Þessi færsla er meira en 7 ára gömul.

Stuðningsfulltrúinn ekki til starfa í haust

Stuðningsfulltrúinn ekki til starfa í haust

Ég er mjög hugsi yfir þessu máli. Viðbrögð skólans við úrskurði barnaverndar voru að birta heilmikla sigurfrétt um að skólastjórinn væri alsaklaus og laus allra mála. Nokkru seinna er stuðningsfulltrúanum kastað fyrir ljónin. Samt komst sama barnaverndarnefnd að því að ekki væri ástæða til frekari rannsóknar á störfum hans. Hinsvegar er gagnrýnt að upp komu aðstæður sem voru ómanneskjulegar vegna álags og erfiðleika. Viðbrögð hafi verið eftir því og stuðningsfulltrúinn sýnt álagseinkenni í störfum sínum. Stuðningsfulltrúar eru oft í erfiðustu störfunum í skólunum þrátt fyrir að hafa verst launin og minnsta menntun og undirbúning undir þessa erfiðleika. Ef álag í störfum þeirra verður of mikið til að ráða við – hver ber faglega ábyrgð á því? Mig grunar að það sé fólkið fyrir ofan þá í ábyrgðarröðinni. Sem í þessu tilfelli þvær hendur sínar með tilþrifum og stórum yfirlýsingum en fórnar þeim lægst setta með sama bravör.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni