Þessi færsla er meira en 9 ára gömul.

"Við borgum ekki! Við borgum ekki!"

Svo hét frægt leikrit eftir ítalska nóbelsskáldið Dario Fo. Það fjallar um konur sem gerast búðaþjófar vegna þess að þær hafi ekki ráð á að kaupa í matinn.

Á Íslandi virðast bankar og fleiri stofnanir okra á fólki.

Hvernig væri að Íslendingar tækju sig saman um að borga nákvæmlega þá vexti af lánum sem telja má sanngjarna?

Neita að borga fyrir okrið undir kjörorðinu „við borgum ekki!“

Ef tugir þúsunda Íslendinga tækju þátt í slíkri aðgerð yrði erfitt fyrir bankana að innheimta okurgjaldið. Jafnvel þótt þeir siguðu löggunni á skrílinn.

Kannski er komin hér lausn á margnefndum vanda skuldara.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni