Þessi færsla er meira en 8 ára gömul.
Launþegafrídagur
Fyrir fjörutíu árum gerðist merkilegur atburður á Íslandi.
Íslenskar konur tóku sér frí þann dag til að sýna hversu mikilvægt framlag kvenna væri til efnahagsins. Kvennafrídagurinn olli vatnaskilum í íslensku samfélagi, staða kvenna stórbatnaði í kjölfar hans.
Það er kunnari en frá þurfi að segja að staða launþega á Íslandi mætti vera betri, atvinnurekendur vaða uppi með græðgi og siðleysi.
Hvernig væri að launþegar sýndu hyskinu tennurnar? Þeir ættu að standa fyrir launþegafrídegi til að sýna að samfélagið getur ekki virkað í tvær sekúndur án launþega.
Athugasemdir