Þessi færsla er meira en 8 ára gömul.

Hryðjuverkin í Nice

Ég dvaldi þrjá mánuði í Nice árið 2005.

 Gekk oft og mörgum sinnum um strandgötuna fögru, Promenade des anglais sem nú er ötuð blóði hinna saklausu.

Hér eru brot úr bloggi mínu um dvölina þar, ásamt eina kvæðinu sem ég hef bögglað saman á frönsku.

Nikea, Nice la belle, Nissa bella, sigurborg, fagraborg. Dimmblár flóinn skeifulaga, meðfram honum  Promenade des anglais þar sem íbúar og túristar spóka sig.

Alls staðar pálmatré og gömul glæsihótel, Negresco þeirra fremst og þó (Regina þar sem Matisse bjó er mitt uppáhald! En það hótel er í öðru hverfi)...

Engu líkara er en sagnarandi hafi komið yfir mig er ég í kvæðinu tala um englaflóann  sem "flóa djöfla" og borgina sem "borg haturs og skammar".

NICEA, NISSA, NICE

Nicea, Nissa la bella, Nice la belle.

Ville de la victoire, cité de la beauté.

Capitale du doleur de la honte et de la haine-et l´ivresse.

Nice est un bateau ivre, un bateau blanc qui navige sur le baie des anges, le baie des demons.

Un bateau beau, un bateau de la victoire.

 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni