Þessi færsla er meira en 8 ára gömul.

Sigurður Ingi

Forsætisráðherranefnan  segir að það sé flókið að eiga fjármuni á Íslandi.

En er ekki enn flóknara að eiga enga fjármuni?

Forsætisráðherranefnunni finnst það vandamál að efnað fólk sé milli tannanna á mönnum.

Hefur hann engar áhyggjur af hagi þeirra sem lítið eiga?

Finnst honum það ekki vandmál að venjulegt ungt fólk geti ekki eignast húsnæði?

Finnst honum það ekki vandamál að margir séu að sligast undan okurvöxtum?

Hvers vegna nefnir hann ekki vanda þessara stóru hópa? Hverra forsætisráðherra er hann?

Ég sé hann fyrir mér horfandi út um gluggann á Alþingishúsinu, komandi auga  á mótmælendur, og segja við Bjarna Ben:

"Af hverju borðar það ekki bara kökur?"

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni