Þessi færsla er meira en 8 ára gömul.

Réttlætingarkreppa á Íslandi

 Ég hef oft nefnt heimspekinginn Jürgen Habermas í færslum mínum.

Á sínum yngri og róttækari árum setti hann fram kenningu um réttlætingarkreppu í síðkapítalísku skipulagi. Hann var ekki viss um að von væri á efnahagskreppu enda setti hann kenningu sína fram á blómaskeiði hins vestræna kapítalisma, á árunum upp úr 1970. En möguleiki sé á ýmsum öðrum kreppugerðum, ekki síst réttlætingarkreppum. Róttækasta mynd slíkrar kreppu er ástand þegar fólk hefur hreinlega misst trú á samfélagskerfinu. Þarf ég að segja að íslenskt samfélag sé í réttlætingarkreppu?

Annar meginspekingur, austuríski hagfræðingurinn Josef Schumpeter, sagði að efnahagskreppur væru ill nauðsyn. Þær hreinsuðu hagkerfið. Líkja má efnahagskreppum við skógarelda. Þeir valda miklum usla en hreinsa skóginn, án þeirra hrörnar skógurinn. Alla vega þekkja flestir af eigin  reynslu að lífskreppur geta verið  námsferli. Menn verða stundum betri og vitrari fyrir vikið, læra af biturri reynslu. Vonandi verður íslenska réttlætingarkreppan námsferli, vonandi verða ráðamenn og þjóðin öll betri og vitrari að henni afstaðinni.

 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni