Þessi færsla er meira en 7 ára gömul.

Svör Bjarna Þórðar Halldórssonar, Klettaskóla

Svör Bjarna Þórðar Halldórssonar, Klettaskóla

Hver telur þú stærstu forgangsmálin í þróun skóla- og kjaramála næstu tvö ár?


Að grunnskólakennarar standi jafnfætis öðrum sérfræðistörfum varðandi kaup og kjör og sé þannig freistandi valkostur fyrir fólk sem er að velja sér ævistarf. Bætt kjör er forgangsatriði númer eitt og eina leiðin til þess að sátt náist og stéttin deyi ekki út á næstu árum. 


Hvaða tækifæri telur þú að mikilvægt sé að grípa í skóla- og kjaramálum?


Tækifæri ætti að vera til þess að meta okkar sérfræðistörf til jafns við almenna markaðinn nú þegar búið er að hamra breytingu á lífeyriskerfinu inn. Í kennarahópnum núna er gífurlega mikil samstaða sem sýndi sig allsvakalega í vetur, við þurfum að valdeflast enn frekar og með fagmennsku okkar, samvinnu og sjálfstrausti getum við tekið okkur stöðu sem hefur áhrif á samfélagið. Forystan þarf að virkja kraftinn og samstöðuna.


Hvaða ógnunum telur þú okkur standa frammi fyrir í skóla- og kjaramálum?


Stéttin okkar er hægt og rólega að deyja út en samt hendir enginn í okkur björgunarhring. Við erum ennþá töluð niður af æðstu ráðamönnum og fólkinu í landinu. Það þarf að stoppa! Nú sem aldrei fyrr megum við ekki sofna á verðinum, við verðum að halda áfram að koma fram af fagmennsku og sjálfsöryggi og sýna samstöðu því sundraðan hóp er auðvelt að beygja.


Hver er afstaða þín til vinnumats? Hvers vegna?


Misheppnuð tilraun til þess að múlbinda kennara, hefur haft slæm áhrif á starfsandann og sett stjórnendur í afleita stöðu “gegn” kennurum.


Telur þú að breyta þurfi áherslum í starfi KFR og þá hvernig?


KFR þarf að vera sýnilegra og duglegra að virkja og nýta kraftinn sem býr í kennurum í Reykjavík. Alvöru sameiningartákn!
 

Nú hefur stjórnun FG og KÍ verið nokkuð umdeild síðustu misseri. Hver er afstaða þín til stjórnunar og starfsemi hinna stóru aðildarfélaga kennara?


Forysta FG hefur verið að gera sitt besta og það verður ekki af þeim tekið. Þau hafa hlotið sanngjarna sem og ósanngjarna gagnrýni á síðustu misserum enda í erfiðri og umdeildri baráttu sem er rétt að byrja. Það sem ég hefði viljað merkja er meiri kraftur frá KÍ í heild sinni. Að þar standi menn saman allir sem einn. Það er í raun og veru ótrúlegt hversu “máttlaust” KÍ er miðað við allan kraftinn sem býr innan sambandsins. 
 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni