Þessi færsla er meira en 9 ára gömul.

HÓTELBÓLA OG KRANATALNING

Nokkru fyrir hrun kom erlendur hagfræðingur til Íslands, einn þeirra fáu sem ekki lét glepjast af útrásinni.

Hann bað um að láta keyra sig um bæinn, á bíltúrnum taldi hann byggingarkrana.

Að talningu lokinni sagði hann „hér er efnahagsbóla, kranafjöldinn er órækt merki um það“.

Undirritaður er staddur í Reykjavík, töltir um bæinn og telur krana.

Þeir eru ógnar margir.

Allir sem eitthvað eiga undir sér láta nú byggja hótel, vilja gera út á ferðamenn. En áður en varði verður offramboð á hótelherbergjum, eitthvað af hótelunum mun rúlla.

Það er svo sem í lagi, reikna má með því að hæfustu hótelin lifi af í samkeppninni.

En hvað gerist þegar túristarnir verða leiðir á Íslandi og finna sér nýja, spennandi staði að skoða?

Mun þá hótelbólan springa?

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni