Þessi færsla er meira en 9 ára gömul.

Þegar amma varð bjargvættur

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir skrifar ágætan pistil um ömmu sína hér á Stundinni.

Hún var flóttakona, henni var bjargað.

Móðuramma mín, Ásdís Þorgrímsdóttir (1883-1969), var bjargvættur.

Hún átti þátt í að bjarga Gyðingafjölskyldu frá Þýskalandi Hitlers og skaut skjólshúsi yfir hana um alllangt skeið.

Amma var húsmóðir, ekkja með fjölda  barna. Studdi Sjálfsstæðisflokkinn og eins og alltof margir Vesturbæingar.

En hún var sjálfsstæð í skoðunum, fordæmdi Hitler frá fyrstu stundu, þótt æði margir Íhaldsmenn bæru blak af honum, styddu hann jafnvel.

Hún skaut skildi fyrir Halldór Laxness sem þótti ekki par fínn pappír í Íhaldskreðsum.

Og komin á sjötugsaldurinn varði hún framúrstefnutónlist Jóns Leifs og atómskáldin!

Blessuð sé minning Ásdísar ömmu minnar.

 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni