Þessi færsla er meira en 3 ára gömul.

ÁFRAM FRJÁLSLYNDA MIÐJA!

Innan skamms ganga Íslendingar að kjörborðinu. Kjörorð þeirra ætti að vera „hina frjálslyndu miðju til valda, burt með sægreifaflokkana!“

Flokkar frjálslyndu miðjunnar hefðu átt að gera kosningabandalag, ganga til kosninga segjandi  „sameinuð stöndum við, sundruð föllum við!“ En því var ekki að heilsa.

Samt má eygja vonarglætu, þessir flokkar gætu myndað stjórn með öðrum og reynt að koma  góðu til leiðar.

Fram, fram Samfylking, Viðreisn rísi hátt, Píratar geri strandhögg þar sem spillingin býr. Og hrekji hana burt.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni

Loka auglýsingu