Þessi færsla er meira en 2 ára gömul.

Baneitraðir Rússar

Baneitraðir Rússar

Alexei Navalny, leiðtogi stjórnarandstöðunnar Í Rússlandi er komin af gjörgæslu á sjúkrahúsi í Berlín. Þangað var hann fluttur eftir að hafa veikst snarlega á leiðinni frá Síberíu til Moskvu og þýskir læknar fullyrða að honum hafi verið byrlað eitrið Novichok, sem er með þeim eitraðiri í heiminum. Þetta gerðist þann 20.ágúst síðastliðinn.

Það virðist eins og Rússar séu með eitthvað eiturblæti, þ.e.a.s. þegar á að losa sig við stjórnarandstæðinga og ef það er ekki eitur, þá er það eitthvað geislavirkt.

Litvinenko drepinn

Alexander Litvinkenko, fyrrum starfsmaður FSB, sem flúði til Bretlands, var drepinn með geislavirku efni af rússneskum útsendurum. Einn þeirra, Andre Lugovoy, er nú þingmaður á rússneska þinginu. FSB er arftaki KGB, leyniþjónustu fyrrum Sovétríkjanna.

Litvinenko lýsti Rússlandi Pútíns sem mafíuríki og féll í ónáð. Til að koma honum fyrir kattarnef árið 2006 notuðu útsendarar Rússlands efnið pólóníum-210, sem er há-geislavirkt. Á einni af síðustu ljósmyndunum sem teknar voru af honum liggur Litvinenko helsjúkur á sjúkrabeði í London. Reyndar voru meintir banamenn hans svo kærulausir að víðsvegar um borginamátti finna slóð pólóníums. Um málið var gerð ítarleg skýrsla að lokinni rannsókn breskra yfirvalda. Fátt bendir til annars en að Rússar hafi verið verki.

Skrípal-eitrunin

Í mars árið 2018 urðu svo Sergei Skrípal og dóttir hans að öllum líkindum fyrir barðinu á útendurum Rússlands í borginni Salisbury á Englandi. Skrípal hafði unnið fyrir leyniþjónustu rússneska hersins, GRU, en hann var einnig útsendari bresku leyniþjónustunnar, MI6, svokallaður ,,tvöfaldur njósnari“ (e. ,,double agent“). Árið 2004 var hann handtekinn fyrir njósnir og sakfelldur tveimur árum síðar.

Árið 2010 var honum svo veitt landvistarleyfi í Bretlandi í fangaskiptum Rússa og Bandaríkjamanna. Þegar eitrunin átti sér stað var Júlía, dóttir hans í heimsókn frá Mosvku.

Hinir grunuðu í því máli eru Alexander Petrov og Anatoly Chepiga, báðir starfsmenn GRU. Þeir sögðust hinsvegar hafa verið á ferðalagi í bænum til að skoða margfræga kirkju staðarins og vinna í líkamsræktarbransanum. Þessu lýsa þeir meðal annars í makalausu viðtali á sjónvarpstöðinni Russia Today, sem er sögð vera málpípa rússneskra yfirvalda.

Skripal-feðginin fundust meðvitundarlaus á bekk í garði í miðbæ Salisbury þann fjórða mars 2018, en lifðu af. Þau búa nú bæði á Nýja-Sjálandi undir nýjum nöfnum. Þetta sama sumar dó hinsvegar bresk kona af Novichok-eitrun, en talið er að hún hafi sprautað á sig eitrinu úr ilmvatnsflösku sem kunningi hennar fann í ruslafötu í bænum og gaf henni.

Hvað er Novichok?

En hvað er Novichok? Novichok er í raun efnablanda tveggja tiltölulega saklausra efna, en þegar þau blandast saman verður súr blanda að baneitruðu taugaeitri. Það voru Sovétmenn (Rússar) sem uppgötvuðu efnið á sjöunda áratug síðustu aldar, í miðu köldu stríði, og engin takmörk voru þá á vopnaframleiðslu risaveldanna. Eitrið átti að vera illrekjanlegt og að sögn er það bæði eitraðra en taugaeitrið VX eða Sarín-gas. Novichok ræðst á taugakerfi fórnarlambsins og veldur meðal annars alvarlegum truflunum á taugaboðum, hjartabilun og heilaskemmdum. Mjög fáir hafa aðgang að eitrinu.

Afhjúpaði spillingu

En hvað gerðist með Navalny? Á undanförnum árum hefur Alexei Navalany verið helsta nafnið í rússneskri stjórnarandstöðu, sér í lagi eftir að Boris Nemtsov, var skotinn til bana í Kreml árið 2015. Nemtsov var á hátindi ferils síns aðstoðar/vara-forsætisráðherra Rússlands í stjórn Boris Jeltsín (1991-2000). Nemtsov hafði gagnrýnt Pútín harkalega fyrir innlimun Krímskaga (tilheyrði Úkraínu) og þátt hans í átökunum í Úkraínu í kjölfarið. Þau átök hafa nú kostað um 13.000 mannslíf.

Alexei Navalny, sem er með gráðu í lögfræði, hefur hinsvegar á síðstu árum einbeitt sér að því að afhjúpa spillingu í Rússlandi. Tugir milljóna manna hafa horft á myndbönd hans á YouTube, enda hefur hann ekki aðgang að hefðbundum fjölmiðlum, sem flestir eru undir beinni stjórn ríkisstjórnar Pútins eða aðila sem eru vinveittir honum.

Á rás Navalny er t.d. að finna um 50 mínutna langan þátt þar sem hann afhjúpar glæsilífsstíl og gríðarlerga eignir fyrrum forseta og forsætisráðherra landsins, Dmitry Medvedev, vinar Pútíns frá Sankti Pétursborg. Myndbandið hefur fengið yfir 30 milljónir spilanir frá birtingu þess árið 2017. Myndbandið heitir „Ekki kalla hann Dímon“ en á rússnesku vísar orðið ,,dímon‘‘ til mafíósa eða gangstera. Augljóst er því að opinberanir sem þessar eru ekki vinsælar meðal æðstu ráðamanna.

Dýrustu ólympíuleikar sögunnar

Navalny hefur líka gagnrýnt harkalega framkvæmd vetrarólýmpíuleikanna í Sochi árið 2014, en talið er að hrikalegum fúlgum fjár hafi þar verið eytt í mútur og aðra spillingu. Kostnaður við Sochi-leikana varð margfaldur miðað við upprunalegar áætlanir, áætlun gerði ráð fyrir 12 milljörðum dala, en lokatalan er um fjórum sinnum hærri, eða um 50 milljarðar dollara. Þetta gerir Sochi-leikana þá dýrustu í sögu ólympíuleikanna.

Í ágúst var Navalny að fljúga frá borginni Tomsk í Síberíu og á leið til Moskvu. Í fluginu fór honum að líða mjög illa og eru til myndbönd og hljóðupptökur þar sem hann heyrist æpa af sársauka. Flugmaður vélarinnar tók þá ákvörðun að nauðlenda í borginni Omsk.

Flugmanni neitað um lendingarleyfi

Í þættinum Utrikesbyrån í Sænska ríkissjónvarpinu var málið rætt og þar fullyrti Carl Bilt, fyrrum utanríkisráðherra Svíþjóðar að flugmanni vélarinnar hafi verið neitað um lendingarleyfi af rússneskum yfirvöldum. Hann lenti þó samt og það er talið hafa bjargað lífi Navalny, þar se læknar á staðnum gáfu honum mótreitrið Atrópín. Flug frá Tomsk til Moskvu tekur um 4 klukkustundir.

Hvernig hann fékk í sig eitrið er umdeilt; sumir segja te á flugvellinum, aðrir segja í gegnum föt. Það kemst þó sennilega aldrei á hreint.

Nokkrum dögum síðar var Navalny fluttur til Þýskalands til læknismeðferðar og eftir rannsóknir þar fullyrtu þýsk stjórnvöld að Navalny hafi verið byrlað eitur sem líkist pólóníum (stundum talað um pólóníum sem ,,hóp“ eiturefna). Hann er staddur þar núna og hefur verið útskrifaður af gjörgæslu. Angela Merkel, kanslari Þyskalands brást mjög harkalega við þessu og er óvenjulegt að sjá jafn hörð viðbrögð frá henni, þar sem hún er yfirleitt mjög ,,diplómatísk“ og yfirveguð í yfirlýsingum sínum.

Eignir Navalny frystar

Kremlverjar hafa alfarið neitað ábyrgð í málinu og segja Navalny velkomin til Rússlands. Rússnesk yfirvöld hafa hinsvegar gert íbúð Navalnys í Moskvu og bankarreikninga hans upptæka og ,,fryst“. Ástæða þess er sögð vera vegna skaðabóta sem veitingamanninum Jevgéni Prígósjev voru dæmdar í máli sem hann vann gegn Navalny. Fyrirtæki Prígósjévs sér skólamáltíðir og sakaði Navalný hann um að hafa valdið matareitrun. Prígósjev hefur náin tengsl við forseta Rússlands, Vladimír Pútín og er kallaður ,,kokkur Pútíns.“ Óneitanlega vekur tímasetningin á aðgerðum yfirvalda í skaðabótamálinu athygli.

Langur bati

Sagt er að það geti tekið mánuði, ár eða jafnvel lengur að jafna sig eftir eiturefnaárásir sem þessar. Í ,,pólóníum-grúppunni“ er um að ræða mörg hættulegustu eiturefni sem til eru og valda þau mjög miklum skaða á innri líffærum og taugakerfi.

Mál Navalny er bara það nýjasta í röð vofveiflegra atburða sem rússneskir stjórnarandstæðingar hafa orðið fyrir. Áðurnefndur Boris Nemtsov var skotinn til bana, blaðakonan Anna Politkovskaja var skotinn til bana á heimili sínu árið 2006. Hún hafði einnig orðið fyrir eiturefnaárás árið 2004, en lifað hana af. Allir þessir einstaklingar eiga það sameiginlegt að hafa gagnrýnt harkalega störf og aðgerðir Pútíns og samstarfsmanna hans.

Greinin birtist fyrst á vef Kjarnans.

Uppfært: Nýjustu fréttir í málinu herma að rússnesk yfirvöld saki nú Navalny um að vera útsendari CIA, bandarísku leyniþjónustunnar.

Mynd: Myndin með færslunni er fá G20-fundi, þar sem verið er að skála. Pútín er með sína eigin könnu og vekur það óneitanlega upp spurningar um ótta hans sjálfs við að vera byrlað eitur. Trump sennilega í kókinu, enda drekkur hann ekki (skjáskot frá SVT).

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni

Kosið um framtíð Póllands
Greining

Kos­ið um fram­tíð Pól­lands

Það stefn­ir í spenn­andi þing­kosn­ing­ar í Póllandi eft­ir hálf­an mán­uð. Val­ur Gunn­ars­son er í Póllandi og mun fylgj­ast með kosn­inga­bar­átt­unni.
„Ég þekki mín réttindi og er alltaf tilbúin að berjast fyrir þeim“
Fréttir

„Ég þekki mín rétt­indi og er alltaf til­bú­in að berj­ast fyr­ir þeim“

„Ræst­ing­ar er mjög erfitt starf,“ seg­ir Ieva Mūrniece, sem hef­ur starf­að við þrif á Ís­landi í sjö ár. Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar rann­sókn­ar sýna að lífs­skil­yrði og heilsa fólks sem starfar við ræst­ing­ar er mun verri en annarra á vinnu­mark­aði, sama hvert er lit­ið.
Reykjavíkurborg getur átt von á 33 milljarða arði úr Orkuveitunni á næstu árum
Greining

Reykja­vík­ur­borg get­ur átt von á 33 millj­arða arði úr Orku­veit­unni á næstu ár­um

Orku­veita Reykja­vík­ur er að selja hlut í tveim­ur dótt­ur­fé­lög­um, Ljós­leið­ar­an­um og Car­bfix. Hún áætl­ar að það skili um 61 millj­arði króna i inn­borg­að hluta­fé á næstu fjór­um ár­um. Spár gera ráð fyr­ir því að tekj­ur í starf­semi síð­ar­nefnda fé­lags­ins muni vaxa mik­ið Gangi þær spár eft­ir ætl­ar Orku­veit­an að borga eig­end­um sín­um: Reykja­vík, Akra­nesi og Borg­ar­byggð, út sam­tals 35 millj­arða króna í arð á tíma­bil­inu.
Fólk í leit að vernd fái ekki alltaf talsmann
FréttirFlóttamenn frá Venesúela

Fólk í leit að vernd fái ekki alltaf tals­mann

Dóms­mála­ráð­herra vill að Út­lend­inga­stofn­un fái heim­ild til að af­greiða um­sókn­ir fólks sem hing­að leit­ar vernd­ar án þess að því sé skip­að­ur tals­mað­ur. Þá vill ráð­herr­ann breyt­ing­ar á veit­ingu dval­ar­leyfa af mann­úð­ar­ástæð­um og breyta sam­setn­ingu kær­u­nefnd­ar út­lend­inga­mála.
Samfylkingin með yfir 30 prósent fylgi og nálægt því að vera jafn stór og stjórnin
Greining

Sam­fylk­ing­in með yf­ir 30 pró­sent fylgi og ná­lægt því að vera jafn stór og stjórn­in

Það er inn­an vik­marka að Vinstri græn falli af þingi, en flokk­ur­inn mæl­ist sá minnsti á Al­þingi. Aldrei áð­ur í sögu Gallup mæl­inga hef­ur Sam­fylk­ing­in mælst næst­um tíu pró­sentu­stig­um stærri en Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn, en rúm­ur ára­tug­ur er síð­an að sá flokk­ur rauf 30 pró­senta múr­inn.
Um helmingur getur ekki mætt óvæntum 80 þúsund króna útgjöldum
Fréttir

Um helm­ing­ur get­ur ekki mætt óvænt­um 80 þús­und króna út­gjöld­um

Um fjórð­ung­ur heil­brigð­is­starfs­fólks inn­an Sam­eyk­is á í erf­ið­leik­um með að láta enda ná sam­an, einn af hverju tíu hef­ur ekki efni á stað­góðri mál­tíð ann­an hvern dag og sama hlut­fall hef­ur ekki efni á bíl. Tæp­lega 40 pró­sent búa við þunga byrði af hús­næð­is­kostn­aði.
Ótrúleg uppgötvun James Webb: Tveir Júmbóar flakka saman um Óríon-þokuna
Flækjusagan

Ótrú­leg upp­götv­un James Webb: Tveir Júm­bóar flakka sam­an um Óríon-þok­una

Stjörnu­sjón­auk­inn knái ger­ir upp­götv­un sem ENG­INN hefði í al­vör­unni getað lát­ið sér detta í hug
Fimm ástæður fyrir því að þú ættir að hafa áhyggjur af stöðu loftslagsmála á Íslandi
Þorgerður María Þorbjarnardóttir
SkoðunLoftslagsbreytingar

Þorgerður María Þorbjarnardóttir

Fimm ástæð­ur fyr­ir því að þú ætt­ir að hafa áhyggj­ur af stöðu lofts­lags­mála á Ís­landi

Lofts­lags­breyt­ing­ar eru neyð­ar­ástand og þær krefjast að­gerða, skrif­ar formað­ur Land­vernd­ar. „Að­lög­un að lofts­lags­breyt­ing­um snýst ekki bara um að laga sig að áhrif­um þeirra held­ur felst í henni að­lög­un að sam­fé­lagi sem lif­ir án þess að ganga á og skaða nátt­úr­una og lofts­lag­ið þar með.“
„Frávísun er sjaldgæf og tvöföld frávísun er nánast einsdæmi“
Fréttir

„Frá­vís­un er sjald­gæf og tvö­föld frá­vís­un er nán­ast eins­dæmi“

Sveinn Andri Sveins­son, verj­andi ann­ars sak­born­ings­ins, seg­ir það hafa ver­ið við­bú­ið að ákæru í hryðju­verka­mál­inu svo­kall­aða hafi aft­ur ver­ið vís­að frá hér­aðs­dómi. „Ef menn hefðu ekki ver­ið að halda þenn­an hel­vít­is blaða­manna­fund í sept­em­ber í fyrra og ver­ið með þess­ar stór­yrtu yf­ir­lýs­ing­ar þá væru menn í allt ann­arri stöðu,“ seg­ir hann.
Talsmenn háðir Útlendingastofnun fjárhagslega: „Hann hefði ekki getað gert neitt“
Fréttir

Tals­menn háð­ir Út­lend­inga­stofn­un fjár­hags­lega: „Hann hefði ekki getað gert neitt“

Arn­dís Anna Krist­ín­ar­dótt­ir Gunn­ars­dótt­ir, þing­kona Pírata, ætl­ar að biðja um út­tekt rík­is­end­ur­skoð­un­ar á tals­manna­þjón­ustu fyr­ir hæl­is­leit­end­ur en tals­menn­irn­ir eru fjár­hags­lega háð­ir Út­lend­inga­stofn­un, stofn­un­inni sem úr­skurð­ar í mál­um skjól­stæð­inga þeirra. Ung­ur mað­ur frá Venesúela lenti í því ný­ver­ið að heyra ekki frá tals­mann­in­um sín­um vik­um sam­an með þeim af­leið­ing­um að hann vissi ekki af nei­kvæð­um úr­skurði Út­lend­inga­stofn­un­ar fyrr en of seint var orð­ið að kæra úr­skurð­inn.
Dagur útilokar ekki þingframboð – Ekkert skrýtið að umferðin sé treg á morgnana
Fréttir

Dag­ur úti­lok­ar ekki þing­fram­boð – Ekk­ert skrýt­ið að um­ferð­in sé treg á morgn­ana

Borg­ar­stjóri seg­ir stærsta áhættu­þátt­ur­inn í fjár­mál­um ís­lenskra sveit­ar­fé­laga vera rík­ið, að ótví­rætt sé að Reykja­vík­ur­borg sé í for­ystu í hús­næð­is­mál­um á Ís­landi og að um­ferð­in verði áfram stopp nema að borg­ar­línu verði kom­ið á. Hann tel­ur að við sé­um á „þrösk­uld­in­um að fara með borg­ar­lín­una af stað“.
Heimilin borguðu 22,5 milljörðum krónum meira í vexti á fyrstu sex mánuðum ársins
Greining

Heim­il­in borg­uðu 22,5 millj­örð­um krón­um meira í vexti á fyrstu sex mán­uð­um árs­ins

Mikl­ar vaxta­hækk­an­ir á síð­ast­liðnu ári hafa gert það að verk­um að vaxta­greiðsl­ur ís­lenskra heim­ila hafa auk­ist um 62 pró­sent. Þau borg­uðu sam­tals 59 millj­arða króna í vexti á fyrstu sex mán­uð­um árs­ins 2023. Kaup­mátt­ur ráð­stöf­un­ar­tekna hef­ur nú dreg­ist sam­an fimm árs­fjórð­unga í röð. Við fá­um ein­fald­lega mun minna fyr­ir pen­ing­anna okk­ar.