Þessi færsla er meira en 8 ára gömul.

Stjórnin: Mölvum hana, bölvaða!

 Einn helsti heimspekingur upplýsingartímans kallaði sig "Voltaire" og var

franskur aðalsmaður.  Hann barðist gegn valdníðslu,   og hjátrúargrillum,  endaði oft bréf sín á því að skrifa  „Écrasons l'infâme “, „mölvum hana bölvaða“.  Átti við kirkjuvald, umburðarleysi, hjátrú og annan djöfuldóm. Heimfæra má þessa hvatningu Voltaires á íslenskan nútíma, á laugardaginn ber okkur að mölva hina bölvuðu ríkra-ríkisstjórn. Og hennar umburðarleysi, valdníðslu margs konar, og hjátrú á kreddur ýmsar.

Okkur ber að lyfta til valda alþýðustjórn sem hefur almannahag að leiðarljósi.

Auðlindarðinn til fólksins!

Réttláta kjördæmaskipan! Engan fjáraustur í landbúnaðarhítina! Enga einkavinavæðingu! Tvíflokkinn í langa, langa útlegð!

 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni