Þessi færsla er meira en 9 ára gömul.

Ormstunga hin nýja-Skáldssaga Snæbjörns og Kjartans Yngva

Flestir lesenda kannast við Gunnlaugs sögu Ormstungu, færri við nýju fantasíu-skáldssögu þeirra Snæbjörns Brynjarssonar og Kjartans Yngva Björnssonar.

Hæun ber heitið „Ormstunga“ og er þriðja bindið í Þriggja heima sögu, voldugu verki sem lýsir hugsaðri veröld.

Í þeirri veröld eru galdrar sjálfsagðir, heimi mannfólksins er ógnað af annarlegum öflum.

 Fáein ungmenni fara í mikla ferð til að bjarga heiminum og lýsa skáldssögurnar ævintýrum þeirra.

Nýja bókin er full af tilvísunum í allar áttir, ekki síst til goðsagna hvers konar. Yfirleitt virka tilvísanirnar vel, þær undirstrika að þessi hugsaði heimur á margt sameiginlegt með okkar heimi.

Bókin er velskrifuð og skemmtileg, rétt eins og fyrri bækur þeirra félaga.

Það fylgir sögunni að Snæbjörn sótti um laun úr rithöfundasjóði til að skrifa þessa bók en umsókn var hafnað.

 Fantasíur eiga víst  ekki upp á pallborðið hjá þeim sem úthluta slíkum launum. Ekki virðast þeir heldur hrifnir af ungum höfundum og nýjum skáldum.

„En hættu nú herra, hér mun koma verra“.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni