Þessi færsla er meira en 6 ára gömul.

Þúfan og hlassið, brjóstgjöfin og framleiðnin

Alltof algengt er að menn leiti skýringa á sögulegum og félagslegum ferlum í meintum  lögmálum og öðru því  sem algildi á að hafa. Of lítið er gert af því að huga að mögulegum mætti tilviljana og smáatriða, menn gleyma að þúfan litla getur velt hlassinu þiunga. Og að fiðrildið smáa getur valdið ofviðri með því einu að blaka vængjunum á tilteknu augnabliki á tilteknum stað.

Brjóstgjafarleysan mikla

Lítum á Íslandssöguna. Erlendir ferðamenn á fyrri öldum höfðu sumir orð á því að Íslendingar virtust ekki þrekmiklir. Þess utan var barnadauði mikill og meiri en víðast í Evrópu. Ein meginskýring á því síðastnefnda voru þau undarlegu ósköp að konur höfðu börn helst ekki á brjósti heldur gáfu kúamjólk og fasta fæðu. Það er talið hafa að nokkru leyti stafað af því að konur þurftu helst að fara að vinna eins fljótt og mögulegt er. Það hafi m.a. verið vegna þess að eiginmenn voru oft langdvölum á sjónum. En bent hefur verið á að vinnuharka hafi síst verið minni annars staðar í Evrópu og að franskir sjómenn hafi oft verið mánuðum saman í burtu, samt hafi brjóstgjöf tíðkast í Frakklandi. Brjóstgjafarleysan virðist því eiga sér rætur í einhverjum séríslenskum aðstæðum, jafnvel einhverri landlægri dellu (della er þúfuígildi). Spurt er: Kann brjóstgjafarleysan að vera skýring á þrek-og heilsuleysi Íslendinga á átjándu og nítjándu öld? Yfirleitt er talið að brjóstamjólk sé heilsubætandi og jafnvel greindaraukandi. Þrekleysi, heilsuleysi og mikill barnadauði hafa eflaust átt þátt í fátækt og vesöld Íslendinga. Kann brjóstgjafarleysan að hafa verið þúfan sem velti hlassinu?

Framleiðnisleysan mikla

Margt bendir til þess að framleiðni sé minni á Íslandi en í nágrannalöndunum. Getur verið að ein ástæða þess sé einfaldlega sú að fólk fái ekki nægan svefn vegna þess „smáatriðis“ að klukkan íslenska er ekki rétt stillt heldur samræmd meðaltíma Greenwich sem er langt austan við Ísland?

Lokaorð

„Mitt kall er ei að svara heldur spyrja“, sagði Henrik Ibsen í bréfi til Georgs Brandes. Ég á engin svör við þessum spurningum, kannski góðfús lesandi lumi á góðum svörum.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.