Þessi færsla er meira en 8 ára gömul.

Viðreisn með reisn?

 Fátt veit ég gleðilegra en ófarir Sjálfsstæðisflokksins.

Ég ók mér því af ánægju þegar ég frétti af brotthlaupi Þorsteins Pálssonar og Þorgerðar Katrínar úr flokknum. En ekki þótti mér mikil reisn yfir ummælum Þorgerðar í viðtölum. Hún vill ekki gagnrýna Sjálfsstæðisflokkinn fyrir nokkurn skapaðan hlut, mærir formanninn o.s.frv. Í ofan á lag þótti henni og Þorsteini sjálfsagt að tilkynna Bjarna Ben um vistarskipti sín, rétt eins og hann væri náinn ættingi og vinur. Spurt er: Hafa þau í raun og veru yfirgefið flokkinn, eru þau í Viðreisn með reisn? Munu þau berjast fyrir því að Viðreisn leggist í eina sæng með íhaldinu eftir kosningar? Hvað flokksformanninn Benedikt varðar þá vil ég þakka honum fyrir að kljúfa flokksskömmina. En ég bæti  við: Römm er sú taug er rekka dregur til Engeyjar og Valhallar.

Bót í mál er að ýmsir  Viðreisnarmenn eru hreint ekki gamlir Sjallar, nægir að nefna hinn bráðefnilega ungliða, Bjarna Halldór Janusson. Hann og hans líkar eru Viðreisnarmenn með reisn.

 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni