíkurflóðanna
FréttirSúðavíkurflóðið

Katrín bend­ir þing­inu á að rann­saka að­drag­anda og eft­ir­mál Súð­ar­vík­ur­flóð­anna

Í bréfi sem Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra sendi Þór­unni Svein­bjarn­ar­dótt­ur, for­manni stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar Al­þing­is, seg­ist hún telja að rann­sókn­ar­nefnd á veg­um Al­þing­is væri til þess fall­in að skapa traust um nið­ur­stöð­ur rann­sókn­ar á að­drag­anda og eft­ir­mál­um snjóflóð­anna í Súða­vík 1995. Flóð­in hafi ver­ið reið­arslag fyr­ir ís­lenskt sam­fé­lag.
Loka auglýsingu