Ábyrgðin á bak við frétt um vínbúð
Greining á frétt á jóladag um hvernig hægt sé að útvega sér vín samdægurs:
Fréttablaðið birtir á vefnum frétt um vínbúð. Fyrirsögnin er Einkarekin vínbúð opin um jólin og birt sunnudagurinn 25. desember 2022 kl. 11.45.
Tvær myndir fylgja fréttinni. Önnur er af eiganda búðarinnar með lógói og nafni hennar, rituðu stórum stöfum. Á hinni myndinni er texti þar sem stendur meðal annars „Ekki örvænta – það er opið hjá okkur um jólin – sendum heim samdægurs.“
Fréttin er flokkuð sem innlend frétt og sérstaklega er tekið fram að það sé opið á jóladag til 22. Í texta fréttarinnar stendur til dæmis „Eigandi búðarinnar telur það mikilvægt að geta verið með opið yfir hátíðirnar. Við teljum þetta bara mjög gott og jákvætt og við finnum fyrir mikilli ánægju með þetta og hamingju. Það gleymist alltaf eitthvað og það er gott að geta orðið sér út um rauðvínsflösku á þessum degi,“ segir eigandinn. Upplýsingar um opnunartíma koma fram í fréttinni, einnig um hraðsendingar búðarinnar og heimilisfang hennar vilji viðskiptavinir ná í vínið sjálfir.
Fréttablaðið höndlar búðina og vöruna eins og hverja aðra fullgilda verslun og vöruna eins og um jólabók eða súkkulaði væri að ræða. Verslunareigendur yrðu flestir glaðir að fá svona umfjöllun sem flokkuð er sem innlend frétt.
Staðreyndir máls og ábyrgð
Ábyrgð? Fréttablaðið talar við eigandann og allar upplýsingar sem hann vill koma á framfæri eru birtar. Ábyrgðarfólk þessa fjölmiðils getur eflaust sagt að hér séu einungis birtar staðreyndir og skoðanir eins söluaðila. Ef einhver gleymdi að kaupa rauðvínsflösku á jóladag, þá megi redda því og blaðið upplýsir nákvæmlega hvernig það er gert. Fjölmiðillinn tekur þá ekki ábyrgð á viðbrögðum eða afleiðingum, hann sé ekki að hvetja til drykkju á jóladag eða hampa einni búð umfram aðra - enda séu aðrar vínbúðir lokaðar á jóladag. Einnig mætti halda því fram að fréttin hafi átt að vera merkt sem kynning eða samstarf við nýju vínbúina. Það eru margar þekktar leiðir til að skorast undan ábyrgð.
En það fylgir ekki gleði að blóta Bakkus:
Hvað er áfengi? Etanól, etýlalkóhól eða vínandi er eldfimt, litarlaust og eitrað lífrænt efnasamband, nánar tiltekið alkóhól, táknað með efnajöfnunni C2H5OH. Etanól er einkum notað í áfenga drykki, sem eldsneyti á bíla og sprengihreyfla.
Aðgengi? Niðurstaðan í rannsóknum varðandi aðgengi er ótvíræð eða að aukið aðgengi að áfengi skilar sér beint í aukna neyslu. Sjá: Áfengisnotkun - tölur.
Fjölskyldur? Áfengi skaðaðar ekki aðeins neytandann sjálfan, heldur líka aðra einstaklinga, fjölskyldur og samfélagið allt, til dæmis eyðilagt jólin hjá barnafjölskyldum og aukið tíðni heimilisofbeldis.
Heilsa? Áfengi dregur úr svefngæðum, deyfir dómgreind, dreifir eiturefnum um líkamann, truflar minnið, dregur úr dugnaði, deyfir framheila, sköpunargáfuna, skemmir lifrina og truflar hjarta, heila, maga, þvagfæri, lungu og bris. Neyslan kostar eykur stórlega kostnað heilbrigðiskerfis.
Krabbamein? Áfengi getur valdið að minnsta kosti sjö tegundum krabbameina. Áfengi getur meðal annars valdið krabbameini með skemmdum á DNA.
Niðurstaða greiningar
- Miðað við hversu umdeild söluvaran í fréttinni er, hversu skaðleg og hvað neyslan hefur eyðilagt líf margra, verður að teljast vanhugsað að upplýsa á jóladag að hægt sé að panta hana heim að dyrum samdægurs.
- Fjölmiðlunin er einnig umdeilanleg út frá því að ekki er augljóst hvort þetta sé keypt umfjöllun en önnur myndin sem fylgir er mynd af auglýsingu búðarinnar.
Mynd með pistli: Mósaíkmynd af Díonýsosi, guð vínsins í gríski goðafræði.
Pistill um breytingu á lögum sem leyfir ÁTVR að selja alkóhol á sunnudögum
Áfengissala er lögleg og mér þykir það ekki óábyrgt að hún sé þá lögleg á hvaða degi sem er, dauðinn gerir jú ekki dagamun.
Það er sorglegt að geta ekki sleppt því að drekka í einn dag (jóladag!) en það er enn sorglegra ef einhver bara deyr af því að hann komst ekki í ríkið í tæka tíð.
Í það minnsta ætti vínbúðin að setja banner á heimasíðuna og skilti í læstar glerhurðirnar með leiðbeiningum um hvað á að gera ef einhver er langt leiddur. Leita á bráðamóttökuna býst ég við?
Kannski er þetta ekki svo mikil hætta, hótelbarir selja áfengi, og veitingastaðir. En fyrst þeir mega það finnst mér ekkert verra að það sé líka hægt að panta áfengið á netinu. Kannski dregur það úr líkunum á ölvunarakstri eða eitthvað.
Hvað varðar fréttina sjálfa finnst mér pínu sus að hún standi ein? Mér finnst afskaplega þægilegt þegar að blöðin hafa tekið saman opnunartíma þjónustu og verslana yfir hátíðirnar en þá er maður með marga lista yfir fullt af búðum, það er ekki bara ein stór frétt um að bónus sé opið, það væri auglýsing.
Hinsvegar er þetta eitthvað nýtt, það hefur ekki (að mér vitandi) verið hægt að panta áfengi á jóladag áður. Að það sé núna í boði telst til tíðinda, og ef að "fréttin" fjallaði einu orði um eitthvað annað en kynningu á þessari einu verslun myndi ég segja ok þetta sleppur sem frétt en nei.
Ég held líka að heimkaup (sem selur líka áfengi) hafi sent heim á jóladag og það er ekkert um það sem meikar ekki sens í frétt um þennan nýja verslunarmáta eða upplýsinga um opnunartíma -en meikar sens í auglýsingu. Auðvitað er ekki minnst á samkeppnisaðila í auglýsingunni.
Niðurstaða: Sponsored content eða frændi einhvers.
ps. Það er líka frekar leim að normalísera það að örvænta af því að ríkið er lokað í einn dag.