Þessi færsla er meira en 4 ára gömul.

Fyrsta ástarjátning mín til bókarinnar

Ég gef alltaf lifað svolítið fyrir bækur: sögur, hugmyndir, orð. Fyrsta ljóðið mitt orti ég (er mér sagt) fimm ára gamall. Það var vitaskuld ort undir hexametri, forngrískum bragarhætti. Ellefu ára var ég svo kominn í bissness og framleiddi sjálfur heimagerðar bækur í jólagjafir. Ég valdi þetta hlutskipti ekki beint en að sama skapi hefur mér aldrei fundist ég eiga að gera nokkuð annað. Þetta er á vissan hátt fötlun.

En ég fagna þessari fötlun. Ég held að með því að lesa og skrifa bækur (NB: góðar bækur) lærum við að sjá heiminn. Ólíkt því sem gerist á interneti samtímans, þar sem við erum alltaf skráð inn undir eigin nafni sem notendur – og neytendur –, tekst okkur að flýja eigið sjálf eitt andartak á meðan við lesum (og skrifum). Sá sem les bók heitir ekkert á meðan. Lesandinn er nafnlaus og gott ef ekki kynlaus líka. Fyrir vikið stækkar sjálfið og styrkist: það hleypir að sér nýjum röddum, hugmyndum, reynslu. Þetta þekkir hver lesandi (og rithöfundur). Og bækur eru ekki ávanabindandi á neikvæðan hátt, eins og til dæmis samfélagsmiðlarnir. Þær eru vissulega ávanabindandi, en ekki þannig að þær skerði athyglisgáfuna. Þær efla hana. Stækka heiminn okkar.

Þetta er það öfugsnúna við „upplýsingabyltinguna“ svokölluðu: á vissan hátt hefur hún smækkað veröld okkar. Aftengt okkur – bæði frá náttúrunni og hverju öðru. Hún breytir öllu í síma – myndir – og öllum í sömu manneskjuna. Upplýsingaflóðið hneppir okkur inn í veröld sem virðist vera óendanlega flókin og margbrotin, en er það í rauninni ekki. Það er veröldin allt í kringum okkur, utan skjásins, sem er miklu flóknari og ríkari af upplýsingum.

Bækur koma okkur aftur í samband við okkur sjálf, og annað fólk. Og þær eru enn fremur vistvænasti orkugjafi samtímans. Þegar ég er þreyttur eftir að hafa verið önnum kafinn við eitt og annað, tek ég mér við alltaf fyrsta tækifæri kærkomna pásu, skil símann og önnur raftæki eftir heima og sest einn á kaffihús með ekkert nema bók, minniskompu og penna. Samstundis hleðst ég aftur upp af orku. Ég hitti aftur fyrir sjálfan mig. Hugmyndirnar taka aftur að suða í kollinum. Heimurinn stækkar að nýju. Og ég byrja aftur að skrifa…

Um nokkurt skeið hef ég verið að brjóta heilann um hvað ég gæti gert til að hampa bókinni aðeins. Mér leiðist stundum hvernig fjallað er um bækur í samtímanum. Ritdómum fækkar og fjölmiðlar fjalla mest um þær sem markaðsvöru (Arnaldur Indriðason hefur nú selt svona mörg eintök á Spáni og svo framvegis.). En það er ekki umfjöllun um bókmenntir, heldur markaðinn. Hver ætlar að tala um inntak bókanna? Hver ætlar að bera bókina inn í framtíðina?

Ég, og vonandi fleiri.

Niðurstaðan hjá mér í þetta skiptið var á þessa lund: Ég ákvað að gefa í haust út fimm bækur á einu bretti. Þær heita Erfðaskrá á útdauðu tungumáli, Heimafólk, Hið agalausa tívólí, Manneskjusafnið og Fallegasta kynslóðin er alltaf sú sem kemur næst. Þær eru seldar saman í samloku á markaðsverði einnar nýrrar íslenskrar skáldsögu. Þetta er ástarjátning til bókarinnar, tungumálsins, hugmyndanna. Þetta er ekki markaðsaðgerð, heldur lofgjörð til bókarinnar sem efnislegs fyrirbæris. Eftir því sem ég kemst næst er þetta fyrsta bókasamlokan í sögu íslenskra bókmennta. (Megi þær verða fleiri.)

Ég mun segja aðeins betur frá bókunum hér, næstu daga. Ekki líta á þetta sem auglýsingu fyrir bækurnar – og þó: þú mátt að sjálfsögðu panta þær – heldur frekar hugleiðingar höfundar til hugsanlegra lesenda. Það er jafnan þannig þegar ég lýk við að skrifa bók að það er margt, sem tengist tilurð þeirra, sem brennur á mér. Og gengur lífið ekki út á þetta: að tjá það sem maður er að hugsa til þeirra sem vilja hlusta?

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Lífsgildin
1
Blogg

Lífsgildin

Til­finn­inga­mál fyr­ir lang­reyð­ar

Um­ræða um af­líf­un hvala í land­helgi Ís­lands fór fram í Viku­lok­un­um á Rás 1, laug­ar­dag­inn 13. maí 2023. Þar voru rædd­ar slá­andi nið­ur­stöð­ur í skýrslu Mat­væla­stofn­un­ar um með­ferð á lang­reyð­um, hvort rétt­læt­an­legt væri að veiða hvali með þeim hætti sem gert er. Vel­ferð þeirra er aug­ljós­lega fórn­að fyr­ir óljósa hags­muni en dauða­stríð­ið er oft veru­lega lang­vinnt og sárs­auka­fullt....

Nýtt efni

Formaður Viðreisnar um verðbólguaðgerðir: „Ó, vakna þú, mín Þyrnirós“
Fréttir

Formað­ur Við­reisn­ar um verð­bólgu­að­gerð­ir: „Ó, vakna þú, mín Þyrnirós“

Rík­is­stjórn­in kom sam­an á auka­fundi í dag vegna stöð­unn­ar í efna­hags­mál­um. „Þótt fyrr hefði ver­ið,“ seg­ir formað­ur Við­reisn­ar, sem gagn­rýn­ir þó að for­mönn­um stjórn­mála­flokka hafi ekki ver­ið kynnt­ar nein­ar til­lög­ur á fundi með for­sæt­is­ráð­herra í morg­un.
Stefán Ingvar Vigfússon
Stefán Ingvar Vigfússon
Pistill

Stefán Ingvar Vigfússon

Hvers virði eru orð­in?

Bæk­ur eru lang­ar og það tek­ur lang­an tíma að skrifa bók. Það er líka mik­il vinna, ég veit það af því að ég hef gef­ist upp á að skrifa bæk­ur, al­veg fullt af þeim.
Matvælaráðuneyti og Fiskistofa hafa ekki brugðist við úrbótatillögum
Fréttir

Mat­væla­ráðu­neyti og Fiski­stofa hafa ekki brugð­ist við úr­bóta­til­lög­um

Mat­væla­ráðu­neyti og Fiski­stofa hafa ekki brugð­ist með við­un­andi hætti við úr­bóta­til­lög­um Rík­is­end­ur­skoð­un­ar frá 2018 varð­andi eft­ir­lit stofn­un­ar­inn­ar með vigt­un sjáv­ar­afla, brott­kasti og sam­þjöpp­un afla­heim­ilda.
„Það sem þarf að breytast er menningin“
Úttekt

„Það sem þarf að breyt­ast er menn­ing­in“

Banka­stjóri Ís­lands­banka seg­ist telja að sé ákveð­inn kunn­ingjakúltúr í fjár­fest­inga- og fjár­mála­heim­in­um sem illa hafi tek­ist að upp­ræta.
Yfirlýsingar lögmanns Samherja í mótsögn við forstjóra
FréttirSamherjaskjölin

Yf­ir­lýs­ing­ar lög­manns Sam­herja í mót­sögn við for­stjóra

For­svars­menn Sam­herja, þar á með­al Þor­steinn Már Bald­vins­son for­stjóri, hafa hald­ið því fram að Namib­íu­mál­ið hafi eng­in áhrif haft á við­skipti sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­is­ins. Lög­mað­ur fyr­ir­tæk­is­ins sagði hins veg­ar fyr­ir dómi í Bretlandi í síð­asta mán­uði að stór­ir við­skipta­vin­ir hefðu stöðv­að við­skipti sín við fyr­ir­tæk­ið í kjöl­far um­fjöll­un­ar um mál­ið.
Fjármögnuðu myndband í Rúmfatalagernum – og sýna nú á Berlin Music Video Awards
Viðtal

Fjár­mögn­uðu mynd­band í Rúm­fa­tala­gern­um – og sýna nú á Berl­in Music Vi­deo Aw­ards

Á dög­un­um var frum­sýnt tón­list­ar­mynd­band, verk­ið Devil never kil­led! – sem telst til tíð­inda enda er það, satt að segja, frek­ar stutt­mynd en hefð­bund­ið tón­list­ar­víd­eó. Í mynd­band­inu eru hvorki meira né minna en fimm­tíu auka­leik­ar­ar og tutt­ugu manns unnu við það, svo sam­tals komu að því sjö­tíu manns. At­hygli vek­ur að bæði tón­list­ar­mað­ur­inn Theó Paula og leik­stjór­inn, Tóm­as Nói Em­ils­son, eru ný­skriðn­ir úr mennta­skóla og Theó fjár­magn­aði verk­ið að stór­um hluta með því að vinna í Rúm­fa­tala­gern­um.
Af hverju hefur stjórnmálatraust minnkað í þróuðum lýðræðisríkjum?
Samtal Við Samfélagið#2

Af hverju hef­ur stjórn­mála­traust minnk­að í þró­uð­um lýð­ræð­is­ríkj­um?

Gest­ur vik­unn­ar er Vikt­or Orri Val­garðs­son, nýdoktor í stjórn­mála­fræði við há­skól­ann í Sout­hampt­on í Bretlandi. Vikt­or lauk doktors­prófi frá sama há­skóla en í doktor­s­verk­efni sínu skoð­aði hann hvers vegna kosn­inga­þátt­taka hef­ur minnk­að í mörg­um þró­uð­um lýð­ræð­is­ríkj­um, með sér­staka áherslu á hvort og hvernig stjórn­mála­legt sinnu­leysi og firr­ing geti út­skýrt þessa þró­un. Þessa stund­ina tek­ur hann þátt í al­þjóð­legu rann­sókn­ar­verk­efni, Trust­Gov, en það skoð­ar eðli, or­sak­ir, af­leið­ing­ar og mynstur stjórn­mála­trausts á heimsvísu. Hann hef­ur einnig beint sjón­um að því hvernig stjórn­mála­traust skipt­ir máli á tím­um heims­far­ald­urs COVID-19, til að mynda hvaða hlut­verki slíkt traust gengdi í van­trausti til bólu­efna. Í þætti vik­unn­ar seg­ir hann Sigrúnu frá doktor­s­verk­efni sínu en einnig frá þeim verk­efn­um sem hann er að vinna í þessa stund­ina, sem með­al ann­ars tengj­ast stjórn­mála­trausti á Ís­landi í al­þjóð­legu sam­hengi.
Leyndardómar mötuneytis Alþingis - Slegist um kótilettur í raspi
Vettvangur

Leynd­ar­dóm­ar mötu­neyt­is Al­þing­is - Sleg­ist um kótilett­ur í raspi

Mötu­neyti Al­þing­is er hjart­að í hús­inu, griðastað­ur þar sem all­ir eru vin­ir, svona yf­ir­leitt. Starfs­fólk­ið hugs­ar vel um alla, líka mat­vanda þing­mann­inn sem borð­ar helst ekki græn­meti en elsk­ar græn­met­is­rétt­ina. Ann­ar seg­ist íhuga að fá bann við því að hvít­ur Mon­ster orku­drykk­ur sé seld­ur þar, drykk­ur sem fékkst fyrst í sjopp­unni eft­ir form­legt er­indi til for­sæt­is­nefnd­ar Al­þing­is.
Fernur eiga ekki framhaldslíf en hvað með sambandið mitt?
Alma Mjöll Ólafsdóttir
Pistill

Alma Mjöll Ólafsdóttir

Fern­ur eiga ekki fram­halds­líf en hvað með sam­band­ið mitt?

Í eld­hús­inu safn­ast upp haug­ur af fern­um sem þarf að skola, flokka og setja í end­ur­vinnslutunnu, sem er oft­ar en ekki yf­ir­full, svo fern­urn­ar halda áfram að hlað­ast upp.
Gjörningaveisla í afmæli Kling & Bang
GagnrýniKling & Bang gjörningaveisla

Gjörn­inga­veisla í af­mæli Kling & Bang

Lista­manna­rekna galle­rí­ið Kling & Bang fagn­aði tutt­ugu ára starfsaf­mæli seint í síð­asta mán­uði og list­fræð­ing­ur­inn Mar­grét Elísa­bet Ólafs­dótt­ir fjall­ar hér um gjörn­inga­veislu í til­efni þess.
Skatturinn samþykktur: Eigandi Arnarlax mótmælir
FréttirLaxeldi

Skatt­ur­inn sam­þykkt­ur: Eig­andi Arn­ar­lax mót­mæl­ir

Norska lax­eld­is­fyr­ir­tæk­ið Salm­ar er ósátt við aukna skatt­lagn­ingu á grein­ina í Nor­egi. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur sagt að skatt­lagn­ing­in dragi úr mögu­leik­um á fjár­fest­ing­um í Nor­egi en geti auk­ið þær á Ís­landi.
„Ekkert að því að laun þingmanna hækki eins og annarra“
Fréttir

„Ekk­ert að því að laun þing­manna hækki eins og annarra“

Þing­menn segja að þeir eigi líkt og aðr­ir rétt á launa­hækk­un­um, en hækk­an­ir fram und­an séu óþarf­lega há­ar.