Þessi færsla er meira en 8 ára gömul.

Yeats og páskauppreisnin 1916

 Á nýliðnum páskum minntust Írar þess að hundrað ár væru liðin frá páskauppreisninni í Dyflinni.

 Uppreisnin

Fámennur hópur írskra þjóðernissinna undir forystu John Connallys og Padraig Pearse greip til vopna gegn Bretastjórn, hertók pósthúsið í Dyflinni og lýsti yfir stofnun írska lýðveldisins.

Bretar brutu uppreisnina aftur með fádæma hörku. Uppreisnarmennirnir voru dæmdir af herrétti og teknir  af lífi. Þegar uppreisnin hófst átti hún sér formælendur fáa meðal írskra   en framferði Breta varð þess valdandi að Írar breyttu um skoðun.  

Eftir miklar blóðsúthellingar, stríð við Breta og borgarastyrjöld innanlands varð írska lýðveldið að veruleika árið 1923.  En lýðveldissnnar urðu sætta sig við að Norður-Írlandi væri áfram undir breskri stjórn.

Kvæði Yeats

Víkur nú sögunni að írska nóbelsskáldinu William Butler Yeats (1865-1939). Hann orti mikilfenglegt kvæði um páskauppreisnina og  ber það heitið Easter 1916. Í kvæðinu kemur fram tvíbent afstaða til uppreisnarinnar,  hann  var írskur þjóðernissinni en andsnúinn valdbeitingu. Þess utan var honum misvel við uppreisnarmennina. Einn þeirra, John MacBride, hafði gifst konunni sem Yeats elskaði, Maud Gonne, skáldinu til armæðu og leiðinda. Til að bæta gráu ofan á svart hafði  McBride  farið illa með hana. Yeats segir í kvæðinu að McBride  hafi verið „A drunk, vainglorious lout“. Samt verður  skáldið  að játa að MacBride og hinir uppreisnarmennirnir hafi sýnt mikið hugrekki:

                   Yet I number him in the song

                   He, too, has resigned his part

                   In the casual comedy:

                   He, too, has been changed in his turn,

                  Transformed utterly:

                  A terrible beauty is born.

 

Þeir hafi breyst algerlega, hætt að vera hversdagsmenn og orðið hetjur, hætt að vera ruddalegir leiðindaskarfar  og orðið píslarvotta.   Þrátt fyrir það  hafi þeir verið hinir verstu ofstækismenn, ofstækinu lýsir Yeats með svofelldum orðum:

                   Hearts with one purpose alone

                   Through summer and winter seem

                    Enchanted to a stone

                   To trouble the living stream

Einsýnir  menn breyta aldrei um skoðun og vilja ekkert vilja læra, líkjast þeir ekki einna helst steinum? Steinum í götu manna.

Ekki er nóg með að Yeats hafi  líkað illa við ofstæki uppreisnarmannanna, hann var ekki viss um  að uppreisnin hefði   verið nauðsyn. Hann útilokaði ekki þann möguleika að Bretar hefðu efnt loforð sitt um að veita Írum heimastjórn eftir fyrri heimsstyrjöld:

                  Was it needless death after all?
                  For England may keep faith

                 For all that is done and said…

Meginstef ljóðsins er endurtekið hvað eftir annað „a terrible beauty is born“. Uppreisnin er bæði falleg og skelfileg, hroðafögur.  Hún var nauðsyn og þó um leið ónauðsynleg, uppreisnarmennirnir voru hetjur og andhetjur í senn. Yeats líkur kvæðinu með magnaðri nafnaþulu, hann  þylur  nöfn uppreisnarmannanna:

                I write it out in a verse-

               MacDonagh and MacBride

              And Connolly and Pearse

              Now and in time to be,

             Wherever green is worn,

             Are changed, changed utterly:

            A terrible beauty is born.

Mergjaður  lokahnykkur á miklu kvæði

Lokaorð

Þegar ég skrifaði færsluna sat ég  og hlustaði á þingumræður í beinni, umræður um „afrek“ Sigmundar Davíðs og ríkisstjórnar hans.

Átök eru framundan, hroðafögur átök.

Kannski skapast betra Ísland fyrir vikið.

 

 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni