Þessi færsla er meira en 9 ára gömul.
Páll Skúlason, prófessor (1945-2015)
Ég hefði helst viljað hefja bloggferil minn á Stundinni með léttum hætti. En rétt í þessu barst mér sorgarfregn.
Páll Skúlason, heimsspekiprófessor, lést í fyrradag.
Páll var brautryðjandi heimspekikennslu á Íslandi og vann ötullega að því að gera veg heimspekinnar sem mestan í þjóðlífinu.
Í hans huga var líf og heimspeki eitt, heimspekingurinn skyldi ekki sitja í fílabeinsturni heldur leggja sitt af mörkunum til að bæta mannfélagið.
Nú er skarð fyrir skildi.
Athugasemdir