Stórútgerðin og ábyrgðin
Undur og stórmerki! Gunnar Bragi Sveinsson gerir meira en að gefa í skyn að stórútgerðamenn vanti samfélagslega ábyrgð.
Hann spyr hvort þessi ábyrgðarskortur sýni að þeir séu ekki réttu mennirinir til að fara með auðlindina.
Þeir berjist nú gegn viðskiptabanninu á Rússlandi eingöngu vegna eiginhagsmuna og sýni vart lit á að halda aftur af arðgreiðslum.
Utanríkisráðherrann biður þá um fara sér hægt í arðgreiðslum í ljósi ástandsins.
Kári Stefánsson sýnir þjóðinni mikla rausn, meira að segja útrásarmennirnir voru gjafmildir en aðallega á lánsfé.
Hvað um stórútgerðarmennina?
Hafa þeir fært Landsspítalanum stórgjafir?
Hafa þeir gert eitthvað fyrir sjávarþorp sem misstu kvótann, „þökk“ sé þeim sjálfum?
Hafa þeir eitthvað gert eitthvað fyrir einhvern annan en sig sjálfa og sína nánustu?
Hafa þeir snefil af samfélagslegri ábyrgð?
Eru þeir réttu mennirnir til að fara með sameign okkar Íslendinga?
Lesandi góður, ég held þú þekkir svörin við þessum spurningum.
Athugasemdir