ÖLD Á GELGJUSKEIÐI
Öldin okkar fæddist þann 1. janúar árið 2001, ekki 2000 eins og sumir halda.
Hún verður því fimmtán ára innan tíðar og er svo sannarlega komin með unglingabóluna, komin á gelgjuskeiðið.
Eins og títt er um gelgjuunglinga þá er hún óró og stefnulaus, veit ekki hvað hún vill.
Þegar hún var barn treysti hún foreldrum sínum fullkomlega, móðurinni, henni Hnattvæðingu og föðurnum, honum Markaði.
En allmikið vatn er til sjávar runnið, margt hefur gerst sem valdið hefur því að hún rís nú gegn pabba og mömmu.
Sums staðar í nafni Syrizu, annars staðar í nafni Bernie Sanders, á þriðja staðnum í nafni Pírata, á enn einum stað í nafni UKIP.
En eins og títt er um gelgjuuppreisnir er markmiðið með uppreisnininni harla óskýrt.
Kannski það skýrist þegar öldin eldist.
Athugasemdir