Þessi færsla er meira en 9 ára gömul.

Hinn illa fjáði hr. Arion

Hr. Arion og banki hans tóku nýverið yfir Sparisjóð Siglufjarðar.

Sjóðurinn hafði um nokkurt skeið styrkt Ljóðasetur Íslands árlega með 300.000 krónum.

En hr. Arion telur að banki sinn hafi ekki ráð á að styrkja setrið sem reynir nú að bæta sér fjármissinn með söfnun meðal almennings.

Væri ekki ráð að safna fé til styrktar hinum bláfátæka hr Arion?

Og hvað um vini hans útgerðarmennina?

Þeir hafa víst ekki ráð á að styrkja Landsspítalann.

Verður ekki að styrkja þessa vesælu, örfátæku menn með fjárframlögum?

 

 

 

 

 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni