Þessi færsla er meira en 8 ára gömul.

Heykvíslar næst?

Þegar franska byltingin hófst voru heykvíslar  helsta vopn alþýðu manna er hún steypti konungnum af stóli.

Bandaríski trilljónamæringurinn Nick Hanauer varar nú stéttsystkini sín við. Haldi misdreifing auðs/eigna  og tekna að aukast enn vestanhafs eigi ríkisbubbar á hættu að fá heykvíslar upp í óæðri endann.

Nú er misdreifing tekna  ekki svona hrikaleg á Íslandi, alla vega ef marka má staðtölur (þær eru ekki heilagar!). En misdreifing auðs/eigna er að verða allmikil.

Og  frekja og tillitsleysi íslenskra auðkýfinga er ótrúleg, sama hvort um er að ræða sægreifa, bankajöfra eða kaupsýslumenn.

Spurt er: Vilja þeir fá heykvíslar upp í afturendann?

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni