BJÖRK 5TUG
Í dag verður Björk Guðmundsdóttir fimmtug.
Söngkonan, álfkonan, tónskáldið, náttúrubarnið, náttúruverndarsinninn.
Ég hef líkt henni við franska heimspekinginn Jean-Jacques Rousseau (1713-1778)
Sem reyndar var tónskáld líka.
Sem elskaði að rölta um Guðs græna náttúruna og skrifaði bók um það.
Sem varði hið náttúrulega, sjálfssprottna, gegn hinu ofursiðmenntaða, útspekúleraða.
Sem benti á mikilvægi bernskunnar, að barnið væri ekki bara smækkuð mynd af fullorðnu fólki.
Sem var óhræddur við tjá tilfinningar sínar í ritum, ekki síst Játningunum.
Björk talar um mikilvægi göngutúra í náttúrunni og gerir plötur á borð við Biophilia þar sem hún tjáir volduga náttúrsýn.
Björk hefur ævinlega verið hún sjálf, aldrei þótst vera neitt annað. Hún hefði sjálfssagt getað selt ennfleiri plötur ef hún hefði skipt um nafn og ekki skrifað langa texta á íslensku á plötuumslög, jafnvel sungið á því máli.
Björk hefur ávallt leyft barninu í sér að njóta sín án þess að vera á nokkurn hátt barnaleg.
Björk tjáir tilfinningar sínar klárlega á plötum á borð við Vulnicura, hennar játningardiski.
Megi hún lengi lifa!
Athugasemdir