Þessi færsla er meira en 8 ára gömul.

Er einhver hræddur við siðareglur?

Er einhver hræddur við siðareglur?


Starf í stjórnmálum er göfugt vegna þess að sá eða sú sem stundar það á að vinna að hamingju og heill þjóðar sinnar. Siðareglur veita fólki í stjórnmálum styrk til að ganga þennan veg en miklar kröfur eru gerðar til þeirra sem starfa í stjórnmálum.

Almannaheill er mælikvarðinn í stjórnmálum. „Er viðmið tiltekinnar ákvörðunar, frumvarps eða laga hagsmunir almennings?“ er spurning sem ævinlega er efst á blaði í stjórnmálum. Gildar ástæður í stjórnmálum sækja mátt sinn í almannaheill, ógildar í sérhagsmuni. Fólk í stjórnmálum þarf siðareglur til að getað skoðað ákvarðanir sínar og hegðun í ljósi þeirra.

Viðmið þeirra sem eru valin til starfa í stjórnmálum eru ófrávíkjanlega kjósandinn og þjóðin. Reynslu og þekkingu á réttlæti og ranglæti þarf til að geta tekið ákvarðanir út frá almannaheill í stað tímabundinna einkahagsmuna. 

Siðareglur á dagskrá

Alþingismenn hafa ekki enn sett sér siðareglur þótt þær hafi verið á dagskrá frá 2011 og ríkisstjórnin ekki heldur. Er gagn í siðareglum? Ætti almennt siðgæði að duga Alþingi og ríkisstjórn? Til hvers eru siðareglur og er einhver hræddur við þær? 

Greina má tvenns konar viðhorf til siðareglna í umræðunni. Annarsvegar er einblínt á siðareglur sem tæki til að góma þá sem brjóta þær og finna leiðir til að skamma þá eða refsa. Líkt og siðareglur væru reglustrika til að slá á fingurinn. Þetta er neikvætt viðhorf.

Hins vegar það viðhorf að siðareglur séu hjálpartæki til að leiðbeina og koma í veg fyrir kæruleysi. Þær aðstoða starfsstéttir til að ganga heillavænlegan veg í samskiptum sínum við aðra og sín á milli. Þetta viðhorf er jákvætt og í þeim anda ættu alþingismenn að setja sér siðareglur.  

Fjölmargar starfsstéttir hafa sett sér siðareglur, á liðnum tuttugu árum, sem varpa ljósi á þann ramma sem þær starfa innan. Siðareglur eru tilraun til að skrá og skýra helstu viðmið og helstu hættur. Þær vísa á höfuðdyggðir starfsstétta svo sem heiðarleika, trúnað, ábyrgð og virðingu en þær fjalla einnig oft um hver mörkin eru.

Stjórnmálafólk virðist á yfirborðinu vera fremur sundurlaus hópur en þegar grannt er skoðað er fleira sem sameinar það en sundrar. Alþingi er til að mynda vinnustaður þar sem ákveðnar reglur og hefðir gilda og þar eru unnin störf sem varða heill og hamingju borgarana. Almannaheill er hugsjón stjórnmálafólks og viðmið. Siðareglur geta hjálpað þeim við að sjá hugsjón sína verða að veruleika. 

Siðareglur eru ekki samdar til að stjórna öðrum. Þær eru yfirlýsing eða heitstrenging hóps eins og alþingismanna um skyldur sínar, mörk og þau gildi sem halda skal í heiðri. Sérfræðingar setja ekki starfsstéttum siðareglur heldur eiga þær að gera það sjálfar. Skapa lifandi umræður í hópum um helstu gildi og koma sér saman um hver viðmiðin eigi að vera og hvað beri helst að vara við. Vel orðaðar siðareglur verða til á löngum tíma ef starfsstéttin heldur sér við efnið. Þær skerpa á hugsjónum og efla fagmennsku í samskiptum og setja mörk. 

Ástæðan fyrir því að gott er að skrá reglurnar er sú að þær geta aðstoðað einstaklinga við að taka heillavænlegar ákvarðanir í siðferðilegum álitamálum. Engin ástæða er því til að óttast siðareglur eða ræða um skrásetningu þeirra sem óþarfa vinnu. 

Endurheimt traust almennings

Siðfræðistofnun Háskóla Íslands hélt málstofu um siðareglur ráðherra og þingmanna 12. maí 2015. Þar töluðu heimspekingarnir Henry Alexander Henrysson og Jón Ólafsson og Björg Thorarensen lagaprófessor og spáðu m.a. í hvort siðareglur geti hjálpað ráðherrum og þingmönnum að endurheimta glatað traust. Þau telja svo vera.

Sterklega kom fram á málstofunni að siðareglur geta virkað sem vörn við ásökunum um siðleysi þingmanna og að þær eru gott hjálpartæki ef ætlunin er að endurheimta glatað traust. Þær segja engum fyrir verkum en hvetja til umhugsunar. 

Siðareglur vekja umræðu innan hópsins sem setur sér þær og auka líkur á virðingu annarra. Hópurinn hefur sameiginlegan skilning á hvernig best er að vinna að almannaheill. Siðareglur varpa ljósi á réttindi og skyldur og hjálpa fólki til að hafa þær ævinlega í huga við störf sín. Siðareglur greina tilgang og markmið starfsins og draga úr líkum á að einhver gleymi í hvaða átt hann ætlar að stefna. Og koma vonandi í veg fyrir einhver láti teyma sig þangað sem hann vill ekki fara.

Sá sem skilur starf sitt og hlutverk og hefur siðareglur til að styðja sig við er líklegur til að komast á leiðarenda. 

Setning siðareglna vegur örugglega þungt ef Alþingi vill endurheimta traust almennings, þær veita innra aðhald og draga úr líkum á því að sérhagsmunir séu nokkurn tíma teknir fram yfir almannahagsmuni. 

Ekkert að óttast

Enginn þarf því að vera hræddur við siðareglur, þær skapa sameiginlegan skilning og breyta hugsunarhætti með tímanum til góðs. Þær eru hjálpartæki en ekki refsivöndur. Þær eru lifandi viðmið sem vinna þarf að og endurskoða reglulega. 

Vonandi dregur úr mótstöðunni gagnvart siðareglum alþingismanna og ráðherra, þær eru ekkert til að óttast. 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni

Leyndardómsfullar vatnsbirgðir Líbíu
Flækjusagan

Leynd­ar­dóms­full­ar vatns­birgð­ir Líb­íu

Hinar hræði­legu hörm­ung­ar í Derna hafa beint at­hygl­inni að Líb­íu sem hef­ur ver­ið ut­an sjónsviðs fjöl­miðl­anna um skeið. En þótt land­ið sé þekkt fyr­ir þurr­ar eyði­merk­ur er þetta ekki í fyrsta sinn sem vatn hef­ur spil­að stóra rullu fyr­ir lands­menn. Fyrsta líb­íska þjóð­in byggði til­veru sína á leynd­um vatns­ból­um.
Fjöldagröf eftir flóð
Myndir

Fjölda­gröf eft­ir flóð

Tæp­lega fjög­ur þús­und eru látn­ir og mörg þús­und fleiri er sakn­að eft­ir gríð­ar­leg flóð í borg­inni Derna í Líb­íu. Lík­um hef­ur ver­ið safn­að sam­an und­an­farna daga og fjölda­graf­ir und­ir­bún­ar.
„Ég hef ekki mikinn áhuga á pólitík“
Fréttir

„Ég hef ekki mik­inn áhuga á póli­tík“

Eg­ill Helga­son seg­ir að hóf­sömu öfl­um hafi al­gjör­lega mistek­ist að halda í sína kjós­end­ur. „Heim­ur­inn hef­ur ekki versn­að mik­ið, held ég. Það er bara um­ræð­an sem hef­ur súrn­að svo svaka­lega.“
„Það skín enn þá í skriðusárin“
Allt af létta

„Það skín enn þá í skriðusár­in“

Guð­rún Ásta Tryggva­dótt­ir flutti ár­ið 2018 til Seyð­is­fjarð­ar til að kenna í grunn­skól­an­um þar. Hún býr, ásamt fjöl­skyldu sinni, efst í fjall­inu, eins og hún orð­ar það, á skil­greindu C-svæði, eða því hættu­leg­asta í bæn­um. Hún seg­ir enn þá „skína í skriðusár­in“ í Botns­hlíð þar sem hún býr frá því fyr­ir þrem­ur ár­um þeg­ar stærsta aur­skriða sem fall­ið hef­ur á byggð á Ís­landi féll á Seyð­is­firði. Hún seg­ir Seyð­firð­inga, þrátt fyr­ir þetta, vera seiga, sam­heldna og æðru­lausa.
„Samherji hefur verið stolt Akureyrar og Norðurlands þar til nýverið“
Menning

„Sam­herji hef­ur ver­ið stolt Ak­ur­eyr­ar og Norð­ur­lands þar til ný­ver­ið“

Birg­ir Snæ­björn Birg­is­son mynd­list­ar­mað­ur opn­ar sýn­ingu um Sam­herja á Dal­vík. Hann seg­ir að með verk­inu vilji hann eiga í sam­tali við Norð­lend­inga um Sam­herja og þær snúnu til­finn­ing­ar sem fólk ber í brjósti í garð fyr­ir­tæk­is­ins.
„Þetta er sárt að horfa upp á“
Fréttir

„Þetta er sárt að horfa upp á“

Þeg­ar kálfa­full­ar lang­reyða­kýr eru veidd­ar er ver­ið að veiða tvö dýr en ekki eitt, seg­ir Edda Elísa­bet Magnús­dótt­ir hvala­sér­fræð­ing­ur. Fóstr­ið sem skor­ið var úr kú í hval­stöð­inni í gær átti lík­lega 1-2 mán­uði eft­ir í móð­urkviði.
Elliði telur sig vera undanþeginn siðareglum Ölfuss
FréttirJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Elliði tel­ur sig vera und­an­þeg­inn siða­regl­um Ölfuss

Í siða­regl­um kjör­inna full­trúa í Ölfusi kem­ur fram að þær eigi við um alla þá sem sitja í nefnd­um og ráð­um á veg­um sveit­ar­fé­lags­ins. Elliði Vign­is­son sit­ur í nefnd­um á veg­um bæj­ar­stjórn­ar Ölfuss auk þess sem hann sit­ur alla bæj­ar­stjórn­ar- og bæj­ar­ráðs­fundi. Hann tel­ur sig samt vera und­an­þeg­inn siða­regl­um kjör­inna full­trúa sem koma eiga í veg fyr­ir hags­muna­árekstra.
Einkaleyfi á kærleikanum
Sif Sigmarsdóttir
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Einka­leyfi á kær­leik­an­um

Kirkj­unni er frjálst að reyna að fá fólk til liðs við sig. En krafa þjóna henn­ar um að krist­in­fræði sé sett skör hærra en aðr­ar lífs­skoð­an­ir í mennta­stofn­un­um lands­ins á eng­an rétt á sér.
Ekki lengur bóla á íbúðamarkaði á höfuðborgarsvæðinu
Fréttir

Ekki leng­ur bóla á íbúða­mark­aði á höf­uð­borg­ar­svæð­inu

Fjór­tán vaxta­hækk­an­ir í röð og hert lán­þega­skil­yrði hafa skil­að því að íbúða­verð er far­ið að lækka að raun­virði á Ís­landi. Á einu ári, frá ág­úst 2022 til sama mán­að­ar í ár, nem­ur sú lækk­un 5,3 pró­sent.
Nýtni var það, heillin
Halla Hrund Logadóttir
AðsentOrkumál

Halla Hrund Logadóttir

Nýtni var það, heill­in

Orku­mála­stjóri skrif­ar um tæki­færi í betri nýt­ingu auð­linda okk­ar. „Nýtni er nefni­lega ekki stöðn­un held­ur hvet­ur hún til ný­sköp­un­ar og sókn­ar með það sem við höf­um á milli hand­anna hverju sinni og styð­ur við sjálf­bærni um leið.“
Forstjóri Arctic Fish segir skoðun á kynþroska eldislaxa í slysasleppingu ólokið
FréttirLaxeldi

For­stjóri Arctic Fish seg­ir skoð­un á kyn­þroska eld­islaxa í slysaslepp­ingu ólok­ið

Stein Ove Tveiten, for­stjóri Arctic Fish, get­ur ekki svar­að spurn­ing­um um hvort ljós­stýr­ing hafi ver­ið not­uð eða ekki í kví fé­lags­ins í Pat­reks­firði. 3500 lax­ar sluppu úr kvínni í sum­ar og er grun­ur um að stór hluti þeirra hafi ver­ið kyn­þroska vegna mistaka við ljós­a­stýr­ingu. Slíkt væri brot á rekstr­ar­leyfi Arctic Fish.
Stór kálfur skorinn úr kviði langreyðar
Fréttir

Stór kálf­ur skor­inn úr kviði lang­reyð­ar

Hval­ur 9 kom með tvær dauð­ar lang­reyð­ar að landi í morg­un og úr kviði annarr­ar þeirra var skor­ið 3,5-4 metra fóst­ur. Móð­ir­in hef­ur því ver­ið langt geng­in með kálf sinn er hún var skot­in.