Fingurinn og tunglið
Í Zen-búddisma er stundum talað um fingur sem bendir á tunglið. Hvað er nú átt við með því?
Tunglið er veruleikinn og sannleikurinn en fingurinn er orð og hugtök sem notuð eru til að benda með.
Þegar við tjáum okkur erum við alltaf að vísa í eitthvað annað, reyna að benda á eitthvað sem við gerum ráð fyrir að við höfum sameiginlegan skilning á.
Það er samt ekki alveg alltaf þannig. Stundum þvælast orð og hugtök fyrir og fólk hefur mismunandi skilning á þeim án þess að átta sig endilega á því. Það er því gott fyrir hugarró okkar og samskipti hvert við annað að hafa alltaf í huga að fingurinn er ekki tunglið.
Reyndar held ég að þarna sé viljandi notast við líkingu við tungl en ekki til dæmis sólina af því tunglið er síbreytilegt og af því stafar ógreinileg birta. Það er áminning um að veruleikinn og sannleikurinn eru ekki einföld fyrirbæri. Jafnvel þó við kjósum að einblína á tunglið en ekki fingurinn er ekki þar með sagt að við náum fullkomnum sameiginlegum skilningi á eðli hlutanna. Við þurfum eftir sem áður fingur til að benda með þó við hættum að taka hann alvarlega og áttum okkur á að hann er ekki það sama og tunglið.
Ef við ruglum fingrinum saman við tunglið er hins vegar hætt við að bara út frá því að við kunnum að benda vel förum við að halda að við höfum höndlað hinn endanlega sannleika sem aðrir sjái bara ekki.
Ef þessi fingur minn er ekki nógu greinilegur þá er þessi kannski skýrari:
Athugasemdir