Þessi færsla er meira en 6 ára gömul.

Ráðherra eða sölumaður?

Ráðherra eða sölumaður?

Misnotkun á embætti?

Fyrrum heilbrigðisráðherra, núverandi menntamálaráðherra er að auglýsa tæki sem eiginkona náins samstarfsaðila er að selja. Boditrax er tæki til að mæla vöðvamassa og fitu segir í fréttatilkynningu frá Ágústu Johnson, eiginkonu Guðlaugs Þórs, utanríkisráðherra, sem Smartland birtir.

Það má vel vera að Boditrax sé ágætt tæki til að mæla árangur af líkamsrækt, þetta snýst ekki um vöruna, heldur hvort opinberir embættismenn eigi að nýta sér stöðu sína til að auglýsa vörur. Það getur varla verið. Eitt er að koma fram í fjölmiðlum til að vekja athygli á góðgerðarmálum eða tala fyrir einhverju öðru, en ég set upp spurningamerki við þetta. Eru engar siðareglur sem ákvarða, getur ráðherra í ríkisstjórn tekið þátt í markaðssetningu á tæki sem eiginkona annars ráðherra í sömu ríkisstjórn er að selja?


Brynjar Níelsson tók einnig þátt í sama markaðsátaki. Orðalagið er orðrétt endurtekið en annar pólitíkus, í þetta sinn þingmaður tekur þátt.

Íhaldsmönnum á borð við Brynjar, er oft tíðrætt um virðingu alþingis, maður fari nú ekki bara upp í pontu og tali um fasisma eða geri kanínueyru í grennd við þjóðhöfðingja. En er kynningarherferð á Boditrax virkilega góð nýting á tíma alþingismanns. Eru engir málstaðir aðrir sem leggja má lið?

Þó finnst mér líkamsfitumæling Brynjars léttvæg miðað við það að fyrrum heilbrigðisráðherra taki þátt í svona markaðsátaki. Sem fyrrum yfirmaður heilbrigðismála hefur maður ákveðna þungavigt þegar það kemur að kynningu á svona varningi. Afsakið, „hávísindalegum“ varningi.

(Annars minnir tækið mig pínulítið á unglingasýninguna Núnó&Júnía sem gengur út á dystópískan heim þar sem sífellt er verið að mæla hversu duglegir allir borgarar eru í ræktinni, en það er svo sem málinu óviðkomandi, bara fínasta leiksýning).

Í Bandaríkjunum fer fram umræða um hvort Donald Trump sé að brjóta lög, með því að hann og aðstoðarmenn hans eins og t.d. Kellyanne Conway séu að markaðssetja vörur tengda Trump-merkinu, m.a. fatalínu Ivanka Trump. Það hvorki þyki við hæfi, og brjóti beinlínis lög að að opinberir embættismenn nýti aðstöðu sína til að hampa ákveðnu vörumerki.
Ókeypis auglýsingar Conway og Donalds á vörum dóttur hans eru þó langt í frá alvarlegasti hagsmunaáreksturinn (gúgglið bara Mar a Lago og Trump hótel í Washington).

Misnotkun á opinberum embættum til að koma varningi ættingja og vina á framfæri þótti hið vandræðalegasta mál, en ég er nú nokkuð viss um að svoleiðis myndi aldrei gerast á Íslandi. Við erum ekki Trump.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni

Af hverju verður fólk svona?
Fólkið í borginni

Af hverju verð­ur fólk svona?

Una Björg Jó­hann­es­dótt­ir hef­ur löng­um velt fyr­ir sér, og sér­stak­lega nú síð­ustu daga, hvað búi á bak við hat­ur, af hverju fólk hat­ar og hvað hef­ur gerst í þeirra lífi sem leið­ir af sér hat­ur. Það mik­il­væg­asta sem hún hef­ur lært í líf­inu er „ást og um­hyggja, sam­staða og skiln­ing­ur“.
Namibískir sjómenn stefna Samherjamanni eftir tveggja ára bið eftir bótum
FréttirSamherjaskjölin

Namib­ísk­ir sjó­menn stefna Sam­herja­manni eft­ir tveggja ára bið eft­ir bót­um

Á þriðja tug namib­ískra sjó­manna sem voru dæmd­ar bæt­ur vegna ólög­mætr­ar upp­sagn­ar Sam­herja­fé­lags í Namib­íu, hafa enn ekki feng­ið þær greidd­ar. Lög­mað­ur þeirra gagn­rýn­ir for­svars­menn Sam­herja fyr­ir að gang­ast ekki við ábyrgð sinni og hef­ur nú stefnt ein­um stjórn­anda Sam­herja og dótt­ur­fé­lagi þess, fyr­ir dóm í Namib­íu.
Þingmaður mætti undir áhrifum í þáttinn
Fréttir

Þing­mað­ur mætti und­ir áhrif­um í þátt­inn

Eg­ill Helga­son henti einu sinni klukku út í sal eft­ir að lok­að var fyr­ir út­send­ingu á Silfri Eg­ils. Guðni Ág­ústs­son keyrði Eg­il heim eft­ir á og ró­aði hann.
Arctic Fish á að greiða kostnaðinn við veiðar á eldislöxunum
FréttirLaxeldi

Arctic Fish á að greiða kostn­að­inn við veið­ar á eld­islöx­un­um

Guðni Magnús Ei­ríks­son, sviðs­stjóri hjá Fiski­stofu, seg­ir al­veg ljóst í lög­um að það er Arctic Fish sem á að borga fyr­ir rekkafar­ana. For­stjóri Arctic Fish, Stein Ove Tveiten, vill ekki svara því beint hvort fyr­ir­tæk­ið ætli að greiða fyr­ir rekkafar­ana.
Krónan eða evran?
Kjartan Broddi Bragason
Aðsent

Kjartan Broddi Bragason

Krón­an eða evr­an?

Kom­andi slag­ur um fram­tíð­ar­gjald­mið­il lands­ins verð­ur að byggj­ast á öðr­um rök­semd­um en ein­vörð­ungu vaxta­stigi.
Fékk ekkert að vita fyrr en of seint: „Þú verður að koma og hjálpa mér“
Fréttir

Fékk ekk­ert að vita fyrr en of seint: „Þú verð­ur að koma og hjálpa mér“

Ung­ur mað­ur frá Venesúela sem er kom­inn með til­boð um starf með fötl­uðu fólki hér á landi fékk ekki að vita af því að vísa ætti hon­um úr landi fyrr en of seint var fyr­ir hann að kæra ákvörð­un­ina. Hann seg­ir að lög­mað­ur­inn sem hon­um var skip­að­ur hafi ekki svar­að vik­um sam­an. Ekk­ert bíð­ur hans í Venesúela, lík­lega ekki einu sinni hans eig­in móð­ir.
„Dinglumdangl og dútl“ á Alþingi í dag
Fréttir

„Dinglumd­angl og dútl“ á Al­þingi í dag

Þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Jó­hann Páll Jó­hanns­son, beindi spjót­um sín­um að stjórn­völd­um á Al­þingi í dag og upp­skar hlátra­sköll frá með­lim­um Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Diljá Mist Ein­ars­dótt­ir, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, svar­aði at­huga­semd­um Jó­hanns Páls og ræddi lög­gjöf í kring­um inn­leið­ingu EES-gerða.
Verðbólga upp annan mánuðinn í röð
Fréttir

Verð­bólga upp ann­an mán­uð­inn í röð

Verð­bólga mæl­ist átta pró­sent á tólf mán­aða tíma­bili og held­ur áfram að skríða upp á við. Föt og skór hækka sem en flug­far­gjöld lækka. Mat­ur og drykkjar­vör­ur hafa hækk­að um 12,4 pró­sent á síð­ustu 12 mán­uð­um.
Upplýsa ætti konur á leið í brjóstastækkun um möguleg veikindi
ViðtalBrjóstapúðaveiki

Upp­lýsa ætti kon­ur á leið í brjóstas­tækk­un um mögu­leg veik­indi

Nokk­ur fjöldi kvenna læt­ur fjar­lægja brjósta­púða ár­lega vegna veik­inda sem tal­in eru tengj­ast þeim. Ekki er hægt að segja með vissu hversu marg­ar þær eru því lýta­lækn­ar hafa, á grund­velli per­sónu­vernd­ar­sjón­ar­miða og trún­að­ar, neit­að að veita land­lækni upp­lýs­ing­ar sem gætu leitt það í ljós. Frum­varp sem á að styrkja heim­ild land­lækn­is til þess að krefjast upp­lýs­ing­anna á að fara fyr­ir haust­þing.
Stolt af barnabörnunum, bókmenntaarfinum og því að hafa stutt hag kvenna
Vettvangur

Stolt af barna­börn­un­um, bók­mennta­arf­in­um og því að hafa stutt hag kvenna

Hjón­in Ólaf­ur H. Ragn­ars­son og María Jó­hanna Lár­us­dótt­ir hafa tek­ið virk­an þátt í ís­lensku sam­fé­lagi í gegn­um ár­in. Í dag horfa þau til baka með bros á vör og fara yf­ir það sem hef­ur veitt þeim gleði í gegn­um ár­in. Þeim er það hjart­ans mál að halda í hlát­ur­inn, hvort ann­að og menn­ing­una.
Traust til þjóðkirkjunnar í sögulegu lágmarki
Fréttir

Traust til þjóð­kirkj­unn­ar í sögu­legu lág­marki

Sam­kvæmt nýj­um Þjóðar­púls Gallup hef­ur hlut­fall þeirra sem bera mik­ið traust til Þjóð­kirkj­unn­ar að­eins einu sinni ver­ið jafn lágt frá því að mæl­ing­ar hóf­ust en hlut­fall þeirra sem eru ánægð­ir með störf bisk­ups hef­ur aldrei ver­ið jafn lágt.
„Auðvitað viljum við byltingu“
Viðtal

„Auð­vit­að vilj­um við bylt­ingu“

Leik­hús­fræð­ing­ur­inn Jakob S. Jóns­son hitti tvær leik­kon­ur úr al­þjóð­lega leik­hópn­um Spindrift og ræddi verk hóps­ins, Them, sem vak­ið hef­ur at­hygli.
Loka auglýsingu