Skrímslið
Margir lesenda þekkja ugglaust amerísku rokksveitina Steppenwolf
Eitt af lögum hennar er þekkt undir heitinu Monster og er frá árinu 1969.
Í textanum er saga Bandaríkin rakin, lögð áhersla á jafnt hið góða og hið slæma í þeirri sögu. En lýst miklum áhyggjum af stöðu Bandaríkjanna í samtímanum (árið 1969). Stjórnmálamenn væru hirðulausir um almannahagsmuni og kosningaþátttaka almennings inntakslaus brandari. Auk þess væri spillingin allt lifandi að drepa: „And corruption is stranglin‘ the land“.Kannast einhver lesenda við þann vanda? Viðlagið er magnað:
„America where are you now?
Don‘t you care about your sons and daughters?
Don‘t you know, we need you now,
We can‘t fight alone against the monster.
Þýtt og staðfært: Fjallkona, hvar ertu nú? Hirðirðu ekki um börnin þín smá? Vita máttu að við þörfnumst þín nú, við getum ei barist ein gegn skrímslinu ógurlega.
Marghöfða skrímsli með aflandshaus, kvótahöfuð, vaxtaokurhaus, Framsóknarhaus, Sjallahaus.
Athugasemdir