Þessi færsla er meira en 5 ára gömul.
Trump, tímaferðalangur
Trump er eins og maður frá því um 1960 sem farið hefur í tímaferðalag til okkar tíma. Eða hvers vegna heldur hann að aðalframleiðsluvörur Bandaríkjanna séu bílar, kol og stál? Þannig var það um 1960.
Hvers vegna heldur hann að hann hafi leyfi til að káfa á konum að vild? Þannig var það um 1960 eins og sjónvarpsþættirnir Mad Men bera vitni um.
Hvers vegna talar hann um hreint loft og vatn þegar rætt er um hlýnun jarðar? Vegna þess að umræða um mengað vatn og loft var umhverfisumræðan um 1960.
Hvers vegna hæðist hann að lituðu fólki? Vegna þess að það þótti sjálfsagt fyrir sextíu árum.
Best væri að senda hann tilbaka og búa svo um hnútana að hann eigi aldrei afturkvæmt.
Athugasemdir