Þessi færsla er meira en 10 ára gömul.

Fá þau þá að greiða 5% lægri leigu og skatta?

Mér blöskrar að 18 og 19 ára einstaklingar eigi að fá 5% lægra kaup en aðrir í nýjum kjarasamningum. Þeir sem semja um þetta eru greinilega miðaldra líkt og þeir sem semja lögin í landinu, og hér um bil allt sem samið verður um. Eflaust hugsar þetta fólk til unglinganna heima hjá sér, börnin þeirra eru jú bara í menntaskóla og borga ekkert heim, vinnan þeirra bara aukavinna til að borga fyrir djamm og ferðalög.

Það eru þó ekki allir svo heppnir. Sumir hafa ekki foreldra sem leyfa þeim að búa heima hjá sér frítt, sumir hafa misst fjölskyldu sína eða hrakist að heiman út af erfiðum aðstæðum. Þetta unga fólk þarf að borga leigu, skatta, mat og það þarf líka að spara til að koma undir sér fótum.

En jafnvel þótt mörg ungmenni búi heima hjá foreldrum og séu bara í hlutastarfi þá er það varla ástæða til að mismuna þeim. Ef það á að verðlauna fyrir reynslu þá er það sjálfsagt mál, væntanlega eru kjarasamningarnir með einhverja umbun fyrir að hafa unnið lengi hjá sama fyrirtæki. Það er því ekki hægt að snúa út úr og láta eins og þessir samningar séu ekki að refsa fyrir aldur. Því þetta er álíka mismunun og ef það hefði verið bundið í samninga að laun væru 5% lægri fyrir kynþátt, kyn eða lífsskoðun.

Og hana nú.
 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.