Þessi færsla er meira en 9 ára gömul.

Vor 2017: Í-listinn

Apríl 2017, kosningar í nánd. Laugardalshöllin fyllist af fólki, það er kosningafundur Í-listans, Íslandslista Samfylkingarinnar, Vinstri grænna og óháðra.

Fer með himinskautum í skoðanakönnunum.

Laugardalshöllin er skreytt borðum með vígorðum: "Niður með ríkra-ríkisstjórnina!",

"Niður með sægreifaveldið!", "Burt með fákeppni bankanna!",

"Niður með álauðvaldið!", "Leggjum sæstreng til Bretlands!",

"Uppboð á kvóta, engan gjafakvóta!"

Á sviðinu tónlistarmenn, þeir taka að leika og syngja hin forna baráttusöng jafnaðarmanna "Sjá roðann í austri".

Fundargestir taka kröftuglega undir "...þeir skammta okkur frelsi, þeir skammta okkur brauð, hver skóp þeirra drottnandi auð?"

Nú er aðalræðumaður kvöldsins kynntur, ung kona sem er forsætisráðherraefni Í-listans.

Hún gengur inn á sviðið við gífurleg fagnaðarlæti fundargesta sem hrópa taktfast "Kata! Kata!"

Hún tekur til máls.

 

 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni