Myndir þú vilja búa í Egyptalandi?
Í ársskýrslu mannréttindasamtakanna Amnesty International um Egyptaland fyrir árið 2019 segir í yfirlitskafla (lauslega snarað):
"Yfirvöld hafa beitt margvíslegum kúgunaraðgerðum gegn mótmælendum og stjórnarandstæðingum. Þær fela meðal annars í sér; mannshvörf, fjöldahandtökur, pyntingar og aðra slæma meðferð, ofur-valdbeitingu og harkalega beitingu skilorðs í refsingum.
Öryggissveitir handtóku að minnsta kosti 20 blaðamenn í mótmælum gegn forsetanum þann 20 september (2019, innskot GH).
Mjög er unnið gegn mannréttindasamtökum og funda og samkomufrelsi. Breytingar hafa verið gerðar á stjórnarskrá, sem auka völd herdómstóla á kostnað almennra dómstóla og þannig vegið að aðstæðum og frelsi/sjálfstæði hinna síðarnefndu.
Dæmi eru um mjög óréttlát réttarhöld og dæmdir aðilar hafa verið líflátnir. Mjög er vegið að réttindum kvenna sem og LGBTI einstaklinga.
Verkamenn og aðilar úr verkalýðshreyfingunni hafa verið handteknir og þá hefur einnig verið vegið að réttindum kristinna einstaklinga.
Þá hafa flóttamenn og hælisleitendur hlotið illa meðferð."
Myndir þú vilja búa í Egyptalandi?
Ps. Myndin er af forseta Egyptalands, Abdel Fattah El-Sisi, sem hefur stjórnað landinu með harðri hendi síðan 2014. Hann er í grunninn herforingi úr landher Egyptalands. Myndin er lánuð frá Reuters.
Athugasemdir