Þessi færsla er meira en 8 ára gömul.

Bessastaðabóndinn fer hvergi

Þann sjötta apríl síðastliðinn skrifaði ég eftirfarandi feisbókarfærslu:

"Nú bíð ég eftir því að skorað verði á Ólaf Ragnar að bjóða sig fram, hann flytji svo landsföðurslegt ávarp þar sem hann segist verða að taka áskoruninni vegna þeirrar erfiðu stöðu sem landið er í. Og vinni stórsigur".

Ég reyndist sannspár, Bessastaðabóndinn hyggst ekki bregða búi.

Kannski að kjósendur sjái til þess að hann verði fluttur  nauðungarflutningum.

 Er ekki kominn  tími til að þjóðin sanni að hún sé réttnefnd bókaþjóð?

Í framboði er ungur og efnilegur rithöfundur.

 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni