Þessi færsla er meira en 9 ára gömul.

VÍETNAMSTRÍÐIÐ

Þórarinn Eldjárn orti um þau ár „…þegar Hanoi var höfuðborg lífs míns“.

Þau ár eru löngu horfin í aldanna skaut, í dag eru fjörutíu ár liðin síðan Víetnamstríðinu lauk.

Stríðinu sem breytti heilli kynslóð.

Stríðinu sem breytti Bandaríkjunum.

Stríðinu sem kostaði hundruð þúsundir manna lífið.

Stríðinu sem enn drepur fólk í Víetnam, fólk sem stígur á fornar jarðsprengjur.

Stríðinu sem hrakti fjölda manns í útlegð, fólk sem flúði landið á litlum bátum.

Stríðinu sem ég hélt ungur sveinn að aldrei myndi enda.

En það endaði samt.

 

 

 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni